Tískan á Golden Globe: Bleikar bombur og litaglaðar stjörnur Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 8. janúar 2024 11:31 Stærstu stjörnur heims klæddust sínu fínasta pússi á Golden Globe í gær. Samsett/Getty Verðlaunahátíðin Golden Globe fór fram í gærkvöldi á Beverly Hills hótelinu í Los Angeles. Stærstu stjörnur heimsins skinu sitt allra skærasta á rauða dreglinum en glæsilegir síðkjólar, pallíettur og litagleði voru í forgrunni. Hin eina sanna Laufey skein skært á hátíðinni í hvítum galakjól frá hönnuðinum Rodarte. Súperstjarna með meiru. Laufey stórstjarna á Golden Globe. Jon Kopaloff/WireImage Raunveruleikastjarnan og förðunarmógúllinn Kylie Jenner var meðal gesta ásamt sínum heittelskaða Timothée Chalamet, leikara. Þau eru líklega með frægustu pörum heims um þessar mundir og virtust ástfangin upp fyrir haus. Chalamet var tilnefndur til verðlauna fyrir hlutverk sitt sem Willy Wonka í kvikmyndinni Wonka. Timothée Chalamet og Kylie Jenner voru í stíl í svörtum pallíettum.Christopher Polk/Golden Globes 2024/Golden Globes 2024 via Getty Margot Robbie átti stórt ár 2023 og lék aðalhlutverkið í einni vinsælustu kvikmynd ársins, Barbie. Hún var tilnefnd sem besta leikkona í flokki söngleikja eða gamanmynda. Þótt hún hafi ekki farið heim með styttu var hún með best klæddu stjörnum kvöldsins í fatnaði sem dró innblástur sinn af Súperstjörnu Barbie, dúkku sem kom út árið 1977. Kjóllinn er hannaður af Giorgio Armani. Súperstjörnu Barbie! Margot Robbie glæsileg í bleikum Giorgio Armani kjól. Steve Granitz/FilmMagic Tónlistarkonan Dua Lipa var tilnefnd fyrir lagið Dance The Night, þemalag Barbie myndarinnar. Hún klæddist stórglæsilegum síðkjól frá hátískumerkinu Schiaparelli, en tískuhúsið hefur haslað sér velli sem eitt það allra eftirsóttasta í dag. Dua Lipa stórglæsileg í Schiaparelli. Steve Granitz/FilmMagic Stórleikkonan Helen Mirren sveif um eins og fjólublár draumur á hátíðinni í sérsaumuðum síðkjól frá Dolce & Gabbana. 78 ára og fabjúlöss! Hún var tilnefnd sem besta leikkona í sjónvarpsþáttum í flokknum drama fyrir hlutverk sitt í 1923. Helen Mirren dansaði á dreglinum.John Salangsang/Golden Globes 2024 via Getty Images Lenny Kravitz er alltaf og undantekningalaust töff. Hann var tilnefndur fyrir besta frumsamda lagið, Road to Freedom úr Rustin, og rokkaði 70's jakkaföt frá breska hátískuhúsinu Alexander McQueen með örlítið bert á milli á hliðunum. Lenny Kravitz veit betur en flestir hvernig á að vera óaðfinnanlega töff. Lionel Hahn/Getty Images Breska bomban, leikkonan og töffarinn Florence Pugh skartaði stuttu hári og rauðum, örlítið gegnsæjum og glæsilegum Valentino síðkjól. Pugh fór með hlutverk í kvikmyndinni Oppenheimer en myndin hlaut flest verðlaun á hátíðinni í gær. Breska bomban og leikkonan Florence Pugh. Steve Granitz/FilmMagic Enska stórleikkonan Carey Mulligan er með puttann á púlsinum í tískunni og klæddist svörtum og silfruðum galakjól úr vintage línu Schiaparelli. Mulligan var tilnefnd sem besta leikkona í dramamynd fyrir Maestro. Leikkonan Carey Mulligan í Schiaparelli.Steve Granitz/FilmMagic Lily Gladstone og Leonardo DiCaprio mættu í stíl stílhrein og flott í svörtu og hvítu. Gladstone hreppti styttu sem besta leikkona í dramamynd fyrir hlutverk sitt í Killers of the Flower Moon. DiCaprio var