Morðin á Rósu Luxemburg og Karli Liebknecht 1919 Erlingur Hansson skrifar 24. janúar 2024 14:30 15. janúar 2024 eru 105 ár liðin frá því Rósa Luxemburg og Karl Liebknecht voru myrt án dóms og laga í Berlín. Heimsstyrjöldin sem hófst fyrir 110 árum átti sér aðdraganda. Á áratugunum fyrir 1914 höfðu starfað víða í Evrópu og öðrum heimsálfum jafnaðarmannaflokkar. Þeir byggðu fylgi sinn á sífellt vaxandi verkamannastétt. Í öllum styrjöldum fyrir 1914 höfðu stjórnvöld sótt mannafla í hernaði með því að kveða unga karla í herinn. Þeir voru notaðir á 19. og á 20. öld sem fallbyssufóður og att út á vígvöllinn. Stefna allra sósíaldemókrata frá stofnun 2. alþjóðasambandsins árið 1889 var að beita sér gegn hernaðarhyggju stjórnvalda og beita sér gegn þeirri stefnu valdhafa að senda unga karla sem fótgönguliða í stríð en allir vissu að án óbreyttra hermanna virkaði ekki stríðsvél valdhafanna í Berlín, París, Pétursborg, Vín eða í London. Jafnaðarmannaflokkar höfðu hvergi náð völdum en margítrekuð stefna þeirra var að þeir ætluðu ekki að samþykkja að verkafólk ætti að taka þátt í stríðsbrölti valdhafa í hverju landi fyrir sig. Langöflugasti flokkur jafnaðarmanna var í Þýskalandi í byrjun 20. aldar. Sá flokkur var langstærstur þeirra flokka sem áttu sæti í þýska löggjafarsamkundunni. Þessi flokkur gaf út tugi dagblaða og naut stuðnings launafólks víða í Þýskalandi. Aðrir sósíaldemókratar víðs vegar í veröldinni litu til þýska flokksins sem var þeirra fyrirmynd. Í kosningum árið 1912 fékk þýski jafnaðarmannaflokkurinn 35% atkvæða. Þingið í Berlín var hins vegar valdalítið. Keisarinn og ráðgjafar hans hundsuðu flokkinn en fóru sínu fram Keisarinn valdi sér ríkisstjórn en þurfti ekki að taka við fyrirmælum frá löggjafarþinginu. Þingræði var ekki í Þýskalandi árið 1914. En þingið hafði fjárveitingavald. 4. ágúst 1914 var fjárveiting til stríðsrekstursins samþykkt í þýska þinginu. Allir þingmenn jafnaðarmanna samþykktu fjárveitinguna. Þessi nýja stefna jafnaðarmanna í ágúst 1914 kom ýmsum á óvart. Hún braut algerlega gegn margítrekuðum samþykktum jafnaðarmanna á ýmsum flokksþingum og á þingum Annars alþjóðsambandsins. Keisarinn og áhangendur hans lofuðu sumarið 1914 þýsku þjóðinni skjótum sigri en svo fór ekki. Sósíaldemókrataflokkurinn klofnaði. Í desember 1914 var enn á ný borin undir þýska þingið beiðni um fjárveitingu til stríðsrekstarins. Þá greiddi Karl Liebknecht atkvæði gegn tillögunni. Rósa Luxemburg hafði verið dæmd sek fyrir að halda ræðu á opinberum vettvangi gegn stríðsundirbúningi valdstjórnarinnar. Í febrúar 1915 var hún fangelsuð. Hún sat eftir það mestöll stríðsárin í fangelsi. Karl Liebknecht losnaði úr fangelsi 23. október 1918 en Rósa Luxemburg 9. nóvember 1918. Þau höfðu bæði verið virkir félagar í jafnaðarmannaflokknum árum saman fyrir árið 1914. Stríðinu lauk 11. nóvember 1918 þegar ritað undir vopnahléssamninga. Keisarinn flúði land en Þýskalandi var eftir það stjórnað af sósíaldemókrataforingjunum Noske, Scheidemann og Ebert. Gustav Noske fór með stjórn hersins. Hann skipaði Waldimar Pabst að fara með herdeild sína til Berlínar. Sú herdeild bældi niður uppreisn byltingarmanna í Berlín árslok 1918. Noske og Pabst töluðu saman í síma og voru allar aðgerðir herdeildarinnar framkvæmdar í samráði við Noske. Karl Liebknecht og Rósa Luxemburg voru tekin af lífi án dóms og laga þann 15. janúar 1919 að boði Noske með fullu samþykki hinna krataforingjanna. Þröstur Ólafsson gaf út bók á liðnu ári sem hann nefnir Horfinn heimur-minningaglefsur. Á blaðsíðu 31 í þeirri bók lýsir hann því ófriðarástandi sem upp kom eftir að þýska stórveldið tapaði styrjöldinni í árslok 1918. Hann segir:“Ófriðarseggir óðu uppi og götuvígi voru reist um alla borg.