Í gær bar Real Madríd sigurorð af nágrönnum sínum í Atlético Madríd í hörkuleik, lokatölur 5-3. Leikur kvöldsins í Riyadh í Sádi-Arabíu var hins vegar ekki alveg jafn fjörugur og leikur gærkvöldsins.
Börsungar stilltu upp sínu sterkasta liði og höfðu mikla yfirburði frá upphafi til enda. Það gekk hins vegar illa að koma knettinum í netið og staðan því markalaus í hálfleik.
Á endanum var aðeins eitt mark skorað, í venjulegum leiktíma hið minnsta. Það gerði Robert Lewandowski á 59. mínútu eftir undirbúning İlkay Gündoğan.
Lewandowski gives Barça the lead! pic.twitter.com/QucSkTDf8f
— FC Barcelona (@FCBarcelona) January 11, 2024
Í uppbótartíma kom svo markið sem gulltryggði sigurinn og sætið í úrslitum. Lamine Yamal skoraði þá eftir undirbúning João Félix.
Lokatölur 2-0 og verður því El Clásico í úrslitum þegar Barcelona og Real Madríd mætast.