Gullhúðuð ríkisstjórn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 31. janúar 2024 09:01 Ég sótti Framleiðsluþing Samtaka iðnaðarins á dögunum. Þar var rætt um íþyngjandi regluverk undir forskriftinni Gullhúðun á færibandi. Við vissum það fyrir að reglubyrðin á Íslandi er meiri en tilefni er til og það er ágætt að fólk sé að vakna. Þetta er að öllu leyti heimatilbúinn vandi – ekki innfluttur frá Evrópusambandinu. Í nýrri úttekt sem Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfisráðherra lét gera kom í ljós að 40% mála sem samþykkt voru úr hans ráðuneyti voru gullhúðuð. Önnur ráðuneyti eru eflaust á svipuðu róli. Íslensk stjórnvöld bera hér alla ábyrgð; þau geta ekki varpað henni annað. Það er því nokkuð kúnstugt að sjá hvern ráðherra Sjálfstæðisflokksins á fætur öðrum baða sig í umræðunni um gullhúðun, fullir vandlætingar yfir stöðu mála, þegar þeir bera sjálfir ábyrgðina. Samkeppnishæfni Íslands er eitt mikilvægasta viðfangsefni okkar allra. Við erum í stöðugri samkeppni við önnur lönd um lífsgæði og tækifæri. EES samningurinn færði okkur nákvæmlega þetta – aukin lífsgæði og tækifæri. Hann hefur verið rót hagsældar á Íslandi. Honum fylgir að við innleiðum evrópskt regluverk í íslensk lög til að einfalda og samræma það umhverfi sem fólk og fyrirtæki býr við á evrópska efnahagssvæðinu. Hverju ríki er síðan nokkuð frjálst að ganga enn lengra. Það er í daglegu tali kallað gullhúðun regluverks en nær væri að kalla það blýhúðun. Sjálfstæðisflokkurinn ásamt öðrum stjórnarflokkum hefur síðan ákveðið að nota þetta frelsi, sem hvert ríki hefur, til að gera regluverkið þyngra og flóknara. Þessi tilhneiging íslenskra stjórnvalda að ganga lengra í að þrengja að almenningi og fyrirtækjum er varhugaverð. Íþyngjandi og óþarflega flókið regluverk veldur bæði töfum og auknum kostnaði á hverju einasta stigi samfélagsins og atvinnulífsins, og skilar sér að lokum í auknum kostnaði fyrir heimili landsins. Að aflétta þessum auknu byrðum er því mikið hagsmunamál. En þetta er hins vegar pólitísk ákvörðun sem stjórnarflokkarnir bera ábyrgð á. Það góða er að nú eru þeir að vakna af þessum Þyrnirósarsvefni. Enda korter í kosningar. Sofandaháttur Sjálfstæðisflokkurins Sjálfstæðisflokkurinn er sem sé að ranka við sér eftir áratuga svefn. Helst af öllu ætlar hann að slá sjálfan sig til riddara og berjast gegn þeirri blýhúðun sem hann ber meira og minna ábyrgð á sjálfur. Sömu möntru kyrja þingmenn hans í orkumálum og útlendingamálum þessa dagana og stunda nokkuð trúverðuga stjórnarandstöðu gegn eigin ríkisstjórn. Þar draga þeir réttilega fram sinnuleysi, stjórnleysi og ekki síst ákvörðunarleysi í þessum málaflokkum. Á þeirra vakt hefur óreiðukennd stefna og svifaseint regluverk byggst upp. Þrátt fyrir að hafa stýrt þessum verkefnum linnulaust í meira en 10 ár. Flokkur sem hagar sér svona er ekki beinlínis stjórntækur. Það er ekki mikill bragur af því né lýsandi fyrir pólitískan kjark að benda á „hættulegu embættismennina“ innan framkvæmdavaldsins. Ábyrgðin er á endanum alltaf ráðherranna sem eiga að standa þá vakt. En sofandahátturinn hefur verið allt um lykjandi á síðustu árum. Einföldun regluverks og hagsmunagæsla Þorsteinn Víglundsson var í pallborði á umræddu þingi. Þar lýsti hann hvaða áhrif óþarflega flókið regluverk hefur haft á rekstur fyrirtækisins sem hann er í forsvari fyrir. „Mér líður stundum eins og ég sé að draga grjóthnullung í gegnum kviksyndi“ sagði hann um kerfi sem er alltof íþyngjandi, flókið, óskilvirkt og kostnaðarsamt. Ferli sem ætti alla jafna að vera örfáir mánuðir getur tekið allt að fimm ár. Í stað þess að nýta smæðina sem íslenskt samfélag býður upp á er kerfið er þunglamalegt og stendur í vegi fyrir fólki. Hér þarf pólitíska forystu og ákvörðun um að ganga hreint til verks. Einföldun regluverks dregur úr aðgangshindrunum, eykur nýliðun