Dulbjuggu sig og myrtu palestínska vígamenn á spítala Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. janúar 2024 12:58 Starfsmaður Ibn Sina spítalans fer yfir myndband úr öryggismyndavél þar sem má sjá ísraelsku sérsveitarmennina. AP Photo/Majdi Mohammed Ísraelskir sérsveitarliðar dulbjuggu sig sem heilbrigðisstarfsmenn og myrtu þrjá palestínska menn á spítala á Vesturbakkanum í Palestínu í morgun. Ísraelsk yfirvöld segja að um hryðjuverkamenn hafi verið að ræða. Á myndböndum sem birst hafa í erlendum miðlum í dag má sjá sérsveitarliðana askvaðandi á gangi spítalans með riffla á lofti. Palestínsk heilbrigðisyfirvöld saka Ísraelsmenn um að fremja voðaverk á palestínskum spítölum. Þá hefur BBC eftir Hamas samtökunum að Ísraelar hafi tekið af lífi þrjá herliða á spítalanum, þar af einn á vegum samtakanna. Þá segja samtökin að hann hafi verið að leita sér læknisaðstoðar á spítalanum. Hinir tveir eru sagðir hafa verið liðsmenn annars vígahóps, sem kenndur er við Palestinian Islamic Jihad. Upptakan hér að neðan af vef BBC er úr öryggismyndavél spítalans. Einn hafi skipulagt 7. október Í tilkynningu frá ísraelska hernum segir að einn þeirra sem myrtur hafi verið á spítalanum hafi verið vígamaður á vegum Hamas, sem skipulagt hafi hryðjuverkaárásirnar í suðurhluta Ísrael þann 7. október síðastliðnum. Rúmlega 1300 manns létust í þeirri árás og voru 250 manns teknir sem gíslar Hamas samtakanna. Fram kemur í frétt miðilsins að spennustigið á Vesturbakkanum sé hátt. Það hafi risið hratt í kjölfar voðaverka Hamas liða í suðurhluta Ísrael þann 7. október síðastliðnum og eftir mannskæðar hefndaraðgerðir Ísraela á Gasa. Í þeim aðgerðum hafa 26.600 Palestínumenn látist, að mestu konu og börn. Ísraelsmenn hafi síðan 7. október drepið í hið minnsta 357 manns á Vesturbakkanum, vígamenn jafnt og almenna borgara, á meðan ísraelskir landnemar hafa drepið átta manns, samkvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna. Þá hafa tíu Ísraelsmenn látist vegna átaka á Vesturbakkanum og í Ísrael. Aðkoman á spítalanum eftir árás ísraelsku sérsveitarinnar. AP Photo/Majdi Mohammed Þrír vígamenn dóu eftir árás sérsveitarinnar.AP Photo/Majdi Mohammed Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Sjá meira
Á myndböndum sem birst hafa í erlendum miðlum í dag má sjá sérsveitarliðana askvaðandi á gangi spítalans með riffla á lofti. Palestínsk heilbrigðisyfirvöld saka Ísraelsmenn um að fremja voðaverk á palestínskum spítölum. Þá hefur BBC eftir Hamas samtökunum að Ísraelar hafi tekið af lífi þrjá herliða á spítalanum, þar af einn á vegum samtakanna. Þá segja samtökin að hann hafi verið að leita sér læknisaðstoðar á spítalanum. Hinir tveir eru sagðir hafa verið liðsmenn annars vígahóps, sem kenndur er við Palestinian Islamic Jihad. Upptakan hér að neðan af vef BBC er úr öryggismyndavél spítalans. Einn hafi skipulagt 7. október Í tilkynningu frá ísraelska hernum segir að einn þeirra sem myrtur hafi verið á spítalanum hafi verið vígamaður á vegum Hamas, sem skipulagt hafi hryðjuverkaárásirnar í suðurhluta Ísrael þann 7. október síðastliðnum. Rúmlega 1300 manns létust í þeirri árás og voru 250 manns teknir sem gíslar Hamas samtakanna. Fram kemur í frétt miðilsins að spennustigið á Vesturbakkanum sé hátt. Það hafi risið hratt í kjölfar voðaverka Hamas liða í suðurhluta Ísrael þann 7. október síðastliðnum og eftir mannskæðar hefndaraðgerðir Ísraela á Gasa. Í þeim aðgerðum hafa 26.600 Palestínumenn látist, að mestu konu og börn. Ísraelsmenn hafi síðan 7. október drepið í hið minnsta 357 manns á Vesturbakkanum, vígamenn jafnt og almenna borgara, á meðan ísraelskir landnemar hafa drepið átta manns, samkvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna. Þá hafa tíu Ísraelsmenn látist vegna átaka á Vesturbakkanum og í Ísrael. Aðkoman á spítalanum eftir árás ísraelsku sérsveitarinnar. AP Photo/Majdi Mohammed Þrír vígamenn dóu eftir árás sérsveitarinnar.AP Photo/Majdi Mohammed
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Sjá meira