Lífið

Þor­leifur Örn og Erna Mist nýtt par

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Þorleifur Örn og Erna Mist eru að slá sér upp en 20 ára aldursmunur er á parinu.
Þorleifur Örn og Erna Mist eru að slá sér upp en 20 ára aldursmunur er á parinu. Samsett/Þjóðleikhúsið/Vísir/Einar

Þor­leif­ur Örn Arn­ars­son, leik­stjóri og Erna Mist Yama­gata, myndlistar­kona og pistla­höf­und­ur, eru nýtt par.

Smartland greindi fyrst frá fréttunum en í frétt mbl kemur fram að parið hafi mætt sam­an á frum­sýn­ingu leik­sýn­ing­ar­inn­ar Eddu, sem Þor­leif­ur leik­stýr­ir, í des­em­ber.

Athygli vekur að töluverður aldursmunur er á milli þeirra, Þorleifur er 45 ára en Erna Mist 25 ára og því tuttugu ár á milli þeirra.

Erna Mist hefur vakið mikla athygli undanfarið bæði vegna pistlaskrifa sinna á Vísi og í Morgunblaðinu og fyrir málverk sín.

Þorleifur Örn hefur verið einn fremsti leikstjóri Íslands undanfarin áratug og hlotið mikið lof fyrir sýningar sínar hérlendis, í Þýskalandi og víðar. Nýjasta sýning hans, Edda, var jólasýning Þjóðleikhússins á síðasta ári en þar áður hefur hann sett upp sýningar á borð við Rómeo og Júlíu, Guð blessi Ísland og Njálu.


Tengdar fréttir

Þor­leifur Örn segist eiga Ís­lands­met í vondri gagn­rýni: „Það er flókið að díla við upp­hefð“

Þorleifur Örn Arnarsson er einn af framsæknustu leikstjórum landsins og hefur hlotið mikið lof, ekki síst utan landsteinanna. Hann var til að mynda valinn leikstjóri ársins á þýsku leiklistarverðlaununum árið 2018. Verðlaun sem þar í landi eru einungis veitt hverjum listamanni einu sinni á ævinni. Því er auðvelt að spyrja hvort takmarkinu sé ekki löngu náð?






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.