og eflir samkeppnismarkaði. Ég hef heyrt mýmörg dæmi um hugmyndir og tækifæri sem aldrei urðu að veruleika vegna þess að fólk hreinlega gafst upp á skriffinnskunni. Við getum hæglega liðkað fyrir atvinnuvegum, hugmyndum og sprotum án þess að slá af eðlilegum kröfum um gæði eða öryggi, svo dæmi séu tekin. Á fyrrnefndum viðburði furðaði formaður Sjálfstæðisflokksins sig á að það væri búið að tala um einföldun regluverks í tuttugu ár en ekkert gerðist. Ég tek undir það – það er kominn tími til að láta verkin tala. Fyrrnefndur flokkur hefur sannarlega fengið drjúgan tíma til þess en ekki nýtt hann. Það er nauðsynlegt að bregðast við þessari þróun til að auka samkeppnishæfni Íslands og skapa hér sterk skilyrði fyrir verðmætasköpun. Langflestar reglugerðir sem við tökum frá EES hafa jákvæð áhrif á samfélagið, neytendur, samkeppnisskilyrði eða aðra þætti. Gullhúðun regluverks á hins vegar ekki að vera keyrð áfram, sofandi á sjálfstýringu. Það er líka okkar að standa vörð um hagsmuni þjóðarinnar. Viðreisn hefur síðustu ár lagt fram tillögur um einföldun regluverks og minni útþenslu hins opinbera. Að mati OECD gæti slík tiltekt aukið hagvöxt um 1-1.5%. Það munar um minna. Undirtektir á stjórnarheimili hafa hins vegar verið dræmar. Það er í stefnu Viðreisnar að auka samkeppnishæfni Íslands, byggja undir frjótt atvinnulíf og uppbygginu innviða, meðal annars með einföldun regluverks. Í ríkisstjórn Viðreisnar væri það eitt af forgangsmálum okkar og ganga hreint til verks í þeim efnum. Fyrsta skrefið væri að fækka ráðuneytum og senda þannig skýr skilaboð inn í stjórnsýsluna. Það þarf tiltekt í íslenskri stjórnsýslu, regluverki og ríkisfjármálum, með almannahagsmuni í forgrunni. En ljóst er að við sem þjóð verðum að standa betur með okkur sjálfum. Í stað þess að flækja málin þurfum við að styrkja hagsmuni okkar og tækifæri. Það gerir enginn nema við sjálf. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Viðreisn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Ég sótti Framleiðsluþing Samtaka iðnaðarins á dögunum. Þar var rætt um íþyngjandi regluverk undir forskriftinni Gullhúðun á færibandi. Við vissum það fyrir að reglubyrðin á Íslandi er meiri en tilefni er til og það er ágætt að fólk sé að vakna. Þetta er að öllu leyti heimatilbúinn vandi – ekki innfluttur frá Evrópusambandinu. Í nýrri úttekt sem Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfisráðherra lét gera kom í ljós að 40% mála sem samþykkt voru úr hans ráðuneyti voru gullhúðuð. Önnur ráðuneyti eru eflaust á svipuðu róli. Íslensk stjórnvöld bera hér alla ábyrgð; þau geta ekki varpað henni annað. Það er því nokkuð kúnstugt að sjá hvern ráðherra Sjálfstæðisflokksins á fætur öðrum baða sig í umræðunni um gullhúðun, fullir vandlætingar yfir stöðu mála, þegar þeir bera sjálfir ábyrgðina. Samkeppnishæfni Íslands er eitt mikilvægasta viðfangsefni okkar allra. Við erum í stöðugri samkeppni við önnur lönd um lífsgæði og tækifæri. EES samningurinn færði okkur nákvæmlega þetta – aukin lífsgæði og tækifæri. Hann hefur verið rót hagsældar á Íslandi. Honum fylgir að við innleiðum evrópskt regluverk í íslensk lög til að einfalda og samræma það umhverfi sem fólk og fyrirtæki býr við á evrópska efnahagssvæðinu. Hverju ríki er síðan nokkuð frjálst að ganga enn lengra. Það er í daglegu tali kallað gullhúðun regluverks en nær væri að kalla það blýhúðun. Sjálfstæðisflokkurinn ásamt öðrum stjórnarflokkum hefur síðan ákveðið að nota þetta frelsi, sem hvert ríki hefur, til að gera regluverkið þyngra og flóknara. Þessi tilhneiging íslenskra stjórnvalda að ganga lengra í að þrengja að almenningi og fyrirtækjum er varhugaverð. Íþyngjandi og óþarflega flókið regluverk veldur bæði töfum og auknum kostnaði á hverju einasta stigi samfélagsins og atvinnulífsins, og skilar sér að lokum í auknum kostnaði fyrir heimili