Mikilvægt að ala ekki á ótta um möguleg eldgos Jón Þór Stefánsson skrifar 1. febrúar 2024 15:18 Rósa Guðbjartsdóttir, Kristín Jónsdóttir, og Magnús Tumi Guðmundsson ræddu um jarðhræringar og eldgos í Pallborðinu á Vísi. Vísir/Vilhelm Jarðvísindamenn og bæjarstjóri Hafnarfjarðar segja fjölmiðla bera einhverja ábyrgð á umræðu um jarðhræringar og eldvirkni. Mikilvægt að sé að ala ekki á ótta. Þetta kom fram í Pallborðinu á Vísi í dag. Aðspurð um hvað íbúar á Völlunum í Hafnarfirði hugsi þegar þeir lesi fréttir um mögulegt hraunrennsli við bæjarfélagið sagði Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði: „Þeir hugsa örugglega ýmislegt.“ „Við ættum að hugsa meira um afleiðingar þess ef sérstök hverfi eða bæjarfélög eru tekin fyrir,“ sagði Rósa. „Pössum umræðuna og pössum yfirlýsingarnar, þær geta alið á ótta.“ Hún tók þó fram að hún væri með þessum orðum ekki að segja að menn væru að reyna að ala á ótta. Kristín Jónsdóttir, jarðskjálftafræðingur á Veðurstofu Íslands, og Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands, voru á sama máli um ábyrgð fjölmiðla í Pallborðinu. Magnús nefndi dæmi um að stundum hefðu fyrirsagnir ekki endurspeglað það sem viðmælendur, það er að segja jarðvísindamenn, hefðu sagt. „Þið á Vísi. Þið eruð ekki aðalsökudólgarnir,“ sagði hann. Hönnun tímabær en ekki uppbygging Talsvert hefur verið rætt um möguleika á gosi við Hafnarfjörð. Rósa sagði að hún vilji fá heildstætt mat frá sérfræðingum um svæðið. „Ég vil fá að vita hverju er hægt að eiga vona á, bæði í nánustu framtíð og til lengri tíma litið.“ Hún nefndi að hönnun á varnargörðum við höfuðborgarsvæðið væri mikils virði. Þó væri ekki tilefni til að hefja uppbyggingu á varnargörðum fyrr en á því sé þörf. Magnús Tumi tók í sama streng. Hann útskýrði að það myndi að öllum líkindum taka talsverðan tíma fyrir sprungu að koma á yfirborðið. Hann sagði að umfangsmikil uppbygging varnargarða við Hafnarfjörð, eða önnur svæði á höfuðborgarsvæðinu, væri ótímabær. Hins vegar væri sniðugt að hanna þá. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Hafnarfjörður Pallborðið Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra að óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Þetta kom fram í Pallborðinu á Vísi í dag. Aðspurð um hvað íbúar á Völlunum í Hafnarfirði hugsi þegar þeir lesi fréttir um mögulegt hraunrennsli við bæjarfélagið sagði Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði: „Þeir hugsa örugglega ýmislegt.“ „Við ættum að hugsa meira um afleiðingar þess ef sérstök hverfi eða bæjarfélög eru tekin fyrir,“ sagði Rósa. „Pössum umræðuna og pössum yfirlýsingarnar, þær geta alið á ótta.“ Hún tók þó fram að hún væri með þessum orðum ekki að segja að menn væru að reyna að ala á ótta. Kristín Jónsdóttir, jarðskjálftafræðingur á Veðurstofu Íslands, og Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands, voru á sama máli um ábyrgð fjölmiðla í Pallborðinu. Magnús nefndi dæmi um að stundum hefðu fyrirsagnir ekki endurspeglað það sem viðmælendur, það er að segja jarðvísindamenn, hefðu sagt. „Þið á Vísi. Þið eruð ekki aðalsökudólgarnir,“ sagði hann. Hönnun tímabær en ekki uppbygging Talsvert hefur verið rætt um möguleika á gosi við Hafnarfjörð. Rósa sagði að hún vilji fá heildstætt mat frá sérfræðingum um svæðið. „Ég vil fá að vita hverju er hægt að eiga vona á, bæði í nánustu framtíð og til lengri tíma litið.“ Hún nefndi að hönnun á varnargörðum við höfuðborgarsvæðið væri mikils virði. Þó væri ekki tilefni til að hefja uppbyggingu á varnargörðum fyrr en á því sé þörf. Magnús Tumi tók í sama streng. Hann útskýrði að það myndi að öllum líkindum taka talsverðan tíma fyrir sprungu að koma á yfirborðið. Hann sagði að umfangsmikil uppbygging varnargarða við Hafnarfjörð, eða önnur svæði á höfuðborgarsvæðinu, væri ótímabær. Hins vegar væri sniðugt að hanna þá.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Hafnarfjörður Pallborðið Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra að óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira