„Tökum ekki að okkur að semja um launaskrið hærri launaðra hópa“ Magnús Jochum Pálsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 22. janúar 2024 20:27 Sólveig Anna segir kjaraviðræður breiðfylkingar stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði og Samtaka Atvinnulífsins í viðkvæmri stöðu. Hún segir kröfu breiðfylkingarinnar skýra. Vísir/Arnar Breiðfylking stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði og Samtök atvinnulífsins funduðu í Karphúsinu í dag vegna kjaraviðræðna. Formaður Eflingar segir breiðfylkinguna vilja semja um flata krónutöluhækkun og hún taki ekki að sér að semja um launaskrið hærri launaðra hópa. Fundurinn stóð í rúma þrjá tíma en báðir aðilar hafa sagt tilganginn að ná sátt um langtímakjarasamninga sem myndu auka fyrirsjáanleika og stöðugleika í atvinnulífinu. Lillý Valgerður ræddi við Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar, um fundinn og stöðu viðræðnanna. Geturðu sagt okkur eitthvað hvað kom fram á þessum fundi? „Ég get reyndar ekki sagt mikið en þetta var langur fundur. Samtök Atvinnulífsins komu með viss viðbrögð við okkar tilboði. Við munum funda aftur á morgun, hefjum fund fyrir hádegi. Við skulum sjá hvað gerist á morgun. Hvort okkur tekst að mjaka þessu eitthvað áfram,“ sagði Sólveig Anna. Þið eruð að tala saman og lengur en þið hafið gert undanfarið þannig ykkur hefur eitthvað litist á þetta? „Eins og ég segi, við skulum sjá hvort okkur tekst að mjaka þessu eitthvað áfram. Það er asnalegt að vera hér í viðtali og geta lítið sagt en staðan er viðkvæm akkúrat núna þannig því miður get ég ekki upplýst um neitt meira,“ sagði hún. Þú mátt í raun og veru ekkert greina frá því sem var lagt fram? „Nei, ég er auðvitað bara hér með mitt fólk í húsi og fer yfir þetta með þeim en læt það duga að sinni,“ sagði Sólveig. Afstaða breiðfylkingarinnar skýr Samtök Atvinnulífsins óttuðust eitthvað launaskrið. Er þetta eitthvað sem gæti hentað öllum betur, það sem var rætt í dag? „Við erum ennþá föst í því að ræða flókin úrlausnaratriði. Okkar afstaða í breiðfylkingunni er auðvitað alveg skýr, við viljum semja um flata krónutöluhækkun. Við tökum ekki að okkur að semja um launaksrið hærri launaðra hópa og ég vona að þau skilaboð séu orðin nokkuð skýr yfir borðið til samtakanna,“ Þú ert hérna í húsi með þína samninganefnd. Hvernig er hljóðið í þínu fólki sem þú ert að ræða við um þessi mál og það sem var á fundinum í dag? „Fólk er auðvitað mjög forvitið að fá að vita hvernig fram vindur og við í samninganefnd Eflingar og í félaginu erum auðvitað í mikilli ábyrgðarstöðu. Við erum að gera kjarasamninga fyrir risastóran hóp af verka- og láglaunafólki. Þannig það skiptir mjög miklu máli fyrir okkur öll sem hér erum saman komin að það takist vel til og við vonum að svo fari að lokum,“ sagði hún að lokum. Stéttarfélög Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Fundurinn stóð í rúma þrjá tíma en báðir aðilar hafa sagt tilganginn að ná sátt um langtímakjarasamninga sem myndu auka fyrirsjáanleika og stöðugleika í atvinnulífinu. Lillý Valgerður ræddi við Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar, um fundinn og stöðu viðræðnanna. Geturðu sagt okkur eitthvað hvað kom fram á þessum fundi? „Ég get reyndar ekki sagt mikið en þetta var langur fundur. Samtök Atvinnulífsins komu með viss viðbrögð við okkar tilboði. Við munum funda aftur á morgun, hefjum fund fyrir hádegi. Við skulum sjá hvað gerist á morgun. Hvort okkur tekst að mjaka þessu eitthvað áfram,“ sagði Sólveig Anna. Þið eruð að tala saman og lengur en þið hafið gert undanfarið þannig ykkur hefur eitthvað litist á þetta? „Eins og ég segi, við skulum sjá hvort okkur tekst að mjaka þessu eitthvað áfram. Það er asnalegt að vera hér í viðtali og geta lítið sagt en staðan er viðkvæm akkúrat núna þannig því miður get ég ekki upplýst um neitt meira,“ sagði hún. Þú mátt í raun og veru ekkert greina frá því sem var lagt fram? „Nei, ég er auðvitað bara hér með mitt fólk í húsi og fer yfir þetta með þeim en læt það duga að sinni,“ sagði Sólveig. Afstaða breiðfylkingarinnar skýr Samtök Atvinnulífsins óttuðust eitthvað launaskrið. Er þetta eitthvað sem gæti hentað öllum betur, það sem var rætt í dag? „Við erum ennþá föst í því að ræða flókin úrlausnaratriði. Okkar afstaða í breiðfylkingunni er auðvitað alveg skýr, við viljum semja um flata krónutöluhækkun. Við tökum ekki að okkur að semja um launaksrið hærri launaðra hópa og ég vona að þau skilaboð séu orðin nokkuð skýr yfir borðið til samtakanna,“ Þú ert hérna í húsi með þína samninganefnd. Hvernig er hljóðið í þínu fólki sem þú ert að ræða við um þessi mál og það sem var á fundinum í dag? „Fólk er auðvitað mjög forvitið að fá að vita hvernig fram vindur og við í samninganefnd Eflingar og í félaginu erum auðvitað í mikilli ábyrgðarstöðu. Við erum að gera kjarasamninga fyrir risastóran hóp af verka- og láglaunafólki. Þannig það skiptir mjög miklu máli fyrir okkur öll sem hér erum saman komin að það takist vel til og við vonum að svo fari að lokum,“ sagði hún að lokum.
Stéttarfélög Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent