„Þær hafa verið fyrst og fremst ógeðslega heppnar og ég held að þær viti það“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 20. janúar 2024 15:50 Sólveig Lára á hliðarlínunni. vísir/Hulda Margrét ÍR tapaði í dag naumlega gegn Haukum í leik sem réðist á lokamínútu leiksins. Lokatölur 27-28 í æsispennandi leik í Skógarselinu. Sólveig Lára Kjærnested, þjálfari ÍR, var gífurlega svekkt eftir leik. Þegar hún var beðin um fyrstu viðbrögð eftir leik sagði hún þetta. „Bara algjör stuldur, bara hreinn og klár stuldur. Við áttum svo tvö stig skilið úr þessum leik, það eru bara fyrstu viðbrögð,“ sagði Sólveig Lára. Aðspurð hvað hún ætti við um stuld hafði hún þetta að segja. „Maður á ekki að tjá sig um dómgæsluna en mér finnst ansi margt mjög skrítið þegar þær [Haukar] eru að komast aftur inn í leikinn og vafaatriði og ekki vafaatriði sem mér finnst bara falla með þeim. Það er ömurlegt að standa hérna og tala um dómgæslu eftir svona leik en hún hefur oft verið slök í vetur en þetta er bara svo dýrt að þetta svíður.“ Sólveig Láru fannst sitt lið spila frábærlega í dag á báðum endum vallarins. „Mér fannst þetta frábær leikur, ég er bara ógeðslega stolt af þeim, mér fannst þær gjörsamlega frábærar. Varnarleikurinn fannst mér vera frábær í 60 mínútur. Við vorum óheppnar með nokkur fráköst og lítil atriði, vorum kannski að klikka eftir að vera búnar að standa lengi. Mér fannst sóknarleikurinn líka mjög góður og fullt af stelpum að standa sig gríðarlega vel.“ Sólveig Lára var ekki alveg klár á því hvað í spilamennsku síns liðs á lokakafla leiksins olli því að liðið tapaði leiknum. Telur hún helst heppnina hafa verið í liði Hauka undir lokin. „Ég veit það ekki, kannski eitthvað reynsluleysi. Matthildur óheppin, dettur og kastar boltanum út af og einhver svona lítil atriði en mér finnst þær hafa verið fyrst og fremst ógeðslega heppnar og ég held að þær viti það.“ Sólveig Lára ætlar klárlega að byggja ofan á frammistöðu síns liðs í dag upp á framhaldið að gera en liðið gæti hæglega náð sæti í úrslitakeppninni í vor. „Við erum búnar að vaxa hægt og rólega og ég held að þetta hafi verið einn af okkar bestu leikjum í vetur og með svona frammistöðu eigum við bara séns í nánast alla,“ sagði Sólveig Lára að lokum. Olís-deild kvenna ÍR Haukar Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtal: ÍR - Haukar 27-28 | Gestirnir stálu sigrinum af nýliðunum Í dag hófst 14. umferð Olís-deildarinnar. ÍR og Haukar áttust við í Skógarselinu og lauk leiknum með eins marks sigri Hauka í spennandi leik sem réðst á lokasekúndum leiksins. Lokatölur 27-28. 20. janúar 2024 15:28 Mest lesið „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti Aston Villa - Arsenal | Tvö eldheit lið á Villa Park Enski boltinn Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Fleiri fréttir Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Sjá meira
Sólveig Lára Kjærnested, þjálfari ÍR, var gífurlega svekkt eftir leik. Þegar hún var beðin um fyrstu viðbrögð eftir leik sagði hún þetta. „Bara algjör stuldur, bara hreinn og klár stuldur. Við áttum svo tvö stig skilið úr þessum leik, það eru bara fyrstu viðbrögð,“ sagði Sólveig Lára. Aðspurð hvað hún ætti við um stuld hafði hún þetta að segja. „Maður á ekki að tjá sig um dómgæsluna en mér finnst ansi margt mjög skrítið þegar þær [Haukar] eru að komast aftur inn í leikinn og vafaatriði og ekki vafaatriði sem mér finnst bara falla með þeim. Það er ömurlegt að standa hérna og tala um dómgæslu eftir svona leik en hún hefur oft verið slök í vetur en þetta er bara svo dýrt að þetta svíður.“ Sólveig Láru fannst sitt lið spila frábærlega í dag á báðum endum vallarins. „Mér fannst þetta frábær leikur, ég er bara ógeðslega stolt af þeim, mér fannst þær gjörsamlega frábærar. Varnarleikurinn fannst mér vera frábær í 60 mínútur. Við vorum óheppnar með nokkur fráköst og lítil atriði, vorum kannski að klikka eftir að vera búnar að standa lengi. Mér fannst sóknarleikurinn líka mjög góður og fullt af stelpum að standa sig gríðarlega vel.“ Sólveig Lára var ekki alveg klár á því hvað í spilamennsku síns liðs á lokakafla leiksins olli því að liðið tapaði leiknum. Telur hún helst heppnina hafa verið í liði Hauka undir lokin. „Ég veit það ekki, kannski eitthvað reynsluleysi. Matthildur óheppin, dettur og kastar boltanum út af og einhver svona lítil atriði en mér finnst þær hafa verið fyrst og fremst ógeðslega heppnar og ég held að þær viti það.“ Sólveig Lára ætlar klárlega að byggja ofan á frammistöðu síns liðs í dag upp á framhaldið að gera en liðið gæti hæglega náð sæti í úrslitakeppninni í vor. „Við erum búnar að vaxa hægt og rólega og ég held að þetta hafi verið einn af okkar bestu leikjum í vetur og með svona frammistöðu eigum við bara séns í nánast alla,“ sagði Sólveig Lára að lokum.
Olís-deild kvenna ÍR Haukar Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtal: ÍR - Haukar 27-28 | Gestirnir stálu sigrinum af nýliðunum Í dag hófst 14. umferð Olís-deildarinnar. ÍR og Haukar áttust við í Skógarselinu og lauk leiknum með eins marks sigri Hauka í spennandi leik sem réðst á lokasekúndum leiksins. Lokatölur 27-28. 20. janúar 2024 15:28 Mest lesið „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti Aston Villa - Arsenal | Tvö eldheit lið á Villa Park Enski boltinn Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Fleiri fréttir Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtal: ÍR - Haukar 27-28 | Gestirnir stálu sigrinum af nýliðunum Í dag hófst 14. umferð Olís-deildarinnar. ÍR og Haukar áttust við í Skógarselinu og lauk leiknum með eins marks sigri Hauka í spennandi leik sem réðst á lokasekúndum leiksins. Lokatölur 27-28. 20. janúar 2024 15:28