Í leyfi frá löggæslustörfum: „Hef líka skyldur gagnvart sveitarfélaginu mínu“ Lovísa Arnardóttir skrifar 1. febrúar 2024 18:50 Hjálmar Hallgrímsson lögreglumaður og bæjarfulltrúi í Grindavík er í ótímabundnu leyfi frá löggæslustörfum. Hjálmar Hallgrímsson, lögreglumaður og formaður bæjarráðs í Grindavík, er í leyfi frá löggæslustörfum og hefur verið það í á þriðju viku. Það staðfestir hann í samtali við fréttastofu. Greint var frá því á vef Víkurfrétta fyrst í dag að hann væri kominn í leyfi. Á sama tíma var vísað í bókun sem hann og tveir aðrir bæjarfulltrúar lögðu fram á fundi bæjarstjórnar í gær þar sem þau skoruðu á Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra, lögreglustjórann á Suðurnesjum og Ríkislögreglustjóra að endurskoða afstöðu sína varðandi gildandi skipulag og opna sem fyrst fyrir umferð um allar leiðir til og frá Grindavík, fyrir íbúa og atvinnulíf. „Þá verður aftur að taka upp opnanar sem gilda frá kl. 10:00 til 17:00 eða 19:00,“ sagði enn fremur í bókuninni en auk Hjálmars lögðu hana fram þau Gunnar Már Gunnarsson, fulltrúi M-lista og Helga Dís Jakobsdóttir, fulltrúi U-lista. Ekki tengt bókuninni „Það er staðfest. Það er rétt,“ segir Hjálmar í samtali við fréttastofu um leyfið og að leyfið sé ótímabundið. Hann leyfið ekki á neinn hátt tengt bókun hans á fundi bæjarstjórnar heldur hafi hann komist að samkomulagi við lögregluembættið um að fara í leyfi frá sínum störfum þar. Það sé búið að vera mikið að gera í sveitarstjórnarmálunum og að hann hafi ekki lengur getað sinnt báðum störfum vel. „Ég hef líka skyldur gagnvart sveitarfélaginu mínu,“ segir Hjálmar þegar hann er spurður hvort að leyfið tengist að einhverju leyti bókuninni eða gagnrýni hans í henni á yfirvöld. „Ég hef skyldur þar og eitt af því er að hugsa um fólkið í Grindavík,“ segir hann og að hann standi við bæði bókunina og sína gagnrýni. En það voru þá orðnir einhverjir hagsmunaárekstrar að vera í lögreglunni og í bæjarstjórn? „Já, ég hef lengi verið á línunni en hef alltaf haft þau sjónarmið bæði sem lögreglumaður og bæjarfulltrúi að leysa öll mál og koma jafnt fram við alla. Ég hef aldrei gert annað. En þetta var orðið erfitt fyrir bæði mig og yfirmenn mína,“ segir Hjálmar og að hann hafi reglulega þurft að fara á fundi sem sveitarstjórnarmaður. Hann segir að í fyrstu eldgosunum hafi þetta gengið vel og hann hafi borið báða hattana. „Nú er staðan allt önnur og þetta er miklu alvarlegra mál sem uppi núna, heldur en einhver túristagos,“ segir Hjálmar og heldur áfram: „Það er fjögur þúsund manna sveitarfélag að lenda í hremmingum sem ekkert sveitarfélag hefur lent í. Ég fullyrði það og þá er Vestmannaeyjabær meðtalinn. Þetta eru ótrúlegar aðstæður og mjög erfiðar og krefjast þess að við hugsum þetta og vinnum þá vinnu sem þarf að vinna,“ segir Hjálmar segir og að hann muni halda áfram að þrýsta á yfirvöld til að tryggja betri aðkomu heimamanna að aðgerðum. Lögreglan Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Engum hleypt inn í Grindavík næstu tvo daga Íbúum og fyrirtækjaeigendum verður ekki hleypt inn í Grindavík næstu daga vegna slæmrar veðurspár. Vegna veðurs þykir ekki óhætt að halda því fyrirkomulagi sem búið var að setja upp. 1. febrúar 2024 13:42 Grindvíkingar vitja um eigur sínar í dag Grindvíkingar sem búa á ákveðnum svæðum fá í dag að fara inn í bæinn til að vitja um eigur sínar. 