tilnefndur sem besti leikkari fyrir sömu kvikmynd. Lily Gladstone og Leonardo DiCaprio.Steve Granitz/FilmMagic Sögulega leikkonan Christina Ricci var tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki í sjónvarpi fyrir hlutverk sitt í Yellowjackets. Hún skein ansi skært í glitrandi hátískukjól frá tískuhúsinu Fendi. Christina Ricci skein skært.Steve Granitz/FilmMagic Eins og frægt er biður söng- og leikkonan Jennifer Lopez fólk að blekkjast ekki á steinunum sem hún á. Hún var ljómandi og glæsileg í ljósbleikum Nicole + Felicia Couture síðkjól. Jennifer Lopez ljósbleik og ljómandi.Steve Granitz/FilmMagic Leikkonan America Ferrera fór með hlutverk í hinni geysivinsælu Barbie mynd í fyrra og fór þar með eftirminnilega og valdeflandi ræðu sem veitti ýmsum áhorfendum femíniskan innblástur. Hún glitraði í gær í silfruðum síðkjól frá tískuhúsinu Dolce & Gabbana. America Ferrera glitrandi drottning. Photo by Steve Granitz/FilmMagic Fjölmiðlaofurstjarnan Oprah Winfrey mætti á hátíðina í fjólubláum pallíettukjól frá Louis Vuitton með fjólublá gleraugu í stíl. Fáguð, fjólublá, frábær og fabjúlöss. Hin eina sanna Oprah Winfrey.Lionel Hahn/Getty Images Billie Eilish hlaut Golden Globe styttu fyrir lagið What Was I Made For sem hún samdi fyrir kvikmyndina Barbie. Eilish fer alltaf eigin leiðir í tískunni og hefur undanfarið leikið sér svolítið að skyrtu og jakka lúkkinu. Hún klæddist fatnaði frá tískuhúsinu Willy Chavarria. Billie Eilish er með einstakan stíl.Steve Granitz/FilmMagic Leikkonan Da'Vine Joy Randolph hlaut verðlaun sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir kvikmyndina The Holdovers. Hún klæddist djúprauðum og hafmeyjulegum galakjól frá hönnuðinum Rodarte. Da'Vine Joy Randolph skartaði djúprauðum galakjól sem fór vel við gullstyttuna hennar. Gilbert Flores/Golden Globes 2024 via Getty Images Leikkonan Hunter Schafer hefur vakið athygli fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsseríunni Euphoria. Hún fór sömuleiðis með hlutverk í nýjustu Hunger Games kvikmyndinni og virðist velgengni Schafer á stöðugri uppleið. Í gær klæddist hún glæsilegum ljósbleikum síðkjól frá hátískuhúsinu Prada. Leikkonan Hunter Schafer stórglæsileg í ljósbleiku.Jon Kopaloff/WireImage Meryl Streep glitraði eins og gersemi sem henni einni er lagið í síðu pilsi og jakka við sem var sérhannað á hana af Valentino hönnuðinum Pierpaolo Piccioli. Hún rokkaði að sjálfsögðu svört sólgerlaugu við. Meryl Streep ofurskvísa.Lionel Hahn/Getty Images Tónlistardrottningin Taylor Swift var tilnefnd fyrir tónleikaferðalags kvikmyndina The Eras Tour í flokknum Besta kvikmyndaupplifunin og miðasala. Hún klæddist glæsilegum, glitrandi og grænum Gucci kjól en liturinn hefur verið mikið í tísku síðastliðin ár. Taylor Swift Gucci gella. Lionel Hahn/Getty Images Elizabeth Debicki þótti einstaklega sannfærandi Díana prinsessa í síðustu seríu af The Crown og hreppti styttu fyrir hlutverkið í flokknum besta leikkona í aukahlutverki í sjónvarpi. Hún hefur ef til vill fundið á sér að kvöldið myndi fara vel þar sem hún skartaði gylltum Dior hátísku síðkjól sem passaði vel við styttuna. Elizabeth Debicki klæddist gullkjól algjörlega í stíl við gullstyttuna sína. Matt Winkelmeyer/WireImage Natalie Portman skein mögulega skærar en allar aðrar stjörnur í