Tékkar eru því án stiga í F-riðli eftir tvo leiki ásamt Grikkjum, en Grikkland mætir Danmörku núna kl. 19:30. Alls eru sex leikir á dagskrá í dag og þremur er þegar lokið. Seinni leikir dagsins hefjast allir núna klukkan hálf átta.
Í D-riðli unnu Slóvenar góðan 32 -25 sigur á Póllandi og eru enn taplausir og Pólverjar sigurlausir. Seinni leikur dagsins er viðureign frændþjóða okkar þar sem Færeyingar vonast til að ná sínum fyrsta sigri á stórmóti í hús þegar þeir mæta Norðmönnum.
Tilen Kodrin for the BUZZER-BEATER @rzs_si #ehfeuro2024 #heretoplay pic.twitter.com/rAqliLmnIk
— EHF EURO (@EHFEURO) January 13, 2024
Í E-riðli unnu Hollendingar 16 marka stórsigur á Bosníu-Hersegóvínu og eru með fullt hús stiga eftir tvo leiki. Í seinni leik dagsins mætast Svíþjóð og Georgía en Svíar geta með sigri jafnað Hollendinga að stigum.
Leikir dagsins. Athugið að seinni leikir dagsins hefjast kl. 19:30 að íslenskum tíma.
The #ehfeuro2024 is starting to up Give us your guesses for today s matches! #heretoplay pic.twitter.com/MYvm4jdovB
— EHF EURO (@EHFEURO) January 13, 2024