„Heimskulegt“ að mati þjálfara Willums Sindri Sverrisson skrifar 6. febrúar 2024 15:01 Willum Þór Willumsson á ferðinni í leiknum gegn Vitesse. Getty/Henny Meijerink Willum Þór Willumsson, landsliðsmaður í fótbolta, er kominn í tveggja leikja bann í hollensku úrvalsdeildinni eftir brot sem þjálfari hans kallaði „heimskulegt“. Hann missir meðal annars af slag við erkifjendur um næstu helgi. Willum fékk beint rautt spjald í uppbótartíma útileiks gegn botnliði Vitesse á sunnudaginn, fyrir að renna sér og sparka létt aftan í andstæðing. Brotið má sjá hér að neðan, eftir 14 mínútur og 40 sekúndur. Go Ahead Eagles, lið Willums, var yfir þegar rauða spjaldið fór á loft og vann leikinn 2-0, en ljóst er að liðið mun sakna Willums í næstu leikjum því hann hefur verið í stóru hlutverki. Á vef hollenska miðilsins AD er haft eftir þjálfara Go Ahead Eagles, René Hake, að brotið hafi verið „óheppilegt“ en hann bætti svo í og sagði það „heimskulegt.“ „Hann gerði liði sínu óleik,“ sagði Hake. Sjálfur vildi Willum meina að brot sitt hefði frekar verðskuldað gult spjald. „Það vita það allir að ég er ekki grófur leikmaður. Ég var bara að reyna að stöðva sóknina og hélt að ég fengi gult spjald. Þetta var mjög vægt,“ sagði Willum og bætti við: „Ég tæklaði hann að aftan en það er ekki eins og ég hafi á nokkurn hátt ætlað mér að meiða hann. Ég felldi hann en það var enginn slæmur hugur á bakvið þetta og engin hætta af þessu. Þess vegna fannst mér þetta mjög vægt.“ Go Ahead Eagles eru núna með 30 stig í 6. sæti en næsti leikur liðsins er heimaleikur við erkifjendurna í PEC Zwolle á sunnudag. Leikir liðanna hafa verið kallaðir IJssel-slagurinn eftir ánni IJsell sem heimaborgir liðanna eru staðsettar við. Willum missir svo einnig af lútileik við Heerenveen 17. febrúar. Hollenski boltinn Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Fótbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Fleiri fréttir Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Sjá meira
Willum fékk beint rautt spjald í uppbótartíma útileiks gegn botnliði Vitesse á sunnudaginn, fyrir að renna sér og sparka létt aftan í andstæðing. Brotið má sjá hér að neðan, eftir 14 mínútur og 40 sekúndur. Go Ahead Eagles, lið Willums, var yfir þegar rauða spjaldið fór á loft og vann leikinn 2-0, en ljóst er að liðið mun sakna Willums í næstu leikjum því hann hefur verið í stóru hlutverki. Á vef hollenska miðilsins AD er haft eftir þjálfara Go Ahead Eagles, René Hake, að brotið hafi verið „óheppilegt“ en hann bætti svo í og sagði það „heimskulegt.“ „Hann gerði liði sínu óleik,“ sagði Hake. Sjálfur vildi Willum meina að brot sitt hefði frekar verðskuldað gult spjald. „Það vita það allir að ég er ekki grófur leikmaður. Ég var bara að reyna að stöðva sóknina og hélt að ég fengi gult spjald. Þetta var mjög vægt,“ sagði Willum og bætti við: „Ég tæklaði hann að aftan en það er ekki eins og ég hafi á nokkurn hátt ætlað mér að meiða hann. Ég felldi hann en það var enginn slæmur hugur á bakvið þetta og engin hætta af þessu. Þess vegna fannst mér þetta mjög vægt.“ Go Ahead Eagles eru núna með 30 stig í 6. sæti en næsti leikur liðsins er heimaleikur við erkifjendurna í PEC Zwolle á sunnudag. Leikir liðanna hafa verið kallaðir IJssel-slagurinn eftir ánni IJsell sem heimaborgir liðanna eru staðsettar við. Willum missir svo einnig af lútileik við Heerenveen 17. febrúar.
Hollenski boltinn Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Fótbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Fleiri fréttir Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Sjá meira