Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Höttur 78-86 | Óþarflega naumur sigur gestanna Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 11. janúar 2024 20:18 Hattarmenn unnu átta stiga sigur í Smáranum í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Höttur vann átta stiga sigur gegn Breiðablik í 13. umferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld, 78-86. Sigurinn var óþarflega naumur, því Hattarmenn leiddu með 27 stiga mun fyrir lokaleikhlutann. Gestirnir frá Egilsstöðum voru mun sterkari aðilinn í upphafi leiks og Hattarmenn skoruðu fyrstu 15 stig leiksins. Blikar rönkuðu við sér um stund þar sem liðið náði að minnka muninn niður í átta stig með ágætis áhlaupi, en Höttur leiddi með tíu stigum þegar fyrsta leikhluta lauk, staðan 12-22. Annar leikhluti hófst svo eins og sá fyrsti þar sem gestirnir skoruðu fyrstu átta stigin. Liðið náði svo loks yfir tuttugu stiga forystu þegar rúmar tvær mínútur voru eftir af fyrri hálfleik og Hattarmenn fóru inn í hálfleikshléið með 22 stiga forskot í stöðunni 27-49. Meira jafnræði var með liðunum í þriðja leikhluta þar sem liðin skiptust að miklu leyti á að skora. Það var klárlega nýtt fyrir Blikum í þessum leik og gestirnir frá Egilsstöðum náðu engu áhlaupi til að auka forksot sitt til muna. Hattarmenn unnu leikhlutann þó með fimm stiga mun og leiddu því með 27 stigum þegar komið var að lokaleikhlutanum. Það sem átti svo að vera formsatriði fyrir Hattarmenn að klára þennan leik breyttist hins vegar í eitthvað allt annað. Gestirnir urðu kærulausir og hægt og rólega söxuðu Blikar á forskotið. Þegar fjórði leikhluti var um það bil hálfnaður voru Blikar búnir að minnka muninn niður í 14 stig og í rauninni enn nægur tími til stefnu til að snúa taflinu við. Blikar náðu að minnka muninn niður í sjö stig þegar um 15 sekúndur voru til leiksloka, en nýttu ekki næstu tækifæri og leikurinn rann út í sandinn. Niðurstaðan varð því að lokum átta stiga sigur Hattar, 78-86, og liðið er nú með 14 stig eftir 13 leiki. Blikar eru hins vegar enn með fjögur stig í næst neðsta sæti deildarinnar. Af hverju vann Höttur? Gestirnir frá Egilsstöðum spiluðu virkilega vel í þrjá leikhluta af fjórum og bjuggu til sigurinn þar. Hattarmenn unnu stórsigur í frákastabaráttunni í kvöld og fengu því oft og tíðum tvo til þrjá sénsa í sókn. Baráttan og frammistaðan sem liðið sýndi fyrsta hálftíman gerði það að verkum að sigurinn var í raun fyllilega verðskuldaður, þó hann hafi að lokum verið naumur. Hverjir stóðu upp úr? Matej Karlovic var stigahæstur í liði Hattar með 18 stig af bekknum. Hann tók einnig sjö fráköst og gaf eina stoðsendingu. Þá voru fjórir af byrjunarliðsmönnum Hattar jafn- næststigahæstir með 11 stig fyrir liðið. Í liði Breiðabliks var Everage Richardson sá eini með lífsmarki sóknarlega framan af leik. Hann skoraði 27 stig áður en Keith Jordan vaknaði til lífsins og bætti 17 stigum við fyrir liðið. Hvað gekk illa? Blikum gekk bölvanlega að koma stigum á töfluna framan af leik. Þeir skoruðu mest 15 stig í leikhluta í fyrstu þrem leikhlutum leiksins og töpuðu frákastabaráttunni eins og áður segir, harkalega. Að sama skapi gekk Hattarmönnum illa að ná upp sömu frammistöðu í fjórða leikhluta og liðið hafði sýnt fyrsta hálftíma leiksins. Það kom þó ekki að sök og liðið vann að lokum átta stiga sigur. Hvað gerist næst? Bæði lið leika í 14. umferð Subway-deildar karla næsta fimmtudag, að viku liðinni. Hattarmenn fá Njarðvíkinga