Ekkert mannað geimskot til tunglsins á þessu ári Samúel Karl Ólason skrifar 10. janúar 2024 09:48 Frá geimskoti Artemis 1 í nóvember 2022. NASA/Joel Kowsky Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) tilkynntu í gær að næsta geimskoti Artemis-áætlunarinnar verði frestað til næsta árs. Artemis 2 átti að eiga sér stað á þessu ári en þá átti að senda þrjá geimfara á sporbraut um tunglið. Nú stendur til að skjóta geimförunum af stað í september 2025. Artemis 3, þar sem geimfarar eiga að lenda aftur á yfirborði tunglsins, á þá að eiga sér stað í september 2026. Í yfirlýsingu á vef NASA segir að frestunin eigi að gefa þeim sem að geimskotunum koma tíma til að vinna sig í gegnum ýmsar áskoranir sem tengist verkefninu. Það allra mikilvægasta sé að tryggja öryggi geimfaranna. Sjá einnig: Kynnti áhöfnina sem á að fara aftur til tunglsins Meðal þeirra vandamála sem verið er að leysa eru mál sem snúa að Orion-geimfarinu. Vandræði hafa komið upp varðandi rafhlöður þeirra og loftræstikerfi, auk annarra. Þá stendur yfir rannsókn á því hvernig hluti af hitaskildi geimfarsins losnaði af því þegar Artemis 1 var skotið á loft. Breytingarnar eiga einnig að gefa starfsmönnum SpaceX og Blue Origin meiri tíma til að þróa tækni til að lenda geimförunum á tunglinu og starfsmönnum Axiom Space lengri tíma til að klára þróun nýrra kynslóðar geimbúninga. Innri endurskoðandi NASA birti árið 2021 skýrslu þar sem fram kom að líklega yrði ekki hægt að lenda geimförum á tunglinu árið 2024, eins og til stóð þá. Meðal annars var það vegna vandræða við þróun nýju geimbúninganna. Sú vinna hefur staðið yfir í um sautján ár. Artemis-áætlunin svokallaða snýr að því að koma mönnum aftur til tunglsins og koma þar upp bækistöð sem nota á sem stökkpall lengra út í sólkerfið, eins og til Mars. Ein geimferð hefur verið til tunglsins vegna Artemis en sú var ómönnuð. Bandarískir geimfarar lentu síðast geimfari á tunglinu í desember 1972. Það var Apollo 17 þegar þeir Gene Cernan og Harrison Schmitt urðu ellefti og tólfti maðurinn til að ganga á yfirborði tunglsins. Í grískri goðafræði er Artemis systir Apollo. Fresta einnig fyrsta hluta nýrrar geimstöðvar Hluti af Artemis-áætluninni snýr að því að koma geimstöð sem ber nafnið Gateway á braut um tunglið. Fyrsta geimskotið vegna Gateway átti að eiga stað í október á næsta ári en því hefur nú verið frestað um ótilgreindan tíma. Til stendur að skjóta fyrsta hluta Gateway geimstöðvarinnar á loft í tengslum við Artemis 4, sem á að fara á loft árið 2028. Artemis-áætlunin Bandaríkin Geimurinn Tunglið SpaceX Tengdar fréttir Tungllending ekki möguleg vegna eldsneytisleka Fyrsta tilraun Bandaríkjamanna til að lenda geimfari á tunglinu í rúm fimmtíu ár virðist ekki ætla að ganga eftir. Eldsneyti ku leka út úr lendingarfarinu Peregrine og er talið að farið muni missa getu til að endurhlaða rafhlöður sínar á miðvikudaginn. 9. janúar 2024 09:33 Geimárið 2023: Vísindastörf í geimnum ná nýjum hæðum Eins og undanfarin ár hefur margt átt sér stað í geimnum og í geimvísindum á jörðinni. Geimskotum hefur farið hratt fjölgandi á undanförnum árum og mun þeim fjölga áfram. 19. desember 2023 08:00 Bezos sýndi nýtt tunglfar Blue Origin, geimferðafyrirtæki auðjöfursins Jeff Bezos, sýndi á dögunum hvernig nýtt tunglfar fyrirtækisins á að líta út. Geimfar þetta á að geta borið þrjú tonn af farmi til tunglsins og lent þar. 29. október 2023 14:36 Bein útsending: Opinbera nýja búninga fyrir tunglferðir komandi ára Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) og fyrirtækisins Axiom Space ætla að kynna nýja geimbúninga sem notaðir verða í Artemis áætluninni í dag. Um er að ræða búninga sem geimfarar munu væntanlega klæðast yfirborði tunglsins á komandi árum. 15. mars 2023 14:00 Lending Orion tókst vel og gagnavinnsla næst á dagskrá Verkefni geimfarsins Orion lauk fyrr í kvöld þegar það lenti í Kyrrahafi eftir tæpan mánuð á flugi umhverfis tunglið. 