Foden kom til baka gegn Brentford og Man City nálgast toppinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. febrúar 2024 22:10 Phil Foden kom Man City til bjargar. James Gill/Getty Images Englandsmeistarar Manchester City hafa minnkað forskot Liverpool á toppi ensku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu niður í aðeins tvö stig með góðum útisigri á Brentford. Meistararnir hafa átt erfitt uppdráttar gegn lærisveinum Thomas Frank og ekki var útlitið bjart þegar heimamenn komust yfir. Eftir tap Liverpool fyrir Arsenal var ljóst að sigur gestanna myndi hleypa toppbaráttu úrvalsdeildarinnar í algjört uppnám. Hvað okkur Íslendinga varðar þá var það helst að frétta fyrir leik að Hákon Rafn Valdimarsson var ekki í leikmannahóp Brentford en Erling Braut Håland byrjaði hjá gestunum. Heimamenn komust nokkuð óvænt yfir þegar rúmar tuttugu mínútur voru liðnar af leiknum. Neal Maupey slapp þá einn í gegn eftir langa spyrnu frá Mark Flekken, markverði Brentford. Ivan Toney stóð hálfpartinn í vegi fyrir Nathan Aké sem komst ekki að boltanum og Maupay slapp einn í gegn. Gestirnir létu skotin rigna á marki heimaliðsins en Flekken stóð vaktina með sóma. Hann gat ekkert gert þegar Phil Foden var réttur maður á réttum stað og potaði boltanum í netið í uppbótartíma fyrri hálfleiks. On a perfect hat-trick! 1-2 #ManCity pic.twitter.com/5NgONpC6D2— Manchester City (@ManCity) February 5, 2024 Síðari hálfleikur var ekki gamall þegar Kevin De Bruyne lyfti boltanum inn á teig frá vinstri og á einhvern ótrúlegan hátt var Foden einn á auðum sjó. Hann gat ekki annað en látið boltann syngja í netinu og gestirnir komnir yfir. Foden fullkomnaði svo þrennu sína og sigur City með marki þegar tuttugu mínútur lifðu leiks. Hann fékk boltann þá frá Håland og skoraði með hnitmiðuðu skoti niðri í markhornið vinstra megin. FULL-TIME | A @PhilFoden hat-trick secures the W 1-3 #ManCity | @okx pic.twitter.com/COhMiNcycY— Manchester City (@ManCity) February 5, 2024 Lokatölur í kvöld 1-3 og Man City er farið að anda ofan í hálsmálið á toppliðinu. Liverpool er með 51 stig að loknum 23 leikjum. Þar á eftir kemur Man City með 49 stig og leik til góða. Arsenal er svo í 3. sæti, einnig með 49 stig en hafa hins vegar spilað 23 leiki. Brentford er í 15. sæti með 22 stig, þremur frá fallsæti. Enski boltinn Fótbolti
Englandsmeistarar Manchester City hafa minnkað forskot Liverpool á toppi ensku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu niður í aðeins tvö stig með góðum útisigri á Brentford. Meistararnir hafa átt erfitt uppdráttar gegn lærisveinum Thomas Frank og ekki var útlitið bjart þegar heimamenn komust yfir. Eftir tap Liverpool fyrir Arsenal var ljóst að sigur gestanna myndi hleypa toppbaráttu úrvalsdeildarinnar í algjört uppnám. Hvað okkur Íslendinga varðar þá var það helst að frétta fyrir leik að Hákon Rafn Valdimarsson var ekki í leikmannahóp Brentford en Erling Braut Håland byrjaði hjá gestunum. Heimamenn komust nokkuð óvænt yfir þegar rúmar tuttugu mínútur voru liðnar af leiknum. Neal Maupey slapp þá einn í gegn eftir langa spyrnu frá Mark Flekken, markverði Brentford. Ivan Toney stóð hálfpartinn í vegi fyrir Nathan Aké sem komst ekki að boltanum og Maupay slapp einn í gegn. Gestirnir létu skotin rigna á marki heimaliðsins en Flekken stóð vaktina með sóma. Hann gat ekkert gert þegar Phil Foden var réttur maður á réttum stað og potaði boltanum í netið í uppbótartíma fyrri hálfleiks. On a perfect hat-trick! 1-2 #ManCity pic.twitter.com/5NgONpC6D2— Manchester City (@ManCity) February 5, 2024 Síðari hálfleikur var ekki gamall þegar Kevin De Bruyne lyfti boltanum inn á teig frá vinstri og á einhvern ótrúlegan hátt var Foden einn á auðum sjó. Hann gat ekki annað en látið boltann syngja í netinu og gestirnir komnir yfir. Foden fullkomnaði svo þrennu sína og sigur City með marki þegar tuttugu mínútur lifðu leiks. Hann fékk boltann þá frá Håland og skoraði með hnitmiðuðu skoti niðri í markhornið vinstra megin. FULL-TIME | A @PhilFoden hat-trick secures the W 1-3 #ManCity | @okx pic.twitter.com/COhMiNcycY— Manchester City (@ManCity) February 5, 2024 Lokatölur í kvöld 1-3 og Man City er farið að anda ofan í hálsmálið á toppliðinu. Liverpool er með 51 stig að loknum 23 leikjum. Þar á eftir kemur Man City með 49 stig og leik til góða. Arsenal er svo í 3. sæti, einnig með 49 stig en hafa hins vegar spilað 23 leiki. Brentford er í 15. sæti með 22 stig, þremur frá fallsæti.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti