Ósmekkleg ummæli Joey Barton vekja hörð viðbrögð Siggeir Ævarsson skrifar 6. janúar 2024 08:00 Barton meðan allt lék í lyndi hjá Bristol Rovers Vísir/Getty Joey Barton hefur ekki setið auðum höndum síðan honum var sagt upp störfum sem knattspyrnustjóri hjá Bristol Rovers í haust en eins og margir auðnuleysingjar virðist hann helst verja tíma sínum á samfélagsmiðlum í misgáfulegum tilgangi. Barton virðist hafa allt á hornum sér þegar kemur að störfum kvenna í kringum knattspyrnulýsingar og útsendingar þegar leikið er í karladeildum. Í desember lét hann dæluna ganga á Twitter þar sem hver kvenfjandsamlegu ummælin ráku önnur en það virðist fara mjög í taugarnar á Barton að konur séu að hasla sér völl á starfsvettvangi þar sem karlar hafa ráðið ríkjum áratugum saman. Barton náði svo að toppa sjálfan sig í ósmekklegheitum í gær þegar hann sagði þær Eni Aluko og Lucy Ward vera „Fred og Rose West fótboltalýsinga“ en hjónin Fred og Rose West voru breskir raðmorðingjar sem frömdu í það minnsta tólf morð á 20 ára tímabili. Þessi ummæli vöktu eðli málsins samkvæmt hörð viðbrögð marga og sá ITV ástæðu til að gefa út formlega yfirlýsingu vegna málsins, sem Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United og lýsandi hjá Sky Sports, tók hressilega undir. Well done ITV. It s gone too far this and mentioning serial killers is quite simply incredible. My daughters have watched Salford City with me for 10 years and like to comment on football, my mum was kicked out of the football team ( boys in the 1960 s) and stopped playing due https://t.co/dzFxeete0b— Gary Neville (@GNev2) January 5, 2024 Svo virðist sem þessi viðbrögð fólks við ummælum Barton hafi ekki fært honum neina auðmýkt og raunar fremur forhert hann í sinni afstöðu frekar en hitt. Fólk skilji einfaldlega ekki brandara og myndlíkingar. We ve established they cannot take a joke and don t understand metaphors.So, I ll leave you with this @itvsportMeritocracy Rules! pic.twitter.com/Wu2fQnADtM— Joey Barton (@Joey7Barton) January 5, 2024 Í þessu samhengi er viðeigandi að rifja upp þann dóm sem Gummi Ben kvað upp hér um árið um þann mann sem Joey Barton hefur að geyma: „Hann er vitleysingur, fæddur þannig. Ég verð bara að fullyrða það. [...] Það á að henda þessum manni í fangelsi og ekkert annað. Algjör aumingi sem á ekki heima í íþróttum.“ Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Sjá meira
Barton virðist hafa allt á hornum sér þegar kemur að störfum kvenna í kringum knattspyrnulýsingar og útsendingar þegar leikið er í karladeildum. Í desember lét hann dæluna ganga á Twitter þar sem hver kvenfjandsamlegu ummælin ráku önnur en það virðist fara mjög í taugarnar á Barton að konur séu að hasla sér völl á starfsvettvangi þar sem karlar hafa ráðið ríkjum áratugum saman. Barton náði svo að toppa sjálfan sig í ósmekklegheitum í gær þegar hann sagði þær Eni Aluko og Lucy Ward vera „Fred og Rose West fótboltalýsinga“ en hjónin Fred og Rose West voru breskir raðmorðingjar sem frömdu í það minnsta tólf morð á 20 ára tímabili. Þessi ummæli vöktu eðli málsins samkvæmt hörð viðbrögð marga og sá ITV ástæðu til að gefa út formlega yfirlýsingu vegna málsins, sem Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United og lýsandi hjá Sky Sports, tók hressilega undir. Well done ITV. It s gone too far this and mentioning serial killers is quite simply incredible. My daughters have watched Salford City with me for 10 years and like to comment on football, my mum was kicked out of the football team ( boys in the 1960 s) and stopped playing due https://t.co/dzFxeete0b— Gary Neville (@GNev2) January 5, 2024 Svo virðist sem þessi viðbrögð fólks við ummælum Barton hafi ekki fært honum neina auðmýkt og raunar fremur forhert hann í sinni afstöðu frekar en hitt. Fólk skilji einfaldlega ekki brandara og myndlíkingar. We ve established they cannot take a joke and don t understand metaphors.So, I ll leave you with this @itvsportMeritocracy Rules! pic.twitter.com/Wu2fQnADtM— Joey Barton (@Joey7Barton) January 5, 2024 Í þessu samhengi er viðeigandi að rifja upp þann dóm sem Gummi Ben kvað upp hér um árið um þann mann sem Joey Barton hefur að geyma: „Hann er vitleysingur, fæddur þannig. Ég verð bara að fullyrða það. [...] Það á að henda þessum manni í fangelsi og ekkert annað. Algjör aumingi sem á ekki heima í íþróttum.“
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Sjá meira