Úrlausnarefni að samræma væntingar á almenna og opinbera vinnumarkaði Heimir Már Pétursson skrifar 15. janúar 2024 13:21 Stjórnvöld hafa fundað með bæði fulltrúum stéttarfélaga á almenna og opinbera markaðnum. Forsætisráðherra segir úrlausnarefni að samræma væntingar þeirra. Stöð 2/Einar Forsætisráðherra segir úrlausnarefni að sameina væntingar stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði annars vegar og opinbera markaðnum hins vegar. Hún leyfi sér hins vegar að vera bjartsýn á að takast muni að ganga frá kjarasamningum innan ekki langs tíma. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir stjórnvöld hafa verið að vinna úr þeim fundi sem þau áttu með fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar á almenna markaðnum. Hún hafi eftir það átt fund með forystufólki félaga á opinbera markaðnum. „Að sjálfsögðu hafa þau auðvitað sínar hugmyndir um aðkomu ríkisins. Þannig að við erum að vinna úr þessum tillögum öllum. Eigum von á því að funda á vettvangi ráðherra á komandi dögum,“ segir forsætisráðherra. Eftir það verði síðan fundað á ný með aðilum vinnumarkaðarins. Þær aðgerðir sem stéttarfélög á almenna markaðnum óska eftir að stjórnvöld grípi til hafa verið metnar á um 25 milljarða króna.Stöð 2/Einar Á almenna markaðnum hefur verið stefnt að því að ljúka kjarasamningum áður en janúar er liðinn og samningstími gildandi skammtímasamninga rennur út. Katrín segir góðan tón hafa verið í þeim sem sitji við samningaborðið hingað til. „Og það var mjög góður fundurinn sem við áttum með fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar. Eins voru þetta góðir fundir sem við áttum með aðilum á opinbera markaðnum. Þannig að ég hef verið bjartsýn hingað til og vona svo sannarlega að þetta geti gengið vel,“ segir Katrín. Heldur þú að hægt sé að sameina væntingar hins opinbera markaðar og almenna markaðarins? Klippa: Úrlausnarefni að samræma væntingar á almenna og opinbera vinnumarkaði „Það er ákveðið úrlausnarefni bæði hvað varðar aðkomu stjórnvalda, að leggja fram aðgerðir sem þjóna öllum, á opinberum og almennum markaði, en síðan er auðvitað ljóst að við samningaborðið hafa væntingar verið ólíkar. Það hafa átt sér stað samtöl um þau málefni líka,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaraviðræður 2023-24 Efnahagsmál Verðlag Seðlabankinn Tengdar fréttir Gæti vantað „einhverjar vörur í hillur“ Haga vegna afstöðu gegn verðhækkunum Forstjóri Haga sagði að í verslunum samstæðunnar verði tekin afgerandi afstaða gegn verðhækkunum sem teljist umfram það sem innistæða væri fyrir eða ógni samningsmarkmiðum komandi kjarasamninga. „Það er mögulegt að það muni vanta einhverjar vörur í hillur sem fólk er vant að geta gengið að; það væri einfaldlega vegna þess að okkar mati hafa þær hækkað of mikið.“ 12. janúar 2024 13:53 Alvarlegar afleiðingar standi aðilar ekki við sitt Formaður VR segir að samningaviðræður breiðfylkingar ASÍ við SA á því stigi nú að farið sé að ræða einstök atriði. Hann segist hafa trú á viðræðunum þrátt fyrir fyrri reynslu, allir aðilar þurfi að standa við sitt. 10. janúar 2024 14:39 Pallborðið: Hvað felst í þjóðarsátt og fyrir hverja er hún? Kjaraviðræður, kjarasamningar og möguleg þjóðarsátt verða til umfjöllunar í Pallborðinu klukkan 13 í dag, sem sýnt verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. 10. janúar 2024 11:26 Breiðfylking að myndast til að ná niður vöxtum og verðbólgu Formaður VR er bjartsýnn á að breiðfylking stéttarfélaga nái að gera sögulega kjarasamninga í janúar sem stuðli að verðbólguhjöðnun og vaxtalækkunum. Það skipti meira máli en nokkrir þúsundkallar til eða frá í launahækkunum. 