“ Hann velur þó helsta ófriðarseggjum álfunnar ekki þetta orð. Fyrri heimsstyrjöldin var mannskæður ófriður. Þeir valdamenn sem hófu þann ófrið árið 1914 eru réttnefndir ófriðarseggir. Ber þá fyrst og fremst að nefna þrjá keisara sem hófu ófrið sumarið 1914 en þeir stjórnuðu í Pétursborg, Vínarborg og Berlín. Þröstur velur þeim virðulegri heiti en í umfjöllun sinni segir hann alþýðu manna sem gerði uppreisn í árslok 1918 ófriðarseggi. Það lýsir afstöðu Þrastar til þessa fólks. Keisarar sem árið 1914 hófu styrjöld sem kostaði að lokum milljónir mannslífa voru þeir sem rétt væri að nefna ófriðarseggi. Sjóliðar, verkafólk og öll alþýða í Þýskalandi sem blekkt var af stjórnvöldum sumarið 1914 til að styðja stríðsrekstur keisarans var í réttmætri uppreisn gegn kúgurum sínum í árslok 1918 og í ársbyrjun 1919. Þetta fólk var alls ekki ófriðarseggir. Pabst sem stjórnaði herdeild þeirri er myrti Luxemburg og Liebknecht slapp vel frá þessum tímum. Hann lifði fram til ársins 1970. Hann starfaði sem herforingi alla stjórnartíð Hitlers. Hann var auðugur vopnasali er hann lést árið 1970. Ebert, Scheidemann og Noske höfðu setið lengi í forystu þingflokks þýskra jafnaðarmanna. Þeir og flokkbræður þeirra báru pólitíska ábyrgð á morðunum á Rósu Luxemburg og Karli Liebknecht þó Pabst og undirmenn hans hafi séð um illvirkin. Höfundur er áhugamaður um sögu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fyrri heimsstyrjöldin Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
15. janúar 2024 eru 105 ár liðin frá því Rósa Luxemburg og Karl Liebknecht voru myrt án dóms og laga í Berlín. Heimsstyrjöldin sem hófst fyrir 110 árum átti sér aðdraganda. Á áratugunum fyrir 1914 höfðu starfað víða í Evrópu og öðrum heimsálfum jafnaðarmannaflokkar. Þeir byggðu fylgi sinn á sífellt vaxandi verkamannastétt. Í öllum styrjöldum fyrir 1914 höfðu stjórnvöld sótt mannafla í hernaði með því að kveða unga karla í herinn. Þeir voru notaðir á 19. og á 20. öld sem fallbyssufóður og att út á vígvöllinn. Stefna allra sósíaldemókrata frá stofnun 2. alþjóðasambandsins árið 1889 var að beita sér gegn hernaðarhyggju stjórnvalda og beita sér gegn þeirri stefnu valdhafa að senda unga karla sem fótgönguliða í stríð en allir vissu að án óbreyttra hermanna virkaði ekki stríðsvél valdhafanna í Berlín, París, Pétursborg, Vín eða í London. Jafnaðarmannaflokkar höfðu hvergi náð völdum en margítrekuð stefna þeirra var að þeir ætluðu ekki að samþykkja að verkafólk ætti að taka þátt í stríðsbrölti valdhafa í hverju landi fyrir sig. Langöflugasti flokkur jafnaðarmanna var í Þýskalandi í byrjun 20. aldar. Sá flokkur var langstærstur þeirra flokka sem áttu sæti í þýska löggjafarsamkundunni. Þessi flokkur gaf út tugi dagblaða og naut stuðnings launafólks víða í Þýskalandi. Aðrir sósíaldemókratar víðs vegar í veröldinni litu til þýska flokksins sem var þeirra fyrirmynd. Í kosningum árið 1912 fékk þýski jafnaðarmannaflokkurinn 35% atkvæða. Þingið í Berlín var hins vegar valdalítið. Keisarinn og ráðgjafar hans hundsuðu flokkinn en fóru sínu fram Keisarinn valdi sér ríkisstjórn en þurfti ekki að taka við fyrirmælum frá löggjafarþinginu. Þingræði var ekki í Þýskalandi árið 1914. En þingið hafði fjárveitingavald. 