Mariona Caldentey braut ísinn strax á 12. mínútu. Salma Paralluelo skoraði svo annað markið skömmu síðar eftir góðan undirbúning Ona Batlle. Mariona Caldentey steig svo á vítapunktinn rétt áður en fyrri hálfleik lauk og skoraði þriðja mark Barcelona.
Snemma í seinni hálfleik skoraði Salma Paralluelo svo sitt annað mark og fjórða mark leiksins eftir góða fyrirgjöf frá Caroline Hansen.
El quart. #ElClassic pic.twitter.com/nllvd3TWZ9
— FC Barcelona Femení (@FCBfemeni) January 17, 2024
Eftir fjórða markið fóru Börsungar að hvíla lykilmenn og nýttu allar leyfilegar skiptingar. Miðjumaðurinn Patricia Guijarro setti boltann svo einu sinni enn í netið á lokamínútunum en markið var dæmt af.
Barcelona er því komið í úrslitaleik Ofurbikarsins næstkomandi sunnudag gegn Levante sem sló Atletico Madrid út í framlengdum leik í gær.