gær í silfruðum síðkjól sem var þakinn glitrandi steinum frá hátískuhúsinu Dior. Natalie Portman Dior draumur. Photo by Lionel Hahn/Getty Images Leikkonan Brie Larson hefur ratað á marga lista yfir best klæddu stjörnur gærkvöldsins. Hún klæddist ljósfjólubláu listaverki frá Prada. Brie Larson fjólublá og frábær. Lionel Hahn/Getty Images Kvikmyndin Saltburn hefur vakið mikla athygli að undanförnu en stjarna myndarinnar Barry Keoghan var ofurflottur í tauinu á Golden Globe í gær. Hann klæddist rauðum Louis Vuitton jakkafötum með sígildu Damier munstri tískuhússins. Þá var hann með rautt og gyllt skart við og eyrnalokka og hálsmen í stíl. Saltburn stjarnan Barry Keoghan var með öll smáatriði á hreinu í klæðaburði sínum. Amy Sussman/Getty Images Hollywood Golden Globe-verðlaunin Tíska og hönnun Tengdar fréttir Oppenheimer hlaut flest verðlaun á Golden Globe-hátíðinni Golden Globe-verðlaunahátíðin fór fram í Kalíforníu í gær og var það stórmyndin Oppenheimer sem hreppti flest verðlaun að þessu sinni, fimm talsins. Myndin hlaut meðal annars verðlaun sem besta dramamyndin, besta leikara í aðalhlutverki og besta leikara í aukahlutverki, en þer er um að ræða þá Cillian Murphy og Robert Downey Jr. 8. janúar 2024 07:51 Barbie og Succession með flestar tilnefningar til Golden Globe Kvikmyndin Barbie er með níu tilnefningar til Golden Globe-verðlaunanna, mest allra kvikmynda. Sú þáttaröð sem fékk flestar tilnefningar er Succession, einnig með níu. 11. desember 2023 14:41 Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Hin eina sanna Laufey skein skært á hátíðinni í hvítum galakjól frá hönnuðinum Rodarte. Súperstjarna með meiru. Laufey stórstjarna á Golden Globe. Jon Kopaloff/WireImage Raunveruleikastjarnan og förðunarmógúllinn Kylie Jenner var meðal gesta ásamt sínum heittelskaða Timothée Chalamet, leikara. Þau eru líklega með frægustu pörum heims um þessar mundir og virtust ástfangin upp fyrir haus. Chalamet var tilnefndur til verðlauna fyrir hlutverk sitt sem Willy Wonka í kvikmyndinni Wonka. Timothée Chalamet og Kylie Jenner voru í stíl í svörtum pallíettum.Christopher Polk/Golden Globes 2024/Golden Globes 2024 via Getty Margot Robbie átti stórt ár 2023 og lék aðalhlutverkið í einni vinsælustu kvikmynd ársins, Barbie. Hún var tilnefnd sem besta leikkona í flokki söngleikja eða gamanmynda. Þótt hún hafi ekki farið heim með styttu var hún með best klæddu stjörnum kvöldsins í fatnaði sem dró innblástur sinn af Súperstjörnu Barbie, dúkku sem kom út árið 1977. Kjóllinn er hannaður af Giorgio Armani. Súperstjörnu Barbie! Margot Robbie glæsileg í bleikum Giorgio Armani kjól. Steve Granitz/FilmMagic Tónlistarkonan Dua Lipa var tilnefnd fyrir lagið Dance The Night, þemalag Barbie myndarinnar. Hún klæddist stórglæsilegum síðkjól frá hátískumerkinu Schiaparelli, en tískuhúsið hefur haslað sér velli sem eitt það allra eftirsóttasta í dag. Dua Lipa stórglæsileg í Schiaparelli. Steve Granitz/FilmMagic Stórleikkonan Helen Mirren sveif um eins og fjólublár draumur á hátíðinni í sérsaumuðum síðkjól frá Dolce & Gabbana. 