11. desember 2022 23:02 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Nú stendur til að skjóta geimförunum af stað í september 2025. Artemis 3, þar sem geimfarar eiga að lenda aftur á yfirborði tunglsins, á þá að eiga sér stað í september 2026. Í yfirlýsingu á vef NASA segir að frestunin eigi að gefa þeim sem að geimskotunum koma tíma til að vinna sig í gegnum ýmsar áskoranir sem tengist verkefninu. Það allra mikilvægasta sé að tryggja öryggi geimfaranna. Sjá einnig: Kynnti áhöfnina sem á að fara aftur til tunglsins Meðal þeirra vandamála sem verið er að leysa eru mál sem snúa að Orion-geimfarinu. Vandræði hafa komið upp varðandi rafhlöður þeirra og loftræstikerfi, auk annarra. Þá stendur yfir rannsókn á því hvernig hluti af hitaskildi geimfarsins losnaði af því þegar Artemis 1 var skotið á loft. Breytingarnar eiga einnig að gefa starfsmönnum SpaceX og Blue Origin meiri tíma til að þróa tækni til að lenda geimförunum á tunglinu og starfsmönnum Axiom Space lengri tíma til að klára þróun nýrra kynslóðar geimbúninga. Innri endurskoðandi NASA birti árið 2021 skýrslu þar sem fram kom að líklega yrði ekki hægt að lenda geimförum á tunglinu árið 2024, eins og til stóð þá. Meðal annars var það vegna vandræða við þróun nýju geimbúninganna. Sú vinna hefur staðið yfir í um sautján ár. Artemis-áætlunin svokallaða snýr að því að koma mönnum aftur til tunglsins og koma þar upp bækistöð sem nota á sem stökkpall lengra út í sólkerfið, eins og til Mars. Ein geimferð hefur verið til tunglsins vegna Artemis en sú var ómönnuð. Bandarískir geimfarar lentu síðast geimfari á tunglinu í desember 1972. Það var Apollo 17 þegar þeir Gene Cernan og Harrison Schmitt urðu ellefti og tólfti maðurinn til að ganga á yfirborði tunglsins. Í grískri goðafræði er Artemis systir Apollo. Fresta einnig fyrsta hluta nýrrar geimstöðvar Hluti af Artemis-áætluninni snýr að því að koma geimstöð sem ber nafnið Gateway á braut um tunglið. Fyrsta geimskotið vegna Gateway átti að eiga stað í október á næsta ári en því hefur nú verið frestað um ótilgreindan tíma. Til stendur að skjóta fyrsta hluta Gateway geimstöðvarinnar á loft í tengslum við Artemis 4, sem á að fara á loft árið 2028.
Artemis-áætlunin Bandaríkin Geimurinn Tunglið SpaceX Tengdar fréttir Tungllending ekki möguleg vegna eldsneytisleka Fyrsta tilraun Bandaríkjamanna til að lenda geimfari á tunglinu í rúm fimmtíu ár virðist ekki ætla að ganga eftir. Eldsneyti ku leka út úr lendingarfarinu Peregrine og er talið að farið muni missa getu til að endurhlaða rafhlöður sínar á miðvikudaginn. 9. janúar 2024 09:33 Geimárið 2023: Vísindastörf í geimnum ná nýjum hæðum Eins og undanfarin ár hefur margt átt sér stað í geimnum og í geimvísindum á jörðinni. Geimskotum hefur farið hratt fjölgandi á undanförnum árum og mun þeim fjölga áfram. 19. desember 2023 08:00 Bezos sýndi nýtt tunglfar Blue Origin, geimferðafyrirtæki auðjöfursins Jeff Bezos, sýndi á dögunum hvernig nýtt tunglfar fyrirtækisins á að líta út. Geimfar þetta á að geta borið þrjú tonn af farmi til tunglsins og lent þar. 29. október 2023 14:36 Bein útsending: Opinbera nýja búninga fyrir tunglferðir komandi ára Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) og fyrirtækisins Axiom Space ætla að kynna nýja geimbúninga sem notaðir verða í Artemis áætluninni í dag. Um er að ræða búninga sem geimfarar munu væntanlega klæðast yfirborði tunglsins á komandi árum. 15. mars 2023 14:00 Lending Orion tókst vel og gagnavinnsla næst á dagskrá Verkefni geimfarsins Orion lauk fyrr í kvöld þegar það lenti í Kyrrahafi eftir tæpan mánuð á flugi umhverfis tunglið. 11. desember 2022 23:02 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Tungllending ekki möguleg vegna eldsneytisleka Fyrsta tilraun Bandaríkjamanna til að lenda geimfari á tunglinu í rúm fimmtíu ár virðist ekki ætla að ganga eftir. Eldsneyti ku leka út úr lendingarfarinu Peregrine og er talið að farið muni missa getu til að endurhlaða rafhlöður sínar á miðvikudaginn. 9. janúar 2024 09:33
Geimárið 2023: Vísindastörf í geimnum ná nýjum hæðum Eins og undanfarin ár hefur margt átt sér stað í geimnum og í geimvísindum á jörðinni. Geimskotum hefur farið hratt fjölgandi á undanförnum árum og mun þeim fjölga áfram. 19. desember 2023 08:00
Bezos sýndi nýtt tunglfar Blue Origin, geimferðafyrirtæki auðjöfursins Jeff Bezos, sýndi á dögunum hvernig nýtt tunglfar fyrirtækisins á að líta út. Geimfar þetta á að geta borið þrjú tonn af farmi til tunglsins og lent þar. 29. október 2023 14:36
Bein útsending: Opinbera nýja búninga fyrir tunglferðir komandi ára Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) og fyrirtækisins Axiom Space ætla að kynna nýja geimbúninga sem notaðir verða í Artemis áætluninni í dag. Um er að ræða búninga sem geimfarar munu væntanlega klæðast yfirborði tunglsins á komandi árum. 15. mars 2023 14:00
Lending Orion tókst vel og gagnavinnsla næst á dagskrá Verkefni geimfarsins Orion lauk fyrr í kvöld þegar það lenti í Kyrrahafi eftir tæpan mánuð á flugi umhverfis tunglið. 11. desember 2022 23:02