í heimsókn og Blikar sækja Álftnesinga heim. „Kannski bara best að hætta að pæla í þessum leik“ „Við spiluðum bara einn leikhluta og það er auðvitað mjög erfitt að ætla að vinna leik þegar við komum flatir inn og spilum þrjá leikhluta mjög illa,“ sagði Mikael Máni Hrafnsson, aðstoðarþjálfari Breiðabliks að leik loknum. „Þeir ná að ýta okkur út úr öllu okkar og þeir fengu tuttugu sóknarfráköst í leiknum sem er bara allt of mikið. Það er erfitt að vinna leik þegar andstæðingurinn fær tvö til þrjú tækifæri í nánast hverri sókn.“ Þá segir Mikael að sínir menn hafi verið hálf andlausir í sínum aðgerðum stærstan hluta leiksins. „Það mætti bara segja að við höfum verið að svekkja okkur á því að þeir hafi verið harðir við okkur og börðu á okkur. Þá förum við líka að svekkja okkur á því þegar við byrjum að klikka á skotum og hættum að bakka í vörn og fundum svo bara einhverjar afsakanir til að hætta að spila. Það er kannski bara best að hætta að pæla í þessum leik og byrja að pæla í næsta.“ Þrátt fyrir slæma frammistöðu Blika stærstan hluta leiksins sýndi liðið þó úr hverju það er gert í fjórða leikhluta þar sem Breiðablik skoraði 37 stig, sem er rétt tæplega helmingur stiga liðsins í leiknum. „Nú þurfum við bara að fara að pæla í næsta leik. Svona leikir geta alltaf komið, en við erum enn í bullandi baráttu um að halda okkur uppi í þessari deild. Þannig nú er bara að hugsa um næsta leik, sem er á móti Álftanesi.“ Að lokum var Mikael spurður stuttlega út í mál Everage Richardson, sem á dögunum var sagður vilja komast burt frá Blikum og til Hauka. Everage hefur hins vegar síðan þá spilað tvo virkilega góða leiki fyrir Blika og virðist líða vel í Kópavoginum. „Hann var einn af fáum mönnum sem sýndi að hann vildi vera í þessum leik þannig það er hægt að enda þessa umræðu bara þannig.“ Subway-deild karla Breiðablik Höttur
Höttur vann átta stiga sigur gegn Breiðablik í 13. umferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld, 78-86. Sigurinn var óþarflega naumur, því Hattarmenn leiddu með 27 stiga mun fyrir lokaleikhlutann. Gestirnir frá Egilsstöðum voru mun sterkari aðilinn í upphafi leiks og Hattarmenn skoruðu fyrstu 15 stig leiksins. Blikar rönkuðu við sér um stund þar sem liðið náði að minnka muninn niður í átta stig með ágætis áhlaupi, en Höttur leiddi með tíu stigum þegar fyrsta leikhluta lauk, staðan 12-22. Annar leikhluti hófst svo eins og sá fyrsti þar sem gestirnir skoruðu fyrstu átta stigin. Liðið náði svo loks yfir tuttugu stiga forystu þegar rúmar tvær mínútur voru eftir af fyrri hálfleik og Hattarmenn fóru inn í hálfleikshléið með 22 stiga forskot í stöðunni 27-49. Meira jafnræði var með liðunum í þriðja leikhluta þar sem liðin skiptust að miklu leyti á að skora. Það var klárlega nýtt fyrir Blikum í þessum leik og gestirnir frá Egilsstöðum náðu engu áhlaupi til að auka forksot sitt til muna. Hattarmenn unnu leikhlutann þó með fimm stiga mun og leiddu því með 27 stigum þegar komið var að lokaleikhlutanum. Það sem átti svo að vera formsatriði fyrir Hattarmenn að klára þennan leik breyttist hins vegar í eitthvað allt annað. Gestirnir urðu kærulausir og hægt og rólega söxuðu Blikar á forskotið. Þegar fjórði leikhluti var um það bil hálfnaður voru Blikar búnir að minnka muninn niður í 14 stig og í rauninni enn nægur tími til stefnu til að snúa taflinu við. Blikar náðu að minnka muninn niður í sjö stig þegar um 15 sekúndur voru til leiksloka, en nýttu ekki næstu