78 ára og fabjúlöss! Hún var tilnefnd sem besta leikkona í sjónvarpsþáttum í flokknum drama fyrir hlutverk sitt í 1923. Helen Mirren dansaði á dreglinum.John Salangsang/Golden Globes 2024 via Getty Images Lenny Kravitz er alltaf og undantekningalaust töff. Hann var tilnefndur fyrir besta frumsamda lagið, Road to Freedom úr Rustin, og rokkaði 70's jakkaföt frá breska hátískuhúsinu Alexander McQueen með örlítið bert á milli á hliðunum. Lenny Kravitz veit betur en flestir hvernig á að vera óaðfinnanlega töff. Lionel Hahn/Getty Images Breska bomban, leikkonan og töffarinn Florence Pugh skartaði stuttu hári og rauðum, örlítið gegnsæjum og glæsilegum Valentino síðkjól. Pugh fór með hlutverk í kvikmyndinni Oppenheimer en myndin hlaut flest verðlaun á hátíðinni í gær. Breska bomban og leikkonan Florence Pugh. Steve Granitz/FilmMagic Enska stórleikkonan Carey Mulligan er með puttann á púlsinum í tískunni og klæddist svörtum og silfruðum galakjól úr vintage línu Schiaparelli. Mulligan var tilnefnd sem besta leikkona í dramamynd fyrir Maestro. Leikkonan Carey Mulligan í Schiaparelli.Steve Granitz/FilmMagic Lily Gladstone og Leonardo DiCaprio mættu í stíl stílhrein og flott í svörtu og hvítu. Gladstone hreppti styttu sem besta leikkona í dramamynd fyrir hlutverk sitt í Killers of the Flower Moon. DiCaprio var tilnefndur sem besti leikkari fyrir sömu kvikmynd. Lily Gladstone og Leonardo DiCaprio.Steve Granitz/FilmMagic Sögulega leikkonan Christina Ricci var tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki í sjónvarpi fyrir hlutverk sitt í Yellowjackets. Hún skein ansi skært í glitrandi hátískukjól frá tískuhúsinu Fendi. Christina Ricci skein skært.Steve Granitz/FilmMagic Eins og frægt er biður söng- og leikkonan Jennifer Lopez fólk að blekkjast ekki á steinunum sem hún á. Hún var ljómandi og glæsileg í ljósbleikum Nicole + Felicia Couture síðkjól. Jennifer Lopez ljósbleik og ljómandi.Steve Granitz/FilmMagic Leikkonan America Ferrera fór með hlutverk í hinni geysivinsælu Barbie mynd í fyrra og fór þar með eftirminnilega og valdeflandi ræðu sem veitti ýmsum áhorfendum femíniskan innblástur. Hún glitraði í gær í silfruðum síðkjól frá tískuhúsinu Dolce & Gabbana. America Ferrera glitrandi drottning. Photo by Steve Granitz/FilmMagic Fjölmiðlaofurstjarnan Oprah Winfrey mætti á hátíðina í fjólubláum pallíettukjól frá Louis Vuitton með fjólublá gleraugu í stíl. Fáguð, fjólublá, frábær og fabjúlöss. Hin eina sanna Oprah Winfrey.Lionel Hahn/Getty Images Billie Eilish hlaut Golden Globe styttu fyrir lagið What Was I Made For sem hún samdi fyrir kvikmyndina Barbie. Eilish fer alltaf eigin leiðir í tískunni og hefur undanfarið leikið sér svolítið að skyrtu og jakka lúkkinu. Hún klæddist fatnaði frá tískuhúsinu Willy Chavarria. Billie Eilish er með einstakan stíl.Steve Granitz/FilmMagic Leikkonan Da'Vine Joy Randolph hlaut verðlaun sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir kvikmyndina The Holdovers. Hún klæddist djúprauðum og hafmeyjulegum galakjól frá hönnuðinum Rodarte. Da'Vine Joy Randolph skartaði djúprauðum galakjól sem fór vel við gullstyttuna hennar. Gilbert Flores/Golden Globes 2024 via Getty Images Leikkonan Hunter Schafer hefur vakið athygli fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsseríunni Euphoria. Hún fór sömuleiðis með hlutverk í nýjustu Hunger Games kvikmyndinni og virðist velgengni Schafer á stöðugri uppleið. Í gær klæddist hún glæsilegum ljósbleikum síðkjól frá hátískuhúsinu Prada. Leikkonan Hunter Schafer stórglæsileg í