Falið að bæta verðlagseftirlit og stafræna þjónustu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. janúar 2024 10:01 Rakel Másdóttir kemur úr fimleikaumverfinu þar sem hún hefur verið í aðalhlutverki í starfi Gerplu í Kópavogi. Albert Þór Kristjánsson hefur tekið við stöðu forstöðumanns í upplýsingatækni og stafrænni þróun á fjármála- og rekstrarsviði og Rakel Másdóttir hefur tekið við stöðu verðstýringar- og verkefnastjóra á verslunar- og mannauðssviði hjá Samkaupum. Þau hafa bæði þegar hafið störf hjá fyrirtækinu. Rakel er með BA gráðu í lögfræði og viðbótardiplómur í opinberri stjórnsýslu og verkefnastjórnun. Áður hefur Rakel starfað sem deildarstjóri í Gerplu þar sem hún hélt utan um deild 600 iðkenda, 30 starfsmanna og þjónustaði um 1200 foreldra og sá meðal annars um markaðssetningu, samskipti og aðra verkefnastjórnun. Þá hefur hún sinnt störfum fyrir BTM lögmenn. Albert Þór Kristjánsson kemur til Samkaupa frá Advania þar sem hann starfaði síðast sem verkefnastjóri hjá Veflausnum og leiddi stór verkefni í vefþróun. Áður starfaði hann sem tækni- og þjónustustjóri hjá Rekstrarlausnum Advania og veitti þar ráðgjöf og leiddi framþróun í tækniumhverfi lykilviðskiptavina. Albert er með sveinspróf í prentun og hefur lokið diplómanámi í margmiðlunarhönnun og samskiptum (e. multimedia design and communications). Albert Þór kveður Advania og hefur þegar hafið störf hjá Samkaupum. „Við erum stöðugt að leita leiða til að bæta fyrirtækið og þá þjónustu sem við veitum. Það er því mikill fengur fyrir okkur að fá til öflugt fólk með fjölbreytta reynslu og menntun eins og Rakel og Albert Þór búa yfir. Meginverkefni Rakelar verður að taka við verðlagseftirliti og fylgja eftir verðstefnu fyrirtækisins, sem er bæði mikilvægt og krefjandi verkefni, ekki síst á verðbólgutímum. Albert mun vinna að því að bæta stafræna þjónustu fyrir viðskiptavini okkar, en stafræn þróun og aukin sjálfvirknivæðing skiptir sífellt meira máli í verslanarekstri á Íslandi. Við erum mjög stolt af starfsfólkinu okkar og erum himinlifandi að fá þau í teymið okkar, “ segir Heiður Björk Friðbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs Samkaupa. Samkaup reka 60 verslanir víðsvegar um landið undir merkjum Nettó, Krambúðarinnar, Kjörbúðarinnar og Iceland. Hjá félaginu starfa um 1250 starfsmenn í rúmlega 660 stöðugildum. Vistaskipti Verslun Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Rakel er með BA gráðu í lögfræði og viðbótardiplómur í opinberri stjórnsýslu og verkefnastjórnun. Áður hefur Rakel starfað sem deildarstjóri í Gerplu þar sem hún hélt utan um deild 600 iðkenda, 30 starfsmanna og þjónustaði um 1200 foreldra og sá meðal annars um markaðssetningu, samskipti og aðra verkefnastjórnun. Þá hefur hún sinnt störfum fyrir BTM lögmenn. Albert Þór Kristjánsson kemur til Samkaupa frá Advania þar sem hann starfaði síðast sem verkefnastjóri hjá Veflausnum og leiddi stór verkefni í vefþróun. Áður starfaði hann sem tækni- og þjónustustjóri hjá Rekstrarlausnum Advania og veitti þar ráðgjöf og leiddi framþróun í tækniumhverfi lykilviðskiptavina. Albert er með sveinspróf í prentun og hefur lokið diplómanámi í margmiðlunarhönnun og samskiptum (e. multimedia design and communications). Albert Þór kveður Advania og hefur þegar hafið störf hjá Samkaupum. „Við erum stöðugt að leita leiða til að bæta fyrirtækið og þá þjónustu sem við veitum. Það er því mikill fengur fyrir okkur að fá til öflugt fólk með fjölbreytta reynslu og menntun eins og Rakel og Albert Þór búa yfir. Meginverkefni Rakelar verður að taka við verðlagseftirliti og fylgja eftir verðstefnu fyrirtækisins, sem er bæði mikilvægt og krefjandi verkefni, ekki síst á verðbólgutímum. Albert mun vinna að því að bæta stafræna þjónustu fyrir viðskiptavini okkar, en stafræn þróun og aukin sjálfvirknivæðing skiptir sífellt meira máli í verslanarekstri á Íslandi. Við erum mjög stolt af starfsfólkinu okkar og erum himinlifandi að fá þau í teymið okkar, “ segir Heiður Björk Friðbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs Samkaupa. Samkaup reka 60 verslanir víðsvegar um landið undir merkjum Nettó, Krambúðarinnar, Kjörbúðarinnar og Iceland. Hjá félaginu starfa um 1250 starfsmenn í rúmlega 660 stöðugildum.
Vistaskipti Verslun Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira