Mögulega fyrsti þingmaður Evrópu með Downs-heilkennið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. janúar 2024 10:26 Galcerán hefur unnið sig upp innan flokks síns á sama tíma og hún hefur unnið ötullega að málefnum fólks með Downs-heilkennið. Getty/Jorge Gil Þingkonan Mar Galcerán hefur brotið blað í sögu Spánar og mögulega Evrópu, með því að verða fyrsta manneskjan með Downs-heilkennið sem kjörinn er á þing. Galcerán gekk í íhaldsflokkinn Flokk fólksins (PP) þegar hún var 18 ára gömul. Sagðist hún hafa heillast af því hvernig flokkurinn setti hefðir í forgrunn. Hún vann sig smám saman upp og var raðað í 20. sæti á lista flokksins fyrir þingkosningarnar í Valencia í vor. „Velkomin Mar,“ sagði Carlos Mazón, leiðtogi PP í Valencia, á samfélagsmiðlum þegar ljóst varð að Galcerán hefði komist inn á þing og sagði um að ræða afar góð tíðindi fyrir stjórnmálin. „Þetta er fordæmalaust,“ segir hin 45 ára Galcerán í samtali við Guardian. „Samfélagið er farið að skilja að fólk með Downs-heilkenni hefur margt fram að færa. En þetta er langur vegur,“ bætti hún við. Hún segist hins vegar vilja að fólk sjái sig fyrst og fremst sem manneskju, frekar en einstakling með fötlun. Samtök fólks með Downs-heilkenni á Spáni segja Galcerán mögulega fyrsta einstaklingin með Downs sem er kjörinn á þing í Evrópu. Áður hafa einstaklingar með Downs hins vegar verið kjörnir í ýmiss embætti, til að mynda í Frakklandi og á Írlandi. Þá varð Ángela Bachiller fyrst einstaklinga með Downs til að verða borgarfulltrúi á Spáni árið 2013. Galcerán hefur unnið ötullega að málefnum fólks með Downs-heilkennið en hún segir viðbrögð við kjöri sínu hafa verið blönduð. „Þú sérð alls konar á samfélagsmiðlum. Það er fólk sem styður mig. En svo er líka fólk sem heldur að ég sé ekki hæf. En þetta er fólk sem þekkir hvorki mig né bakgrunn minn.“ Spánn Málefni fatlaðs fólks Kosningar á Spáni Downs-heilkenni Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Erlent Fleiri fréttir „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Sjá meira
Galcerán gekk í íhaldsflokkinn Flokk fólksins (PP) þegar hún var 18 ára gömul. Sagðist hún hafa heillast af því hvernig flokkurinn setti hefðir í forgrunn. Hún vann sig smám saman upp og var raðað í 20. sæti á lista flokksins fyrir þingkosningarnar í Valencia í vor. „Velkomin Mar,“ sagði Carlos Mazón, leiðtogi PP í Valencia, á samfélagsmiðlum þegar ljóst varð að Galcerán hefði komist inn á þing og sagði um að ræða afar góð tíðindi fyrir stjórnmálin. „Þetta er fordæmalaust,“ segir hin 45 ára Galcerán í samtali við Guardian. „Samfélagið er farið að skilja að fólk með Downs-heilkenni hefur margt fram að færa. En þetta er langur vegur,“ bætti hún við. Hún segist hins vegar vilja að fólk sjái sig fyrst og fremst sem manneskju, frekar en einstakling með fötlun. Samtök fólks með Downs-heilkenni á Spáni segja Galcerán mögulega fyrsta einstaklingin með Downs sem er kjörinn á þing í Evrópu. Áður hafa einstaklingar með Downs hins vegar verið kjörnir í ýmiss embætti, til að mynda í Frakklandi og á Írlandi. Þá varð Ángela Bachiller fyrst einstaklinga með Downs til að verða borgarfulltrúi á Spáni árið 2013. Galcerán hefur unnið ötullega að málefnum fólks með Downs-heilkennið en hún segir viðbrögð við kjöri sínu hafa verið blönduð. „Þú sérð alls konar á samfélagsmiðlum. Það er fólk sem styður mig. En svo er líka fólk sem heldur að ég sé ekki hæf. En þetta er fólk sem þekkir hvorki mig né bakgrunn minn.“
Spánn Málefni fatlaðs fólks Kosningar á Spáni Downs-heilkenni Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Erlent Fleiri fréttir „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Sjá meira