4. ágúst 1914 var fjárveiting til stríðsrekstursins samþykkt í þýska þinginu. Allir þingmenn jafnaðarmanna samþykktu fjárveitinguna. Þessi nýja stefna jafnaðarmanna í ágúst 1914 kom ýmsum á óvart. Hún braut algerlega gegn margítrekuðum samþykktum jafnaðarmanna á ýmsum flokksþingum og á þingum Annars alþjóðsambandsins. Keisarinn og áhangendur hans lofuðu sumarið 1914 þýsku þjóðinni skjótum sigri en svo fór ekki. Sósíaldemókrataflokkurinn klofnaði. Í desember 1914 var enn á ný borin undir þýska þingið beiðni um fjárveitingu til stríðsrekstarins. Þá greiddi Karl Liebknecht atkvæði gegn tillögunni. Rósa Luxemburg hafði verið dæmd sek fyrir að halda ræðu á opinberum vettvangi gegn stríðsundirbúningi valdstjórnarinnar. Í febrúar 1915 var hún fangelsuð. Hún sat eftir það mestöll stríðsárin í fangelsi. Karl Liebknecht losnaði úr fangelsi 23. október 1918 en Rósa Luxemburg 9. nóvember 1918. Þau höfðu bæði verið virkir félagar í jafnaðarmannaflokknum árum saman fyrir árið 1914. Stríðinu lauk 11. nóvember 1918 þegar ritað undir vopnahléssamninga. Keisarinn flúði land en Þýskalandi var eftir það stjórnað af sósíaldemókrataforingjunum Noske, Scheidemann og Ebert. Gustav Noske fór með stjórn hersins. Hann skipaði Waldimar Pabst að fara með herdeild sína til Berlínar. Sú herdeild bældi niður uppreisn byltingarmanna í Berlín árslok 1918. Noske og Pabst töluðu saman í síma og voru allar aðgerðir herdeildarinnar framkvæmdar í samráði við Noske. Karl Liebknecht og Rósa Luxemburg voru tekin af lífi án dóms og laga þann 15. janúar 1919 að boði Noske með fullu samþykki hinna krataforingjanna. Þröstur Ólafsson gaf út bók á liðnu ári sem hann nefnir Horfinn heimur-minningaglefsur. Á blaðsíðu 31 í þeirri bók lýsir hann því ófriðarástandi sem upp kom eftir að þýska stórveldið tapaði styrjöldinni í árslok 1918. Hann segir:“Ófriðarseggir óðu uppi og götuvígi voru reist um alla borg.“ Hann velur þó helsta ófriðarseggjum álfunnar ekki þetta orð. Fyrri heimsstyrjöldin var mannskæður ófriður. Þeir valdamenn sem hófu þann ófrið árið 1914 eru réttnefndir ófriðarseggir. Ber þá fyrst og fremst að nefna þrjá keisara sem hófu ófrið sumarið 1914 en þeir stjórnuðu í Pétursborg, Vínarborg og Berlín. Þröstur velur þeim virðulegri heiti en í umfjöllun sinni segir hann alþýðu manna sem gerði uppreisn í árslok 1918 ófriðarseggi. Það lýsir afstöðu Þrastar til þessa fólks. Keisarar sem árið 1914 hófu styrjöld sem kostaði að lokum milljónir mannslífa voru þeir sem rétt væri að nefna ófriðarseggi. Sjóliðar, verkafólk og öll alþýða í Þýskalandi sem blekkt var af stjórnvöldum sumarið 1914 til að styðja stríðsrekstur keisarans var í réttmætri uppreisn gegn kúgurum sínum í árslok 1918 og í ársbyrjun 1919. Þetta fólk var alls ekki ófriðarseggir. Pabst sem stjórnaði herdeild þeirri er myrti Luxemburg og Liebknecht slapp vel frá þessum tímum. Hann lifði fram til ársins 1970. Hann starfaði sem herforingi alla stjórnartíð Hitlers. Hann var auðugur vopnasali er hann lést árið 1970. Ebert, Scheidemann og Noske höfðu setið lengi í forystu þingflokks þýskra jafnaðarmanna. Þeir og flokkbræður þeirra báru pólitíska ábyrgð á morðunum á Rósu Luxemburg og Karli Liebknecht þó Pabst og undirmenn hans hafi séð um illvirkin. Höfundur er áhugamaður um sögu.
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun