Telur ríkið eiga að kaupa allt íbúðarhúsnæði í Grindavík Lovísa Arnardóttir skrifar 17. janúar 2024 09:03 Óli Björn segir það tryggja fjárhagslegt og andlegt sjálfstæði Grindvíkinga að ríkið kaupi þau út. Vísir/Vilhelm Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að ríkið eigi að kaupa Grindvíkinga út og tekur þannig undir hugmyndir Vilhjálms Árnasonar, þingmanns sama flokks og íbúa í Grindavík. Þetta segir Óli Björn í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Hann segir að það sé ljóst eftir atburði sunnudags, þegar eldgos hófst við bæinn, að við þurfum að aðlaga okkur að nýjum veruleika. Grindvíkingar séu líklega ekki á leið heim í bráð og það þurfi að taka á því. „Þetta er verkefni sem Íslendingar komast ekki undan og það verður ekki leyst nema í samvinnu íbúa, sveitarfélaga, ríkisins og vísindamanna. Og það mun taka mörg ár,“ segir Óli Björn í grein sinni. Andlega tjónið erfitt líka Hann segir það ljóst að eignatjónið sé verulegt, en það sé andlega tjónið líka. Það sé erfiðara að vinna á því. „Nagandi óvissa um framtíðina fer illa með okkur öll. Grindvíkingar vita ekkert hvað framtíðin ber í skauti sér – hvenær og hvort þeir geta snúið aftur til síns heima. Einhverjir hafa þegar tekið ákvörðun um koma ekki aftur til baka. Slíka ákvörðun ber að virða og allt barnafólk hefur á henni skilning,“ segir hann og að yfirvöldum beri skylda til þess að veita Grindvíkingum von og gefa þeim tækifæri til að ráða örlögum sínum. „Ríkið á að bjóðast til að kaupa allt íbúðarhúsnæði í Grindavík fyrir utan það sem Náttúruhamfaratrygging hefur dæmt ónýtt og mun því bæta,“ segir Óli Björn í grein sinni og að um leið eigi að tryggja eigendum forkaupsrétt að eignum sínum ef og þegar þessu óvissuástandi lýkur og þeir ákveði að snúa aftur til Grindavíkur. Þannig fái þau fjárhagslegt og andlegt svigrúm til að koma lífi sínu í fastari skorður. Greinina er hægt að lesa í Morgunblaðinu í dag. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Rekstur hins opinbera Húsnæðismál Tengdar fréttir Landris heldur áfram við Svartsengi Landris heldur áfram við Svartsengi og kvika safnast enn upp. Tæplega sextíu jarðskjálftar hafa mælst í kvikuganginum frá miðnætti. Staðan er þó meira og minna óbreytt. 17. janúar 2024 07:47 Svona var íbúafundur Grindvíkinga í kvöld Íbúafundur íbúa Grindavíkurbæjar í Laugardalshöll fór fram í dag. Margar spurningar brunnu á Grindvíkingum, og sneru margar að skorti á langtímaáætlunum þeim til stuðnings, nú þegar ljóst virðist orðið að hættan á eldsumbrotum inni í bænum er ekki á förum. 16. janúar 2024 20:39 Heitt vatn og rafmagn komið á í Grindavík að mestu Aðgerðir gengu vel í dag hjá HS Veitum í Grindavík og er nú komið heitt vatn og rafmagn á stóran hluta bæjarins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Veitum. 16. janúar 2024 19:42 Erfiðast að sjá eigið hús ekki brunnið Íbúi Grindavíkur segir að erfiðasti dagurinn frá því að bærinn var rýmdur þann 10. nóvember síðastliðinn hafa verið þegar hún vaknaði einn morguninn í vikunni og sá að húsið hennar var ekki brunnið. 