Leita að krökkum til að taka þátt í alþjóðlegu tónlistarmyndbandi Lovísa Arnardóttir skrifar 12. janúar 2024 08:42 FAST hetjur í Hveragerði. Aðsend FAST 112 hetjurnar leita nú að hressum krökkum og sprækum fullorðnum til að taka þátt í alþjóðlegu tónlistarmyndbandi. Myndbandið er hluti af vitundarvakningu um heilaslag og einkenni þess. „Markmið myndbandsins er að auka vitund um einkenni heilaslags eða heilablóðfall á skemmtilegan hátt. Það að þekkja einkennin getur reynst lífsbjörg fyrir svo ótal marga,“ segir Bryndís Nielsen sem vinnur að innleiðingur FAST hetju verkefnisins á Íslandi. „Við erum að safna myndskeiðum sem verða klippt saman við alþjóðlegt tónlistarmyndband við FAST hetjulagið en lokaafurðin verður svo sýnd í skólum og víðar í tugum landa í fimm heimsálfum,“ segir Bryndís Einn af hverjum fjórum „Einn af hverjum fjórum fullorðnum fær heilaslag einhvern tímann á ævinni. Heilaslag er ein algengasta dánarorsök í heimi og getur einnig valdið varanlegri örorku. Því fyrr sem fólk fær læknisaðstoð því líklegra er að hægt sé að bjarga lífum og lágmarka skaðann, þess vegna er afar mikilvægt að þekkja einkennin,“ segir Bryndís. Bryndís Nielsen og Soffía söngkona - sem kennir börnum um einkenni slags og réttu viðbrögðin.Aðsend FAST 112 hetjurnar er alþjóðlegt, verðlaunað skólaverkefni sem kennir börnum á aldrinum fimm til níu ára einkenni heilaslags og hvernig skuli bregðast við þeim. Námsefnið er allt sniðið að aldri barnanna og kennslan fer fram í gegnum skemmtilegar teiknimyndapersónur, leiki og tónlist. Nú þegar hafa yfir 3.000 börn tekið þátt í verkefninu á Íslandi. Arnrún María Magnúsdóttir, Marianne E. Klinke og Bryndís Nielsen hafa unnið saman að innleiðingu á verkefninu á Íslandi.Aðsend Á alþjóðavísu hafa yfir 350.000 börn í yfir 8.000 skólum í meira en 20 löndum tekið þátt í verkefninu og sýna rannsóknir að með þátttöku eykst þekking barnanna og foreldra þeirra um einkenni heilaslags töluvert. Niðurstöður má meðal annars sjá hér. Einfalt og skemmtilegt að taka þátt „Hægt er að senda inn myndskeið af einstaklingum, hópum, bekkjum eða heilu bekkjardeildunum. Bara eins og hentar fólki best,“ segir Bryndís. Hún segir lagið vera einfalt og dansinn enn einfaldari en hægt er að sjá hann bæði Youtube og Facebook síðum verkefnisins sem og á heimasíðu verkefnisins. Til að taka þátt þarf einungis að taka upp myndband á síma eða snjalltæki af einstaklingi eða hópum að dansa, eða dansa og syngja við FAST hetju lagið og skila því inn hér fyrir 28. janúar: Hér að neðan má heyra FAST hetju lagið og sjá dansinn við það. Að neðan er lagið í kareókí útgáf, bara undirspil og með texta , til að gera dansandi og syngjandi FAST hetjum lífið auðveldara. Tónlist Krakkar Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Sjá meira
„Markmið myndbandsins er að auka vitund um einkenni heilaslags eða heilablóðfall á skemmtilegan hátt. Það að þekkja einkennin getur reynst lífsbjörg fyrir svo ótal marga,“ segir Bryndís Nielsen sem vinnur að innleiðingur FAST hetju verkefnisins á Íslandi. „Við erum að safna myndskeiðum sem verða klippt saman við alþjóðlegt tónlistarmyndband við FAST hetjulagið en lokaafurðin verður svo sýnd í skólum og víðar í tugum landa í fimm heimsálfum,“ segir Bryndís Einn af hverjum fjórum „Einn af hverjum fjórum fullorðnum fær heilaslag einhvern tímann á ævinni. Heilaslag er ein algengasta dánarorsök í heimi og getur einnig valdið varanlegri örorku. Því fyrr sem fólk fær læknisaðstoð því líklegra er að hægt sé að bjarga lífum og lágmarka skaðann, þess vegna er afar mikilvægt að þekkja einkennin,“ segir Bryndís. Bryndís Nielsen og Soffía söngkona - sem kennir börnum um einkenni slags og réttu viðbrögðin.Aðsend FAST 112 hetjurnar er alþjóðlegt, verðlaunað skólaverkefni sem kennir börnum á aldrinum fimm til níu ára einkenni heilaslags og hvernig skuli bregðast við þeim. Námsefnið er allt sniðið að aldri barnanna og kennslan fer fram í gegnum skemmtilegar teiknimyndapersónur, leiki og tónlist. Nú þegar hafa yfir 3.000 börn tekið þátt í verkefninu á Íslandi. Arnrún María Magnúsdóttir, Marianne E. Klinke og Bryndís Nielsen hafa unnið saman að innleiðingu á verkefninu á Íslandi.Aðsend Á alþjóðavísu hafa yfir 350.000 börn í yfir 8.000 skólum í meira en 20 löndum tekið þátt í verkefninu og sýna rannsóknir að með þátttöku eykst þekking barnanna og foreldra þeirra um einkenni heilaslags töluvert. Niðurstöður má meðal annars sjá hér. Einfalt og skemmtilegt að taka þátt „Hægt er að senda inn myndskeið af einstaklingum, hópum, bekkjum eða heilu bekkjardeildunum. Bara eins og hentar fólki best,“ segir Bryndís. Hún segir lagið vera einfalt og dansinn enn einfaldari en hægt er að sjá hann bæði Youtube og Facebook síðum verkefnisins sem og á heimasíðu verkefnisins. Til að taka þátt þarf einungis að taka upp myndband á síma eða snjalltæki af einstaklingi eða hópum að dansa, eða dansa og syngja við FAST hetju lagið og skila því inn hér fyrir 28. janúar: Hér að neðan má heyra FAST hetju lagið og sjá dansinn við það. Að neðan er lagið í kareókí útgáf, bara undirspil og með texta , til að gera dansandi og syngjandi FAST hetjum lífið auðveldara.
Tónlist Krakkar Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Sjá meira