NTÍ geti ekki keypt upp eignir í Grindavík Oddur Ævar Gunnarsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 17. janúar 2024 18:13 Hulda Ragnheiður Árnadóttir, forstjóri NTÍ, ræddi núverandi lagaumhverfi vegna atburðanna í Grindavík. Vísir/Sigurjón Forstjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands (NTÍ) segir stofnunina ekki geta keypt upp eignir Grindvíkinga. Núverandi regluverk grípi einungis hluta Grindvíkinga vegna þess tjóns sem náttúruhamfarir á Reykjanesskaga hafa valdið. Hún treystir stjórnvöldum til að bæta regluverkið. „Stofnunin sem slík getur ekki keypt upp eignir sem ekki eru með beinu tjóni,“ segir Hulda Ragnheiður Árnadóttir, forstjóri NTÍ í samtali við fréttastofu. Hún segir brunabótamat forsenda vátryggingarfjárhæðar. Eins og fram hefur komið hafa íbúar kallað eftir því að stjórnvöld greiði þá út vegna þess tjóns sem orðið hefur í bænum eftir hamfarirnar þar. Bærinn sé óíbúðarhæfur. Stjórnvöld skoði regluverkið „Hinsvegar þurfum við að hafa í huga að þessi stofnun var sett á stofn í kjölfarið á Heimaeyjargosinu '73 og þá var forveri Náttúruhamfaratryggingar Íslands,, Viðlagatrygging, stofnuð og lagaumgjörðin hún tók sannarlega mið af því hvað hafði átt sér stað í Vestmannaeyjum.“ Þegar snjóflóð hafi orðið fyrir vestan hafi stjórnvöld sett á laggirnar Ofanflóðarstjóð. Þá hafi regluverkið miðast meira út frá því hvað þar hafi átt sér stað. „Mitt mat er það að nú séum við í þriðju tegundinni af mjög alvarlegum atburðum, þar sem ég treysti því, ég treysti stjórnvöldum mjög vel til þess að taka til skoðunar hvaða regluverk er hægt að setja sem grípur fólk í þeim aðstæðum sem þarna eru uppi.“ Þannig að regluverkið sem nú er í gildi, það á ekki við um atburðinn sem stendur nú yfir? „Vissulega hluta af honum. Það tjón sem sannarlega er beint tjón á svæðinu, það er eitthvað sem við grípum en ekki nándar nærri allt sem við myndum vilja geta gripið.“ Hafa metið tvöhundruð eignir Hvað eruð þið búin að meta margar eignir og hvað er mikið eftir? „Þetta eru ríflega tvöhundruð eignir sem er búið að meta og eitthvað vel á annað hundrað eignir sem eru ómetnar ennþá. En við eigum eftir að átta okkur á því hvaða breytingar hafa orðið á þeim eignum sem var búið að meta áður en þessi örlagaríki sunnudagur rann upp.“ Eru einhverjar upplýsingar komnar fram um kostnað? „Nei, ekki sem eru nægilega áreiðanlegar til að svara neitt um það. Það í rauninni skýrist ekki fyrr en það verður öruggt fyrir matsmenn að fara aftur þarna inn á svæðið.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Að leysa Grindvíkinga út „eins og eins árs hallarekstur“ ríkisins Fulltrúar allra stjórnarandstöðuflokkanna sem mættu í Pallborðið í dag eru sammála um að stjórnvöld eigi að leysa þá Grindvíkinga sem þess óska undan húseignum þeirra. Formaður Miðflokksins telur að stjórnvöld hefðu getað gert mikið betur við að lágmarka þá óvissu sem Grindvíkingar búa nú við. 17. janúar 2024 15:16 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Sjá meira
„Stofnunin sem slík getur ekki keypt upp eignir sem ekki eru með beinu tjóni,“ segir Hulda Ragnheiður Árnadóttir, forstjóri NTÍ í samtali við fréttastofu. Hún segir brunabótamat forsenda vátryggingarfjárhæðar. Eins og fram hefur komið hafa íbúar kallað eftir því að stjórnvöld greiði þá út vegna þess tjóns sem orðið hefur í bænum eftir hamfarirnar þar. Bærinn sé óíbúðarhæfur. Stjórnvöld skoði regluverkið „Hinsvegar þurfum við að hafa í huga að þessi stofnun var sett á stofn í kjölfarið á Heimaeyjargosinu '73 og þá var forveri Náttúruhamfaratryggingar Íslands,, Viðlagatrygging, stofnuð og lagaumgjörðin hún tók sannarlega mið af því hvað hafði átt sér stað í Vestmannaeyjum.“ Þegar snjóflóð hafi orðið fyrir vestan hafi stjórnvöld sett á laggirnar Ofanflóðarstjóð. Þá hafi regluverkið miðast meira út frá því hvað þar hafi átt sér stað. „Mitt mat er það að nú séum við í þriðju tegundinni af mjög alvarlegum atburðum, þar sem ég treysti því, ég treysti stjórnvöldum mjög vel til þess að taka til skoðunar hvaða regluverk er hægt að setja sem grípur fólk í þeim aðstæðum sem þarna eru uppi.“ Þannig að regluverkið sem nú er í gildi, það á ekki við um atburðinn sem stendur nú yfir? „Vissulega hluta af honum. Það tjón sem sannarlega er beint tjón á svæðinu, það er eitthvað sem við grípum en ekki nándar nærri allt sem við myndum vilja geta gripið.“ Hafa metið tvöhundruð eignir Hvað eruð þið búin að meta margar eignir og hvað er mikið eftir? „Þetta eru ríflega tvöhundruð eignir sem er búið að meta og eitthvað vel á annað hundrað eignir sem eru ómetnar ennþá. En við eigum eftir að átta okkur á því hvaða breytingar hafa orðið á þeim eignum sem var búið að meta áður en þessi örlagaríki sunnudagur rann upp.“ Eru einhverjar upplýsingar komnar fram um kostnað? „Nei, ekki sem eru nægilega áreiðanlegar til að svara neitt um það. Það í rauninni skýrist ekki fyrr en það verður öruggt fyrir matsmenn að fara aftur þarna inn á svæðið.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Að leysa Grindvíkinga út „eins og eins árs hallarekstur“ ríkisins Fulltrúar allra stjórnarandstöðuflokkanna sem mættu í Pallborðið í dag eru sammála um að stjórnvöld eigi að leysa þá Grindvíkinga sem þess óska undan húseignum þeirra. Formaður Miðflokksins telur að stjórnvöld hefðu getað gert mikið betur við að lágmarka þá óvissu sem Grindvíkingar búa nú við. 17. janúar 2024 15:16 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Sjá meira
Að leysa Grindvíkinga út „eins og eins árs hallarekstur“ ríkisins Fulltrúar allra stjórnarandstöðuflokkanna sem mættu í Pallborðið í dag eru sammála um að stjórnvöld eigi að leysa þá Grindvíkinga sem þess óska undan húseignum þeirra. Formaður Miðflokksins telur að stjórnvöld hefðu getað gert mikið betur við að lágmarka þá óvissu sem Grindvíkingar búa nú við. 17. janúar 2024 15:16