tækifæri og leikurinn rann út í sandinn. Niðurstaðan varð því að lokum átta stiga sigur Hattar, 78-86, og liðið er nú með 14 stig eftir 13 leiki. Blikar eru hins vegar enn með fjögur stig í næst neðsta sæti deildarinnar. Af hverju vann Höttur? Gestirnir frá Egilsstöðum spiluðu virkilega vel í þrjá leikhluta af fjórum og bjuggu til sigurinn þar. Hattarmenn unnu stórsigur í frákastabaráttunni í kvöld og fengu því oft og tíðum tvo til þrjá sénsa í sókn. Baráttan og frammistaðan sem liðið sýndi fyrsta hálftíman gerði það að verkum að sigurinn var í raun fyllilega verðskuldaður, þó hann hafi að lokum verið naumur. Hverjir stóðu upp úr? Matej Karlovic var stigahæstur í liði Hattar með 18 stig af bekknum. Hann tók einnig sjö fráköst og gaf eina stoðsendingu. Þá voru fjórir af byrjunarliðsmönnum Hattar jafn- næststigahæstir með 11 stig fyrir liðið. Í liði Breiðabliks var Everage Richardson sá eini með lífsmarki sóknarlega framan af leik. Hann skoraði 27 stig áður en Keith Jordan vaknaði til lífsins og bætti 17 stigum við fyrir liðið. Hvað gekk illa? Blikum gekk bölvanlega að koma stigum á töfluna framan af leik. Þeir skoruðu mest 15 stig í leikhluta í fyrstu þrem leikhlutum leiksins og töpuðu frákastabaráttunni eins og áður segir, harkalega. Að sama skapi gekk Hattarmönnum illa að ná upp sömu frammistöðu í fjórða leikhluta og liðið hafði sýnt fyrsta hálftíma leiksins. Það kom þó ekki að sök og liðið vann að lokum átta stiga sigur. Hvað gerist næst? Bæði lið leika í 14. umferð Subway-deildar karla næsta fimmtudag, að viku liðinni. Hattarmenn fá Njarðvíkinga í heimsókn og Blikar sækja Álftnesinga heim. „Kannski bara best að hætta að pæla í þessum leik“ „Við spiluðum bara einn leikhluta og það er auðvitað mjög erfitt að ætla að vinna leik þegar við komum flatir inn og spilum þrjá leikhluta mjög illa,“ sagði Mikael Máni Hrafnsson, aðstoðarþjálfari Breiðabliks að leik loknum. „Þeir ná að ýta okkur út úr öllu okkar og þeir fengu tuttugu sóknarfráköst í leiknum sem er bara allt of mikið. Það er erfitt að vinna leik þegar andstæðingurinn fær tvö til þrjú tækifæri í nánast hverri sókn.“ Þá segir Mikael að sínir menn hafi verið hálf andlausir í sínum aðgerðum stærstan hluta leiksins. „Það mætti bara segja að við höfum verið að svekkja okkur á því að þeir hafi verið harðir við okkur og börðu á okkur. Þá förum við líka að svekkja okkur á því þegar við byrjum að klikka á skotum og hættum að bakka í vörn og fundum svo bara einhverjar afsakanir til að hætta að spila. Það er kannski bara best að hætta að pæla í þessum leik og byrja að pæla í næsta.“ Þrátt fyrir slæma frammistöðu Blika stærstan hluta leiksins sýndi liðið þó úr hverju það er gert í fjórða leikhluta þar sem Breiðablik skoraði 37 stig, sem er rétt tæplega helmingur stiga liðsins í leiknum. „Nú þurfum við bara að fara að pæla í næsta leik. Svona leikir geta alltaf komið, en við erum enn í bullandi baráttu um að halda okkur uppi í þessari deild. Þannig nú er bara að hugsa um næsta leik, sem er á móti Álftanesi.“ Að lokum var Mikael spurður stuttlega út í mál Everage Richardson, sem á dögunum var sagður vilja komast burt frá Blikum og til Hauka. Everage hefur hins vegar síðan þá spilað tvo virkilega góða leiki fyrir Blika og virðist líða vel í Kópavoginum. „Hann var einn af fáum mönnum sem sýndi að hann vildi vera í þessum leik þannig það er hægt að enda þessa umræðu bara þannig.“
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti