Fyrri hálfleikurinn var fjörugur og fjögur mörk litu dagsins ljós. Mario Hermoso kom þeim rauðklæddu yfir á 7. mínútu leiksins, Antonio Rudiger jafnaði svo metin með skallamarki eftir hornspyrnu. Ferland Mendy færði hvítklæddum forystuna en Antoine Griezmann jafnaði metin á ný rétt fyrir hálfleikslok.
A slice of history for Antoine Griezmann! 🙌
— Viaplay Sports UK (@ViaplaySportsUK) January 10, 2024
The Frenchman is now officially Atletico Madrid's all-time top scorer with 174 goals 👏 pic.twitter.com/yZsAE3fhbt
Antonio Rudiger varð svo fyrir því óláni seint í seinni hálfleik að setja boltann í eigið net. Það kom ekki að sök, liðsfélagi hans Dani Carvajal setti boltann í rétt net og jafnaði fyrir Real Madrid.
3-3 eftir venjulegan leiktíma, það þurfti því að kalla til framlengingar til að skilja liðin að.
Aftur var skorað sjálfsmark, en í þetta skiptið hagnaðist Real Madrid þegar Stefan Savic setti boltann í eigið net. Brahim Díaz rak svo smiðshöggið á 120. mínútu og tryggði Madrídingum 5-3 sigur. Real Madrid er þar með komið í úrslitaleik Ofurbikarsins. Hinum megin í undanúrslitum mætast Barcelona og Osasuna, annað kvöld klukkan 19:00.