ljósbleiku.Jon Kopaloff/WireImage Meryl Streep glitraði eins og gersemi sem henni einni er lagið í síðu pilsi og jakka við sem var sérhannað á hana af Valentino hönnuðinum Pierpaolo Piccioli. Hún rokkaði að sjálfsögðu svört sólgerlaugu við. Meryl Streep ofurskvísa.Lionel Hahn/Getty Images Tónlistardrottningin Taylor Swift var tilnefnd fyrir tónleikaferðalags kvikmyndina The Eras Tour í flokknum Besta kvikmyndaupplifunin og miðasala. Hún klæddist glæsilegum, glitrandi og grænum Gucci kjól en liturinn hefur verið mikið í tísku síðastliðin ár. Taylor Swift Gucci gella. Lionel Hahn/Getty Images Elizabeth Debicki þótti einstaklega sannfærandi Díana prinsessa í síðustu seríu af The Crown og hreppti styttu fyrir hlutverkið í flokknum besta leikkona í aukahlutverki í sjónvarpi. Hún hefur ef til vill fundið á sér að kvöldið myndi fara vel þar sem hún skartaði gylltum Dior hátísku síðkjól sem passaði vel við styttuna. Elizabeth Debicki klæddist gullkjól algjörlega í stíl við gullstyttuna sína. Matt Winkelmeyer/WireImage Natalie Portman skein mögulega skærar en allar aðrar stjörnur í gær í silfruðum síðkjól sem var þakinn glitrandi steinum frá hátískuhúsinu Dior. Natalie Portman Dior draumur. Photo by Lionel Hahn/Getty Images Leikkonan Brie Larson hefur ratað á marga lista yfir best klæddu stjörnur gærkvöldsins. Hún klæddist ljósfjólubláu listaverki frá Prada. Brie Larson fjólublá og frábær. Lionel Hahn/Getty Images Kvikmyndin Saltburn hefur vakið mikla athygli að undanförnu en stjarna myndarinnar Barry Keoghan var ofurflottur í tauinu á Golden Globe í gær. Hann klæddist rauðum Louis Vuitton jakkafötum með sígildu Damier munstri tískuhússins. Þá var hann með rautt og gyllt skart við og eyrnalokka og hálsmen í stíl. Saltburn stjarnan Barry Keoghan var með öll smáatriði á hreinu í klæðaburði sínum. Amy Sussman/Getty Images
Hollywood Golden Globe-verðlaunin Tíska og hönnun Tengdar fréttir Oppenheimer hlaut flest verðlaun á Golden Globe-hátíðinni Golden Globe-verðlaunahátíðin fór fram í Kalíforníu í gær og var það stórmyndin Oppenheimer sem hreppti flest verðlaun að þessu sinni, fimm talsins. Myndin hlaut meðal annars verðlaun sem besta dramamyndin, besta leikara í aðalhlutverki og besta leikara í aukahlutverki, en þer er um að ræða þá Cillian Murphy og Robert Downey Jr. 8. janúar 2024 07:51 Barbie og Succession með flestar tilnefningar til Golden Globe Kvikmyndin Barbie er með níu tilnefningar til Golden Globe-verðlaunanna, mest allra kvikmynda. Sú þáttaröð sem fékk flestar tilnefningar er Succession, einnig með níu. 11. desember 2023 14:41 Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Oppenheimer hlaut flest verðlaun á Golden Globe-hátíðinni Golden Globe-verðlaunahátíðin fór fram í Kalíforníu í gær og var það stórmyndin Oppenheimer sem hreppti flest verðlaun að þessu sinni, fimm talsins. Myndin hlaut meðal annars verðlaun sem besta dramamyndin, besta leikara í aðalhlutverki og besta leikara í aukahlutverki, en þer er um að ræða þá Cillian Murphy og Robert Downey Jr. 8. janúar 2024 07:51
Barbie og Succession með flestar tilnefningar til Golden Globe Kvikmyndin Barbie er með níu tilnefningar til Golden Globe-verðlaunanna, mest allra kvikmynda. Sú þáttaröð sem fékk flestar tilnefningar er Succession, einnig með níu. 11. desember 2023 14:41