Síbrotapar dældi ítrekað á bílinn án þess að borga Árni Sæberg skrifar 29. janúar 2024 15:27 Parið stal meðal annars eldsneyti af Olís á Selfossi. Já.is Karlmaður og kona, sem eiga bæði langan sakaferil að baki, hafa verið dæmd til skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að rækta kannabisplöntur og fjölda þjófnaða. Þau lögðu það í vana sinn að dæla eldsneyti á bíl og aka á brott án þess að greiða fyrir. Í dómi Héraðsdóms Suðurlands segir að karlinn og konan hafi bæði verið ákærð fyrir að hafa í maí árið 2022 sameiginlega haft í vörslum sínum í íbúðarhúsi 23 kannabisplöntur í ræktun, sem voru á milli fjögurra og 123 sentímtra á hæð og vógu samtals 2.184 grömm og 62,51 grömm af kannabislaufum, sem lögregla fann við leit umrætt sinn og fyrir að hafa um nokkurt skeið fram til þess dags sameiginlega ræktað þar framangreindar kannabisplöntur. Konan stórtækari í eldsneytisþjófnaði Þá segir að konan hafi verið ákærð fyrir þjófnaði með því að hafa í samtals átján skipti, á eldsneytisstöðvum Olís á Selfossi, í Reykjavík og í Garðabæ, stolið eldsneyti samtals að andvirði 174 þúsund krónur, með því að dæla eldsneyti á bifreið og aka á brott án þess að greiða fyrir eldsneytið. Karlmaðurinn hafi verið ákærður fyrir sams konar brot, eða fyrir að hafa í tvö skipti leikið sama leik og konan og þannig stolið eldsneyti fyrir tuttugu þúsund krónur. Loks var konan ákærð fyrir að hafa ekið án ökuréttinda í fjögur skipti. Hegningarauki fyrir bæði Í dóminum segir að parið hafi ekki mætt við þingfestingu málsins og því hafi málið verið dómtekið eins og það hefði verið sannað, í samræmi við lög um meðferð sakamála. Þá segir að samkvæmt framlögðu sakarvottorði hafi konan átta sinnum hlotið refsidóm, þar af fimm sinnum vegna þjófnaðar. Nýjasti dómurinn sé frá árinu 2022, þegar hún var dæmd í fimm mánaða fangelsi. Hún hafi framið þau brot sem hún sætti ákæru fyrir nú fyrir uppkvaðningu þess dóms og því verði henni gerður hegningarauki. Karlmaðurinn eigi samkvæmt sakarvottorði enn lengri brotaferil að baki. Hann hafi frá árinu 1990 hlotið 24 refsidóma, nú síðast í janúar í fyrra, þegar hann hlaut eins árs dóm. Því yrði honum einnig dæmdur hegningarauki. Með vísan til sakarferils fólksins var ekki talið unnt að skilorðsbinda refsingu þess, sem var hæfilega ákveðin sextíu daga fangelsi. Olís klúðraði bótakröfunni Auk kröfu ákæruvaldsins um refsingu parsins gerði Olís ehf. einkaréttarkröfu á hendur þeim til heimtu skaðabóta. Olís krafðist annars vegar skaðabóta upp á 48 þúsund krónur frá konunni og 146 þúsund krónur frá parinu óskipt. Dóminum segir að í gögnum málsins hafi sömu kröfur verið að finna og öryggisstjóri Olís hafi ritað undir þær, fyrir hönd félagsins. Hvorki yrði séð af gögnum málsins að öryggisstjórinn sé fyrirsvarsmaður félagsins í skilningi laga um meðferð einkamála, né að hann hafi réttindi til málflutnings fyrir dómi. Því væri það mat dómsins að öryggisstjórann hafi skort hæfi til að setja fram kröfu í málinu og því bæri að vísa einkaréttarkröfunum frá dómi. Bensín og olía Árborg Reykjavík Garðabær Dómsmál Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Suðurlands segir að karlinn og konan hafi bæði verið ákærð fyrir að hafa í maí árið 2022 sameiginlega haft í vörslum sínum í íbúðarhúsi 23 kannabisplöntur í ræktun, sem voru á milli fjögurra og 123 sentímtra á hæð og vógu samtals 2.184 grömm og 62,51 grömm af kannabislaufum, sem lögregla fann við leit umrætt sinn og fyrir að hafa um nokkurt skeið fram til þess dags sameiginlega ræktað þar framangreindar kannabisplöntur. Konan stórtækari í eldsneytisþjófnaði Þá segir að konan hafi verið ákærð fyrir þjófnaði með því að hafa í samtals átján skipti, á eldsneytisstöðvum Olís á Selfossi, í Reykjavík og í Garðabæ, stolið eldsneyti samtals að andvirði 174 þúsund krónur, með því að dæla eldsneyti á bifreið og aka á brott án þess að greiða fyrir eldsneytið. Karlmaðurinn hafi verið ákærður fyrir sams konar brot, eða fyrir að hafa í tvö skipti leikið sama leik og konan og þannig stolið eldsneyti fyrir tuttugu þúsund krónur. Loks var konan ákærð fyrir að hafa ekið án ökuréttinda í fjögur skipti. Hegningarauki fyrir bæði Í dóminum segir að parið hafi ekki mætt við þingfestingu málsins og því hafi málið verið dómtekið eins og það hefði verið sannað, í samræmi við lög um meðferð sakamála. Þá segir að samkvæmt framlögðu sakarvottorði hafi konan átta sinnum hlotið refsidóm, þar af fimm sinnum vegna þjófnaðar. Nýjasti dómurinn sé frá árinu 2022, þegar hún var dæmd í fimm mánaða fangelsi. Hún hafi framið þau brot sem hún sætti ákæru fyrir nú fyrir uppkvaðningu þess dóms og því verði henni gerður hegningarauki. Karlmaðurinn eigi samkvæmt sakarvottorði enn lengri brotaferil að baki. Hann hafi frá árinu 1990 hlotið 24 refsidóma, nú síðast í janúar í fyrra, þegar hann hlaut eins árs dóm. Því yrði honum einnig dæmdur hegningarauki. Með vísan til sakarferils fólksins var ekki talið unnt að skilorðsbinda refsingu þess, sem var hæfilega ákveðin sextíu daga fangelsi. Olís klúðraði bótakröfunni Auk kröfu ákæruvaldsins um refsingu parsins gerði Olís ehf. einkaréttarkröfu á hendur þeim til heimtu skaðabóta. Olís krafðist annars vegar skaðabóta upp á 48 þúsund krónur frá konunni og 146 þúsund krónur frá parinu óskipt. Dóminum segir að í gögnum málsins hafi sömu kröfur verið að finna og öryggisstjóri Olís hafi ritað undir þær, fyrir hönd félagsins. Hvorki yrði séð af gögnum málsins að öryggisstjórinn sé fyrirsvarsmaður félagsins í skilningi laga um meðferð einkamála, né að hann hafi réttindi til málflutnings fyrir dómi. Því væri það mat dómsins að öryggisstjórann hafi skort hæfi til að setja fram kröfu í málinu og því bæri að vísa einkaréttarkröfunum frá dómi.
Bensín og olía Árborg Reykjavík Garðabær Dómsmál Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Sjá meira