Einar Jónsson: Vorum með allt of marga tapaða bolta Þorsteinn Hjálmsson skrifar 1. febrúar 2024 21:44 Einar Jónsson var óánægður með margt í leik sinna manna. Vísir/Anton Brink Fram tapaði í kvöld með fjórum mörkum gegn Aftureldingu að Varmá, lokatölur 30-26, í fyrstu umferð Olís-deildarinnar eftir langt hlé. Einar Jónsson, þjálfari Framara var ósáttur með frammistöðu sinna manna í kvöld. „Ég var ánægður með eitthvað. Mér fannst varnarleikurinn stærstan hluta leiksins bara góður, það var svona það sem ég var hræddastur við komandi inn í leikinn. Sóknarlega erum við bara lélegir, því miður. Við erum búnir að vera besta sóknarliðið í vetur, við vorum langt frá því í dag. Vorum með allt of marga tapaða bolta, óagaðir, hlupum illa til baka og við hlaupum illa fram líka,“ sagði Einar um leik sinna manna og bætti við. „Fyrir utan góða kafla varnarlega þá voru bara allt of margir þættir ekki í lagi.“ Einari fannst sínir menn sjálfum sér verstir í leiknum en liðið fékk nokkur tækifæri á að gera atlögu að forystu heimamanna sem voru með undirtökin allan leikinn. „Þegar þeir ná forystunni þá er það út af töpuðum boltum hjá okkur. Svo vinnum við okkur aftur inn í þetta, minnkum muninn í eitt, þá kemur aftur tapaður bolti. Svona gekk þetta einhverja þrjá kafla að minnsta kosti í leiknum. Við hljótum að vera í kringum 15 tapaða bolta í þessum leik sem er bara helmingi meira en við erum vanir að vera með, það er bara mjög dýrt gegn eins góðu liði og Aftureldingu.“ Andri Dagur Ófeigsson lék í kvöld fyrsta leik sinn fyrir Fram eftir að hafa komið heim frá Danmörku um áramótin þar sem hann lék með Frederisksberg IF. Andri Dagur fékk slæmt högg á höfuðið í leiknum og spilaði ekkert eftir það. „Andri kom frábærlega inn í þetta, hann er eins og einhyrningur, fékk högg á höfuðið undir lok fyrri hálfleiks,“ sagði Einar um atvikið. Aðspurður út í meiðslalista Framara hafði einar þetta að segja. „Magnús Öder er bara frá, það er ljóst, stutt síðan hann var í aðgerð á öxl. Þorsteinn Gauti er bara óljóst hvenær hann kemur aftur. Við höfum ekki fengið neina tímasetningu hvenær hann kemur aftur.“ Að lokum sagðist Einar það vera gaman að vera byrjaður aftur þrátt fyrir að leikur Fram í kvöld hafi ekki verið góður að hans mati. „Það er náttúrulega bara gaman að vera byrjaður aftur en ég hefði viljað betri úrslit og betri frammistöðu, hún var ekki nógu góð.“ Olís-deild karla Fram Afturelding Tengdar fréttir Leik lokið: Afturelding - Fram 30-26 | Mosfellingar unnu fyrsta leik eftir hlé Eftir langt jóla- og EM-hlé vann Afturelding góðan fjögurra marka sigur gegn Fram er Olís-deild karla í handbolta rúllaði af stað á ný í kvöld, 30-26. 1. febrúar 2024 21:09 Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi „Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ „Reyndi að halda þessu áfram eins lengi og ég gat“ „Mig langar mjög mikið að gráta“ „Við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu“ Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Færeysku stelpurnar unnu Spán: Söguleg stund fyrir Færeyjar Uppgjörið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ Sjá meira
„Ég var ánægður með eitthvað. Mér fannst varnarleikurinn stærstan hluta leiksins bara góður, það var svona það sem ég var hræddastur við komandi inn í leikinn. Sóknarlega erum við bara lélegir, því miður. Við erum búnir að vera besta sóknarliðið í vetur, við vorum langt frá því í dag. Vorum með allt of marga tapaða bolta, óagaðir, hlupum illa til baka og við hlaupum illa fram líka,“ sagði Einar um leik sinna manna og bætti við. „Fyrir utan góða kafla varnarlega þá voru bara allt of margir þættir ekki í lagi.“ Einari fannst sínir menn sjálfum sér verstir í leiknum en liðið fékk nokkur tækifæri á að gera atlögu að forystu heimamanna sem voru með undirtökin allan leikinn. „Þegar þeir ná forystunni þá er það út af töpuðum boltum hjá okkur. Svo vinnum við okkur aftur inn í þetta, minnkum muninn í eitt, þá kemur aftur tapaður bolti. Svona gekk þetta einhverja þrjá kafla að minnsta kosti í leiknum. Við hljótum að vera í kringum 15 tapaða bolta í þessum leik sem er bara helmingi meira en við erum vanir að vera með, það er bara mjög dýrt gegn eins góðu liði og Aftureldingu.“ Andri Dagur Ófeigsson lék í kvöld fyrsta leik sinn fyrir Fram eftir að hafa komið heim frá Danmörku um áramótin þar sem hann lék með Frederisksberg IF. Andri Dagur fékk slæmt högg á höfuðið í leiknum og spilaði ekkert eftir það. „Andri kom frábærlega inn í þetta, hann er eins og einhyrningur, fékk högg á höfuðið undir lok fyrri hálfleiks,“ sagði Einar um atvikið. Aðspurður út í meiðslalista Framara hafði einar þetta að segja. „Magnús Öder er bara frá, það er ljóst, stutt síðan hann var í aðgerð á öxl. Þorsteinn Gauti er bara óljóst hvenær hann kemur aftur. Við höfum ekki fengið neina tímasetningu hvenær hann kemur aftur.“ Að lokum sagðist Einar það vera gaman að vera byrjaður aftur þrátt fyrir að leikur Fram í kvöld hafi ekki verið góður að hans mati. „Það er náttúrulega bara gaman að vera byrjaður aftur en ég hefði viljað betri úrslit og betri frammistöðu, hún var ekki nógu góð.“
Olís-deild karla Fram Afturelding Tengdar fréttir Leik lokið: Afturelding - Fram 30-26 | Mosfellingar unnu fyrsta leik eftir hlé Eftir langt jóla- og EM-hlé vann Afturelding góðan fjögurra marka sigur gegn Fram er Olís-deild karla í handbolta rúllaði af stað á ný í kvöld, 30-26. 1. febrúar 2024 21:09 Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi „Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ „Reyndi að halda þessu áfram eins lengi og ég gat“ „Mig langar mjög mikið að gráta“ „Við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu“ Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Færeysku stelpurnar unnu Spán: Söguleg stund fyrir Færeyjar Uppgjörið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ Sjá meira
Leik lokið: Afturelding - Fram 30-26 | Mosfellingar unnu fyrsta leik eftir hlé Eftir langt jóla- og EM-hlé vann Afturelding góðan fjögurra marka sigur gegn Fram er Olís-deild karla í handbolta rúllaði af stað á ný í kvöld, 30-26. 1. febrúar 2024 21:09