Breki og Tindur á verðlaunapalli á Wodapalooza mótinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. janúar 2024 09:00 Breki Þórðarson stóð sig mjög vel á mótinu um helgina. @brekibjola Breki Þórðarson og Tindur Elíasen urðu báðir í þriðja sæti í sínum flokki á Wodapalooza CrossFit mótinu um helgina. Breki keppti í flokki þeirra sem hafa fötlun á efri hluta líkamans. Breki fæddist með sjaldgæfan fæðingargalla og er einhentur. Breki keppti á heimsleikunum síðasta haust og náði sér ekki alveg á strik þá. Hann gerði aftur á móti vel með því að komast á verðlaunapallinn á þessu móti sem er eitt það stærsta í CrossFit heminum. Breki var þó ekki nálægt öðru sætinu en þeir tveir efstu, Josue Maldonado og Casey Acree voru í nokkrum sérflokki. Tindur Elíasen keppti í flokki sextán til átján ára stáka. Hann varð í þriðja sæti eftir Kai Chmilak frá Bandaríkjunum og Lorenzo Pitruzzello frá Ítalíu. Tindur varð í öðru sæti í tveimur greinum og síðan í þriðja sætinu í öðrum tveimur til viðbótar. Hann var á topp fimm í sex greinum af átta sem sýnir mikinn stöðugleika og lofar góðu fyrir framhaldið. Bergrós Björnsdóttir var sú eina sem keppti í meistaraflokknum en hún endaði í 31. sæti í einstaklingskeppni kvenna. Bergrós byrjaði frábærlega með því að ná fimmta sætinu í fyrstu grein. Bergrós, sem er enn bara sextán ára gömul, náði ekki að fylgja því alveg eftir og endaði í 26. sæti eða neðar í öllum hinum greinunum. Hún fékk hins vegar þarna dýrmæta reynslu fyrir framhaldið á þessu ári. Tveir Hvergerðingar tóku þátt í liðakeppninni. Guðbjörg Valdimarsdóttir keppti með þeim Nicole Crouch frá Bretlandi og Katie Brock frá Nýja-Sjálandi. Liðið heitir NGH og vann fyrstu grein. Þær enduðu síðan í áttunda sætinu. Björgvin Karl Guðmundsson okkar öflugasti CrossFit maður í meira en áratug, var í liði með Patrick Vellner frá Kanada og Travis Mayer frá Bandaríkjunum. Liðið ber nafnið Tres Leches og endaði í fimmta sæti á mótinu. View this post on Instagram A post shared by Guðbjo rg Valdimarsdo ttir (@guccivaldimarsdottir) CrossFit Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fram - FH | Meistarar síðustu tveggja ára mætast KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Íranar fengu enga hjálp frá Infantino og sniðganga HM-dráttinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ Damir Muminovic til Grindavíkur „Okkar konur eiga meira skilið“ Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið Dáður en umdeildur kylfingur látinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fjórir bestu mætast í lengri leikjum á Snorrabraut Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Ísland og Noregur mætast á IceBox í kvöld Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann „Ég er með mikla orku“ Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Sjá meira
Breki keppti í flokki þeirra sem hafa fötlun á efri hluta líkamans. Breki fæddist með sjaldgæfan fæðingargalla og er einhentur. Breki keppti á heimsleikunum síðasta haust og náði sér ekki alveg á strik þá. Hann gerði aftur á móti vel með því að komast á verðlaunapallinn á þessu móti sem er eitt það stærsta í CrossFit heminum. Breki var þó ekki nálægt öðru sætinu en þeir tveir efstu, Josue Maldonado og Casey Acree voru í nokkrum sérflokki. Tindur Elíasen keppti í flokki sextán til átján ára stáka. Hann varð í þriðja sæti eftir Kai Chmilak frá Bandaríkjunum og Lorenzo Pitruzzello frá Ítalíu. Tindur varð í öðru sæti í tveimur greinum og síðan í þriðja sætinu í öðrum tveimur til viðbótar. Hann var á topp fimm í sex greinum af átta sem sýnir mikinn stöðugleika og lofar góðu fyrir framhaldið. Bergrós Björnsdóttir var sú eina sem keppti í meistaraflokknum en hún endaði í 31. sæti í einstaklingskeppni kvenna. Bergrós byrjaði frábærlega með því að ná fimmta sætinu í fyrstu grein. Bergrós, sem er enn bara sextán ára gömul, náði ekki að fylgja því alveg eftir og endaði í 26. sæti eða neðar í öllum hinum greinunum. Hún fékk hins vegar þarna dýrmæta reynslu fyrir framhaldið á þessu ári. Tveir Hvergerðingar tóku þátt í liðakeppninni. Guðbjörg Valdimarsdóttir keppti með þeim Nicole Crouch frá Bretlandi og Katie Brock frá Nýja-Sjálandi. Liðið heitir NGH og vann fyrstu grein. Þær enduðu síðan í áttunda sætinu. Björgvin Karl Guðmundsson okkar öflugasti CrossFit maður í meira en áratug, var í liði með Patrick Vellner frá Kanada og Travis Mayer frá Bandaríkjunum. Liðið ber nafnið Tres Leches og endaði í fimmta sæti á mótinu. View this post on Instagram A post shared by Guðbjo rg Valdimarsdo ttir (@guccivaldimarsdottir)
CrossFit Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fram - FH | Meistarar síðustu tveggja ára mætast KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Íranar fengu enga hjálp frá Infantino og sniðganga HM-dráttinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ Damir Muminovic til Grindavíkur „Okkar konur eiga meira skilið“ Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið Dáður en umdeildur kylfingur látinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fjórir bestu mætast í lengri leikjum á Snorrabraut Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Ísland og Noregur mætast á IceBox í kvöld Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann „Ég er með mikla orku“ Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Sjá meira