Ekkert bendir til að kvika sé að safnast saman undir Brennisteinsfjöllum Atli Ísleifsson skrifar 31. janúar 2024 08:49 Kristín Jónsdóttir hjá Veðurstofunni segir mikilvægt að vera meðvituð um að skjálftar sem eiga upptök á Hvalhnúksmisgenginu eru stærstu skjálftar sem hafa riðið yfir Reykjanesskagann. Vísir/Vilhelm Engar mælingar benda til þess að kvika sé að safnast saman eða brjóta sér leið undir Brennisteinsfjöllum. Um tuttugu skjálftar mældust um síðustu helgi milli Húsfells og Bláfjalla. Mikilvægt er þó að hafa í huga að skjálftar sem eiga upptök á Hvalhnúksmisgenginu séu stærstu skjálftar sem hafa riðið yfir Reykjanesskagann. Þetta kemur fram í yfirferð Veðurstofunnar á skjálftunum um liðna helgi. Þar segir að flestir skjálftanna hafi verið eftir hádegi á sunnudaginn. Stærstu skjálftarnir hafi mælst 3,1 klukkan 05:28 á laugardeginum og 2,9 klukkan 12:32 á sunnudeginum. „Ein tilkynning barst Veðurstofunni um að sá fyrri hefði fundist í Breiðholti. Tveir smáskjálftar mældust á svæðinu á mánudaginn, báðir undir 1,0 að stærð, en ekki hafa mælst skjálftar á svæðinu síðan þá en mögulegt er þó að virknin taki sig upp á ný. Skjálftarnir eru í Húsfellsbruna, norðarlega á misgengi sem hefur verið kallað Hvalhnúksmisgengið. Hvalhnúksmisgengið er um 17 km langt norður-suðlægt sniðgengi og nær frá Hlíðarvatni í suðri. Það er líklega ábyrgt fyrir stærstu skjálftum sem mælst hafa á Reykjanesskaganum, svokölluðum Brennisteinsfjallaskjálftum sem urðu árin 1968 og 1929 og voru um 6 að stærð,“ segir á vef Veðurstofunnar. Kortið sýnir skjálftavirkni á Reykjanesskaga frá því á föstudaginn 26. janúar. Skjálftahrinan um helgina er sýnd á milli Bláfjalla og Heiðmerkur, grænir og bláir hringir.Veðurstofan Ekki vegna kvikuhreyfinga Haft er eftir Kristínu Jónsdóttur, deildarstjóra skjálfta og eldvirkni á Veðurstofunni, að það séu engar mælingar sem bendi til þess að kvika sé að safnast saman undir Brennisteinsfjöllum. „Skjálftavirknin sem mældist um helgina er ekki vegna kvikuhreyfinga eins sést hefur í tengslum við jarðhræringar við Fagradalsfjall og norðan Grindavíkur“ segir Kristín. Ennfremur segir að jarðskjálftahrinan á milli Húsafells og Bláfjall um helgina hafi verið á þekktu misgengi sem heiti Hvalhnúksmisgengið, en á þessu svæði séu dæmi um svokallaða sniðgengisskjálfta sem séu þekktir á Suðurlandi og Reykjanesskaga. „Slíkir skjálftar verða vegna landreksspennu sem hleðst upp þegar N-Ameríkuflekinn og Evrópuflekinn hreyfast framhjá hver öðrum. Þessi spenna losnar reglulega í stærri skjálftum sem talið er að ríði yfir skagann á um 50 ára fresti. Má því segja að kominn sé tími á annan Brennisteinsfjallaskjálfta, óháð öðrum jarðhræringum. Ef kvika væri að safnast þarna saman ætti að sjást merki um landris í gögnum Veðurstofunnar líkt og við höfum séð við Svartsengi og Fagradalsfjall,“ segir í tilkynningunni. Stærstu skjálftarnir á Reykjanesskaga Kristín segir engin merki vera um kvikusöfnun. „Það er hins vegar mikilvægt að vera meðvituð um að skjálftar sem eiga upptök á Hvalhnúksmisgenginu eru stærstu skjálftar sem hafa riðið yfir Reykjanesskagann“, segir Kristín. Verði jarðskjálfti af stærð 6 á Hvalhnúksmisgenginu mun hann finnast vel um mest allt landið og sér í lagi vel á höfuðborgarsvæðinu, en helsta hættan er tengd snörpum hreyfingum á innstokksmunum og mestu hreyfingar geta fært húsgögn úr stað. Þó er vert að geta þess að hreyfingar verða ekki þess eðlis að byggingar laskist verulega, enda gera byggingarstaðlar ráð fyrir slíkum hreyfingum. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Reykjavík Hafnarfjörður Tengdar fréttir Vill hanna varnir strax Íbúar á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesi eru að sigla inn í óvissutíma að sögn eldfjallafræðings. Eldgosin séu að færast nær byggð og við því þurfi að bregðast. 29. janúar 2024 19:47 „Ekki spurning um hvort það verði gos, heldur hvenær“ Þorvaldur Þórðarsson, eldfjallafræðingur, segist telja að skjálftahrina í Húsfellsbruna um helgina sé hluti af þeirri virkni sem er að eiga sér stað á Reykjanesskaga. Ekki sé spurning um hvort heldur hvenær muni gjósa í Brennisteinsfjöllum, þó hann telji ekki líkur á að það muni gerast á næstunni. 