20. desember 2023 11:54 Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir stjórnvöld hafa verið að vinna úr þeim fundi sem þau áttu með fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar á almenna markaðnum. Hún hafi eftir það átt fund með forystufólki félaga á opinbera markaðnum. „Að sjálfsögðu hafa þau auðvitað sínar hugmyndir um aðkomu ríkisins. Þannig að við erum að vinna úr þessum tillögum öllum. Eigum von á því að funda á vettvangi ráðherra á komandi dögum,“ segir forsætisráðherra. Eftir það verði síðan fundað á ný með aðilum vinnumarkaðarins. Þær aðgerðir sem stéttarfélög á almenna markaðnum óska eftir að stjórnvöld grípi til hafa verið metnar á um 25 milljarða króna.Stöð 2/Einar Á almenna markaðnum hefur verið stefnt að því að ljúka kjarasamningum áður en janúar er liðinn og samningstími gildandi skammtímasamninga rennur út. Katrín segir góðan tón hafa verið í þeim sem sitji við samningaborðið hingað til. „Og það var mjög góður fundurinn sem við áttum með fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar. Eins voru þetta góðir fundir sem við áttum með aðilum á opinbera markaðnum. Þannig að ég hef verið bjartsýn hingað til og vona svo sannarlega að þetta geti gengið vel,“ segir Katrín. Heldur þú að hægt sé að sameina væntingar hins opinbera markaðar og almenna markaðarins? Klippa: Úrlausnarefni að samræma væntingar á almenna og opinbera vinnumarkaði „Það er ákveðið úrlausnarefni bæði hvað varðar aðkomu stjórnvalda, að leggja fram aðgerðir sem þjóna öllum, á opinberum og almennum markaði, en síðan er auðvitað ljóst að við samningaborðið hafa væntingar verið ólíkar. Það hafa átt sér stað samtöl um þau málefni líka,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaraviðræður 2023-24 Efnahagsmál Verðlag Seðlabankinn Tengdar fréttir Gæti vantað „einhverjar vörur í hillur“ Haga vegna afstöðu gegn verðhækkunum Forstjóri Haga sagði að í verslunum samstæðunnar verði tekin afgerandi afstaða gegn verðhækkunum sem teljist umfram það sem innistæða væri fyrir eða ógni samningsmarkmiðum komandi kjarasamninga. „Það er mögulegt að það muni vanta einhverjar vörur í hillur sem fólk er vant að geta gengið að; það væri einfaldlega vegna þess að okkar mati hafa þær hækkað of mikið.“ 12. janúar 2024 13:53 Alvarlegar afleiðingar standi aðilar ekki við sitt Formaður VR segir að samningaviðræður breiðfylkingar ASÍ við SA á því stigi nú að farið sé að ræða einstök atriði. Hann segist hafa trú á viðræðunum þrátt fyrir fyrri reynslu, allir aðilar þurfi að standa við sitt. 10. janúar 2024 14:39 Pallborðið: Hvað felst í þjóðarsátt og fyrir hverja er hún? Kjaraviðræður, kjarasamningar og möguleg þjóðarsátt verða til umfjöllunar í Pallborðinu klukkan 13 í dag, sem sýnt verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. 10. janúar 2024 11:26 Breiðfylking að myndast til að ná niður vöxtum og verðbólgu Formaður VR er bjartsýnn á að breiðfylking stéttarfélaga nái að gera sögulega kjarasamninga í janúar sem stuðli að verðbólguhjöðnun og vaxtalækkunum. Það skipti meira máli en nokkrir þúsundkallar til eða frá í launahækkunum. 20. desember 2023 11:54 Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira
Gæti vantað „einhverjar vörur í hillur“ Haga vegna afstöðu gegn verðhækkunum Forstjóri Haga sagði að í verslunum samstæðunnar verði tekin afgerandi afstaða gegn verðhækkunum sem teljist umfram það sem innistæða væri fyrir eða ógni samningsmarkmiðum komandi kjarasamninga. „Það er mögulegt að það muni vanta einhverjar vörur í hillur sem fólk er vant að geta gengið að; það væri einfaldlega vegna þess að okkar mati hafa þær hækkað of mikið.“ 12. janúar 2024 13:53
Alvarlegar afleiðingar standi aðilar ekki við sitt Formaður VR segir að samningaviðræður breiðfylkingar ASÍ við SA á því stigi nú að farið sé að ræða einstök atriði. Hann segist hafa trú á viðræðunum þrátt fyrir fyrri reynslu, allir aðilar þurfi að standa við sitt. 10. janúar 2024 14:39
Pallborðið: Hvað felst í þjóðarsátt og fyrir hverja er hún? Kjaraviðræður, kjarasamningar og möguleg þjóðarsátt verða til umfjöllunar í Pallborðinu klukkan 13 í dag, sem sýnt verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. 10. janúar 2024 11:26
Breiðfylking að myndast til að ná niður vöxtum og verðbólgu Formaður VR er bjartsýnn á að breiðfylking stéttarfélaga nái að gera sögulega kjarasamninga í janúar sem stuðli að verðbólguhjöðnun og vaxtalækkunum. Það skipti meira máli en nokkrir þúsundkallar til eða frá í launahækkunum. 20. desember 2023 11:54