16. janúar 2024 19:03 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Hann segir að það sé ljóst eftir atburði sunnudags, þegar eldgos hófst við bæinn, að við þurfum að aðlaga okkur að nýjum veruleika. Grindvíkingar séu líklega ekki á leið heim í bráð og það þurfi að taka á því. „Þetta er verkefni sem Íslendingar komast ekki undan og það verður ekki leyst nema í samvinnu íbúa, sveitarfélaga, ríkisins og vísindamanna. Og það mun taka mörg ár,“ segir Óli Björn í grein sinni. Andlega tjónið erfitt líka Hann segir það ljóst að eignatjónið sé verulegt, en það sé andlega tjónið líka. Það sé erfiðara að vinna á því. „Nagandi óvissa um framtíðina fer illa með okkur öll. Grindvíkingar vita ekkert hvað framtíðin ber í skauti sér – hvenær og hvort þeir geta snúið aftur til síns heima. Einhverjir hafa þegar tekið ákvörðun um koma ekki aftur til baka. Slíka ákvörðun ber að virða og allt barnafólk hefur á henni skilning,“ segir hann og að yfirvöldum beri skylda til þess að veita Grindvíkingum von og gefa þeim tækifæri til að ráða örlögum sínum. „Ríkið á að bjóðast til að kaupa allt íbúðarhúsnæði í Grindavík fyrir utan það sem Náttúruhamfaratrygging hefur dæmt ónýtt og mun því bæta,“ segir Óli Björn í grein sinni og að um leið eigi að tryggja eigendum forkaupsrétt að eignum sínum ef og þegar þessu óvissuástandi lýkur og þeir ákveði að snúa aftur til Grindavíkur. Þannig fái þau fjárhagslegt og andlegt svigrúm til að koma lífi sínu í fastari skorður. Greinina er hægt að lesa í Morgunblaðinu í dag.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Rekstur hins opinbera Húsnæðismál Tengdar fréttir Landris heldur áfram við Svartsengi Landris heldur áfram við Svartsengi og kvika safnast enn upp. Tæplega sextíu jarðskjálftar hafa mælst í kvikuganginum frá miðnætti. Staðan er þó meira og minna óbreytt. 17. janúar 2024 07:47 Svona var íbúafundur Grindvíkinga í kvöld Íbúafundur íbúa Grindavíkurbæjar í Laugardalshöll fór fram í dag. Margar spurningar brunnu á Grindvíkingum, og sneru margar að skorti á langtímaáætlunum þeim til stuðnings, nú þegar ljóst virðist orðið að hættan á eldsumbrotum inni í bænum er ekki á förum. 16. janúar 2024 20:39 Heitt vatn og rafmagn komið á í Grindavík að mestu Aðgerðir gengu vel í dag hjá HS Veitum í Grindavík og er nú komið heitt vatn og rafmagn á stóran hluta bæjarins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Veitum. 16. janúar 2024 19:42 Erfiðast að sjá eigið hús ekki brunnið Íbúi Grindavíkur segir að erfiðasti dagurinn frá því að bærinn var rýmdur þann 10. nóvember síðastliðinn hafa verið þegar hún vaknaði einn morguninn í vikunni og sá að húsið hennar var ekki brunnið. 16. janúar 2024 19:03 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Landris heldur áfram við Svartsengi Landris heldur áfram við Svartsengi og kvika safnast enn upp. Tæplega sextíu jarðskjálftar hafa mælst í kvikuganginum frá miðnætti. Staðan er þó meira og minna óbreytt. 17. janúar 2024 07:47
Svona var íbúafundur Grindvíkinga í kvöld Íbúafundur íbúa Grindavíkurbæjar í Laugardalshöll fór fram í dag. Margar spurningar brunnu á Grindvíkingum, og sneru margar að skorti á langtímaáætlunum þeim til stuðnings, nú þegar ljóst virðist orðið að hættan á eldsumbrotum inni í bænum er ekki á förum. 16. janúar 2024 20:39
Heitt vatn og rafmagn komið á í Grindavík að mestu Aðgerðir gengu vel í dag hjá HS Veitum í Grindavík og er nú komið heitt vatn og rafmagn á stóran hluta bæjarins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Veitum. 16. janúar 2024 19:42
Erfiðast að sjá eigið hús ekki brunnið Íbúi Grindavíkur segir að erfiðasti dagurinn frá því að bærinn var rýmdur þann 10. nóvember síðastliðinn hafa verið þegar hún vaknaði einn morguninn í vikunni og sá að húsið hennar var ekki brunnið. 16. janúar 2024 19:03