Potaði í rassinn á leikmanni í miðjum leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2024 07:44 Lucas Ocampos fagnar marki með Sevilla en hann var ekki eins ánægður í leiknum á móti Rayo Vallecano í gær. EPA-EFE/Miguel Angel Molina Lucas Ocampos, leikmaður Sevilla, var öskuillur í leik Sevilla og Rayo Vallecano í spænsku deildinni í gær. Ástæðan var að áhorfandi potaði í rassinn á honum í miðjum leik. Atvikið furðulega varð eftir hálftíma leik. Ocampos var þá að undirbúa sig að taka innkast þegar áhorfandi stakk puttanum í rassinn á Ocampos. Lucas Ocampos says that he didn t do anything to the fan because he would ve been banned from football:"If I reacted badly to the fan my season is over and I won't play again this year."[@partidazocope] pic.twitter.com/bieiX29Wvq— LaLigaExtra (@LaLigaExtra) February 5, 2024 Ocampos snéri sér strax við og kallaði síðan á dómara leiksins. Á endanum róuðust menn og leikurinn hélt áfram. Ocampos útskýrði hvað hafði gerst í viðtali eftir leikinn. „Ég bind vonir við að deildin taki þessu jafnalvarlega og kynþáttafordómum. Ég vil ekki segja að allir stuðningsmenn Vallecano hagi sér svona en það er alltaf þessi eini vitleysingur,“ sagði Ocampos við DAZN. Ocampos sagðist ekki hafa gert neitt við áhorfandann þar sem hann óttaðist harða refsingu við slíku. „Ég vona líka að svona gerist ekki annars staðar. Við vitum öll hvað myndi gerast ef að þetta væri kvennaleikur. Ég vona að dætur mínar lendi ekki í svona í framtíðinni,“ sagði Ocampos. Sevilla sendi frá sér tilkynningu á miðlum sínum þar sem er kallað eftir því að atvikið verði rannsakað og deildin hefur verið látin vita af atvikinu. Sevilla vann leikinn 2-1. Ocampos on the incident with the Rayo fan: I hope La Liga takes it seriously like it does racism. If it had happened in the women s game, we know what would happen pic.twitter.com/SAx3YfhEAS— MySportDab (@mysportdabb) February 6, 2024 Spænski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Fleiri fréttir Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Sjá meira
Atvikið furðulega varð eftir hálftíma leik. Ocampos var þá að undirbúa sig að taka innkast þegar áhorfandi stakk puttanum í rassinn á Ocampos. Lucas Ocampos says that he didn t do anything to the fan because he would ve been banned from football:"If I reacted badly to the fan my season is over and I won't play again this year."[@partidazocope] pic.twitter.com/bieiX29Wvq— LaLigaExtra (@LaLigaExtra) February 5, 2024 Ocampos snéri sér strax við og kallaði síðan á dómara leiksins. Á endanum róuðust menn og leikurinn hélt áfram. Ocampos útskýrði hvað hafði gerst í viðtali eftir leikinn. „Ég bind vonir við að deildin taki þessu jafnalvarlega og kynþáttafordómum. Ég vil ekki segja að allir stuðningsmenn Vallecano hagi sér svona en það er alltaf þessi eini vitleysingur,“ sagði Ocampos við DAZN. Ocampos sagðist ekki hafa gert neitt við áhorfandann þar sem hann óttaðist harða refsingu við slíku. „Ég vona líka að svona gerist ekki annars staðar. Við vitum öll hvað myndi gerast ef að þetta væri kvennaleikur. Ég vona að dætur mínar lendi ekki í svona í framtíðinni,“ sagði Ocampos. Sevilla sendi frá sér tilkynningu á miðlum sínum þar sem er kallað eftir því að atvikið verði rannsakað og deildin hefur verið látin vita af atvikinu. Sevilla vann leikinn 2-1. Ocampos on the incident with the Rayo fan: I hope La Liga takes it seriously like it does racism. If it had happened in the women s game, we know what would happen pic.twitter.com/SAx3YfhEAS— MySportDab (@mysportdabb) February 6, 2024
Spænski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Fleiri fréttir Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Sjá meira