1. febrúar 2024 08:23 Engin verðmætabjörgun í Grindavík á morgun Íbúum og fyrirtækjum í Grindavík verður ekki gefinn kostur á að fara inn til Grindavíkur á morgun líkt og til stóð. Ástæðan er gul veðurviðvörun sem gefin hefur verið út á svæðinu, þar sem vestan hvassviðri eða stormur með dimmum éljum mun ganga yfir. 30. janúar 2024 15:33 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Greint var frá því á vef Víkurfrétta fyrst í dag að hann væri kominn í leyfi. Á sama tíma var vísað í bókun sem hann og tveir aðrir bæjarfulltrúar lögðu fram á fundi bæjarstjórnar í gær þar sem þau skoruðu á Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra, lögreglustjórann á Suðurnesjum og Ríkislögreglustjóra að endurskoða afstöðu sína varðandi gildandi skipulag og opna sem fyrst fyrir umferð um allar leiðir til og frá Grindavík, fyrir íbúa og atvinnulíf. „Þá verður aftur að taka upp opnanar sem gilda frá kl. 10:00 til 17:00 eða 19:00,“ sagði enn fremur í bókuninni en auk Hjálmars lögðu hana fram þau Gunnar Már Gunnarsson, fulltrúi M-lista og Helga Dís Jakobsdóttir, fulltrúi U-lista. Ekki tengt bókuninni „Það er staðfest. Það er rétt,“ segir Hjálmar í samtali við fréttastofu um leyfið og að leyfið sé ótímabundið. Hann leyfið ekki á neinn hátt tengt bókun hans á fundi bæjarstjórnar heldur hafi hann komist að samkomulagi við lögregluembættið um að fara í leyfi frá sínum störfum þar. Það sé búið að vera mikið að gera í sveitarstjórnarmálunum og að hann hafi ekki lengur getað sinnt báðum störfum vel. „Ég hef líka skyldur gagnvart sveitarfélaginu mínu,“ segir Hjálmar þegar hann er spurður hvort að leyfið tengist að einhverju leyti bókuninni eða gagnrýni hans í henni á yfirvöld. „Ég hef skyldur þar og eitt af því er að hugsa um fólkið í Grindavík,“ segir hann og að hann standi við bæði bókunina og sína gagnrýni. En það voru þá orðnir einhverjir hagsmunaárekstrar að vera í lögreglunni og í bæjarstjórn? „Já, ég hef lengi verið á línunni en hef alltaf haft þau sjónarmið bæði sem lögreglumaður og bæjarfulltrúi að leysa öll mál og koma jafnt fram við alla. Ég hef aldrei gert annað. En þetta var orðið erfitt fyrir bæði mig og yfirmenn mína,“ segir Hjálmar og að hann hafi reglulega þurft að fara á fundi sem sveitarstjórnarmaður. Hann segir að í fyrstu eldgosunum hafi þetta gengið vel og hann hafi borið báða hattana. „Nú er staðan allt önnur og þetta er miklu alvarlegra mál sem uppi núna, heldur en einhver túristagos,“ segir Hjálmar og heldur áfram: „Það er fjögur þúsund manna sveitarfélag að lenda í hremmingum sem ekkert sveitarfélag hefur lent í. Ég fullyrði það og þá er Vestmannaeyjabær meðtalinn. Þetta eru ótrúlegar aðstæður og mjög erfiðar og krefjast þess að við hugsum þetta og vinnum þá vinnu sem þarf að vinna,“ segir Hjálmar segir og að hann muni halda áfram að þrýsta á yfirvöld til að tryggja betri aðkomu heimamanna að aðgerðum.
Lögreglan Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Engum hleypt inn í Grindavík næstu tvo daga Íbúum og fyrirtækjaeigendum verður ekki hleypt inn í Grindavík næstu daga vegna slæmrar veðurspár. Vegna veðurs þykir ekki óhætt að halda því fyrirkomulagi sem búið var að setja upp. 1. febrúar 2024 13:42 Grindvíkingar vitja um eigur sínar í dag Grindvíkingar sem búa á ákveðnum svæðum fá í dag að fara inn í bæinn til að vitja um eigur sínar. 1. febrúar 2024 08:23 Engin verðmætabjörgun í Grindavík á morgun Íbúum og fyrirtækjum í Grindavík verður ekki gefinn kostur á að fara inn til Grindavíkur á morgun líkt og til stóð. Ástæðan er gul veðurviðvörun sem gefin hefur verið út á svæðinu, þar sem vestan hvassviðri eða stormur með dimmum éljum mun ganga yfir. 30. janúar 2024 15:33 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Engum hleypt inn í Grindavík næstu tvo daga Íbúum og fyrirtækjaeigendum verður ekki hleypt inn í Grindavík næstu daga vegna slæmrar veðurspár. Vegna veðurs þykir ekki óhætt að halda því fyrirkomulagi sem búið var að setja upp. 1. febrúar 2024 13:42
Grindvíkingar vitja um eigur sínar í dag Grindvíkingar sem búa á ákveðnum svæðum fá í dag að fara inn í bæinn til að vitja um eigur sínar. 1. febrúar 2024 08:23
Engin verðmætabjörgun í Grindavík á morgun Íbúum og fyrirtækjum í Grindavík verður ekki gefinn kostur á að fara inn til Grindavíkur á morgun líkt og til stóð. Ástæðan er gul veðurviðvörun sem gefin hefur verið út á svæðinu, þar sem vestan hvassviðri eða stormur með dimmum éljum mun ganga yfir. 30. janúar 2024 15:33