29. janúar 2024 17:21 Skoða þarf viðbrögð við eldgosi nærri höfuðborgarsvæðinu Eldfjallafræðingur segir jarðskjálftahrinuna um helgina nærri Bláfjöllum til marks um að allt kerfið sé komið af stað. 29. janúar 2024 13:21 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirferð Veðurstofunnar á skjálftunum um liðna helgi. Þar segir að flestir skjálftanna hafi verið eftir hádegi á sunnudaginn. Stærstu skjálftarnir hafi mælst 3,1 klukkan 05:28 á laugardeginum og 2,9 klukkan 12:32 á sunnudeginum. „Ein tilkynning barst Veðurstofunni um að sá fyrri hefði fundist í Breiðholti. Tveir smáskjálftar mældust á svæðinu á mánudaginn, báðir undir 1,0 að stærð, en ekki hafa mælst skjálftar á svæðinu síðan þá en mögulegt er þó að virknin taki sig upp á ný. Skjálftarnir eru í Húsfellsbruna, norðarlega á misgengi sem hefur verið kallað Hvalhnúksmisgengið. Hvalhnúksmisgengið er um 17 km langt norður-suðlægt sniðgengi og nær frá Hlíðarvatni í suðri. Það er líklega ábyrgt fyrir stærstu skjálftum sem mælst hafa á Reykjanesskaganum, svokölluðum Brennisteinsfjallaskjálftum sem urðu árin 1968 og 1929 og voru um 6 að stærð,“ segir á vef Veðurstofunnar. Kortið sýnir skjálftavirkni á Reykjanesskaga frá því á föstudaginn 26. janúar. Skjálftahrinan um helgina er sýnd á milli Bláfjalla og Heiðmerkur, grænir og bláir hringir.Veðurstofan Ekki vegna kvikuhreyfinga Haft er eftir Kristínu Jónsdóttur, deildarstjóra skjálfta og eldvirkni á Veðurstofunni, að það séu engar mælingar sem bendi til þess að kvika sé að safnast saman undir Brennisteinsfjöllum. „Skjálftavirknin sem mældist um helgina er ekki vegna kvikuhreyfinga eins sést hefur í tengslum við jarðhræringar við Fagradalsfjall og norðan Grindavíkur“ segir Kristín. Ennfremur segir að jarðskjálftahrinan á milli Húsafells og Bláfjall um helgina hafi verið á þekktu misgengi sem heiti Hvalhnúksmisgengið, en á þessu svæði séu dæmi um svokallaða sniðgengisskjálfta sem séu þekktir á Suðurlandi og Reykjanesskaga. „Slíkir skjálftar verða vegna landreksspennu sem hleðst upp þegar N-Ameríkuflekinn og Evrópuflekinn hreyfast framhjá hver öðrum. Þessi spenna losnar reglulega í stærri skjálftum sem talið er að ríði yfir skagann á um 50 ára fresti. Má því segja að kominn sé tími á annan Brennisteinsfjallaskjálfta, óháð öðrum jarðhræringum. Ef kvika væri að safnast þarna saman ætti að sjást merki um landris í gögnum Veðurstofunnar líkt og við höfum séð við Svartsengi og Fagradalsfjall,“ segir í tilkynningunni. Stærstu skjálftarnir á Reykjanesskaga Kristín segir engin merki vera um kvikusöfnun. „Það er hins vegar mikilvægt að vera meðvituð um að skjálftar sem eiga upptök á Hvalhnúksmisgenginu eru stærstu skjálftar sem hafa riðið yfir Reykjanesskagann“, segir Kristín. Verði jarðskjálfti af stærð 6 á Hvalhnúksmisgenginu mun hann finnast vel um mest allt landið og sér í lagi vel á höfuðborgarsvæðinu, en helsta hættan er tengd snörpum hreyfingum á innstokksmunum og mestu hreyfingar geta fært húsgögn úr stað. Þó er vert að geta þess að hreyfingar verða ekki þess eðlis að byggingar laskist verulega, enda gera byggingarstaðlar ráð fyrir slíkum hreyfingum.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Reykjavík Hafnarfjörður Tengdar fréttir Vill hanna varnir strax Íbúar á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesi eru að sigla inn í óvissutíma að sögn eldfjallafræðings. Eldgosin séu að færast nær byggð og við því þurfi að bregðast. 29. janúar 2024 19:47 „Ekki spurning um hvort það verði gos, heldur hvenær“ Þorvaldur Þórðarsson, eldfjallafræðingur, segist telja að skjálftahrina í Húsfellsbruna um helgina sé hluti af þeirri virkni sem er að eiga sér stað á Reykjanesskaga. Ekki sé spurning um hvort heldur hvenær muni gjósa í Brennisteinsfjöllum, þó hann telji ekki líkur á að það muni gerast á næstunni. 29. janúar 2024 17:21 Skoða þarf viðbrögð við eldgosi nærri höfuðborgarsvæðinu Eldfjallafræðingur segir jarðskjálftahrinuna um helgina nærri Bláfjöllum til marks um að allt kerfið sé komið af stað. 29. janúar 2024 13:21 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
Vill hanna varnir strax Íbúar á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesi eru að sigla inn í óvissutíma að sögn eldfjallafræðings. Eldgosin séu að færast nær byggð og við því þurfi að bregðast. 29. janúar 2024 19:47
„Ekki spurning um hvort það verði gos, heldur hvenær“ Þorvaldur Þórðarsson, eldfjallafræðingur, segist telja að skjálftahrina í Húsfellsbruna um helgina sé hluti af þeirri virkni sem er að eiga sér stað á Reykjanesskaga. Ekki sé spurning um hvort heldur hvenær muni gjósa í Brennisteinsfjöllum, þó hann telji ekki líkur á að það muni gerast á næstunni. 29. janúar 2024 17:21
Skoða þarf viðbrögð við eldgosi nærri höfuðborgarsvæðinu Eldfjallafræðingur segir jarðskjálftahrinuna um helgina nærri Bláfjöllum til marks um að allt kerfið sé komið af stað. 29. janúar 2024 13:21