landsins. Að aflétta þessum auknu byrðum er því mikið hagsmunamál. En þetta er hins vegar pólitísk ákvörðun sem stjórnarflokkarnir bera ábyrgð á. Það góða er að nú eru þeir að vakna af þessum Þyrnirósarsvefni. Enda korter í kosningar. Sofandaháttur Sjálfstæðisflokkurins Sjálfstæðisflokkurinn er sem sé að ranka við sér eftir áratuga svefn. Helst af öllu ætlar hann að slá sjálfan sig til riddara og berjast gegn þeirri blýhúðun sem hann ber meira og minna ábyrgð á sjálfur. Sömu möntru kyrja þingmenn hans í orkumálum og útlendingamálum þessa dagana og stunda nokkuð trúverðuga stjórnarandstöðu gegn eigin ríkisstjórn. Þar draga þeir réttilega fram sinnuleysi, stjórnleysi og ekki síst ákvörðunarleysi í þessum málaflokkum. Á þeirra vakt hefur óreiðukennd stefna og svifaseint regluverk byggst upp. Þrátt fyrir að hafa stýrt þessum verkefnum linnulaust í meira en 10 ár. Flokkur sem hagar sér svona er ekki beinlínis stjórntækur. Það er ekki mikill bragur af því né lýsandi fyrir pólitískan kjark að benda á „hættulegu embættismennina“ innan framkvæmdavaldsins. Ábyrgðin er á endanum alltaf ráðherranna sem eiga að standa þá vakt. En sofandahátturinn hefur verið allt um lykjandi á síðustu árum. Einföldun regluverks og hagsmunagæsla Þorsteinn Víglundsson var í pallborði á umræddu þingi. Þar lýsti hann hvaða áhrif óþarflega flókið regluverk hefur haft á rekstur fyrirtækisins sem hann er í forsvari fyrir. „Mér líður stundum eins og ég sé að draga grjóthnullung í gegnum kviksyndi“ sagði hann um kerfi sem er alltof íþyngjandi, flókið, óskilvirkt og kostnaðarsamt. Ferli sem ætti alla jafna að vera örfáir mánuðir getur tekið allt að fimm ár. Í stað þess að nýta smæðina sem íslenskt samfélag býður upp á er kerfið er þunglamalegt og stendur í vegi fyrir fólki. Hér þarf pólitíska forystu og ákvörðun um að ganga hreint til verks. Einföldun regluverks dregur úr aðgangshindrunum, eykur nýliðun og eflir samkeppnismarkaði. Ég hef heyrt mýmörg dæmi um hugmyndir og tækifæri sem aldrei urðu að veruleika vegna þess að fólk hreinlega gafst upp á skriffinnskunni. Við getum hæglega liðkað fyrir atvinnuvegum, hugmyndum og sprotum án þess að slá af eðlilegum kröfum um gæði eða öryggi, svo dæmi séu tekin. Á fyrrnefndum viðburði furðaði formaður Sjálfstæðisflokksins sig á að það væri búið að tala um einföldun regluverks í tuttugu ár en ekkert gerðist. Ég tek undir það – það er kominn tími til að láta verkin tala. Fyrrnefndur flokkur hefur sannarlega fengið drjúgan tíma til þess en ekki nýtt hann. Það er nauðsynlegt að bregðast við þessari þróun til að auka samkeppnishæfni Íslands og skapa hér sterk skilyrði fyrir verðmætasköpun. Langflestar reglugerðir sem við tökum frá EES hafa jákvæð áhrif á samfélagið, neytendur, samkeppnisskilyrði eða aðra þætti. Gullhúðun regluverks á hins vegar ekki að vera keyrð áfram, sofandi á sjálfstýringu. Það er líka okkar að standa vörð um hagsmuni þjóðarinnar. Viðreisn hefur síðustu ár lagt fram tillögur um einföldun regluverks og minni útþenslu hins opinbera. Að mati OECD gæti slík tiltekt aukið hagvöxt um 1-1.5%. Það munar um minna. Undirtektir á stjórnarheimili hafa hins vegar verið dræmar. Það er í stefnu Viðreisnar að auka samkeppnishæfni Íslands, byggja undir frjótt atvinnulíf og uppbygginu innviða, meðal annars með einföldun regluverks. Í ríkisstjórn Viðreisnar væri það eitt af forgangsmálum okkar og ganga hreint til verks í þeim efnum. Fyrsta skrefið væri að fækka ráðuneytum og senda þannig skýr skilaboð inn í stjórnsýsluna. Það þarf tiltekt í íslenskri stjórnsýslu, regluverki og ríkisfjármálum, með almannahagsmuni í forgrunni. En ljóst er að við sem þjóð verðum að standa betur með okkur sjálfum. Í stað þess að flækja málin þurfum við að styrkja hagsmuni okkar og tækifæri. Það gerir enginn nema við sjálf. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun