Sótti um vernd vopnaður kennsluefni í að koma illa fram við konur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. febrúar 2024 17:37 Maðurinn kom til Ísland þann 30. janúar síðastliðinn. Hann var stöðvaður á Keflavíkurflugvelli. Myndin er úr safni. Vísir/vilhelm Erlendur karlmaður sem sótti um alþjóðlega vernd hér á landi í lok janúar hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald á meðan mál hans er til umfjöllunar. Í fórum hans fannst efni um hvernig eigi að beita konur misrétti. Það var þriðjudagskvöldið 30. janúar sem maðurinn kom til landsins. Lögreglumenn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar ræddu við manninn sem gat ekki framvísað skilríkjum. Við tollskoðun fundust ýmis skjöl, bækur, farsímar, USB lyklar, harður diskur en engin skilríki. Sagðist óttast um líf sitt Maðurinn upplýsti um fæðingardag sinn en breytti svo svarinu sínu. Hann væri að sækja um alþjóðlega vernd hér á landi þar sem hann óttaðist um líf sitt vegna hótana um að honum yrði ráðinn bani. Hann sagðist hafa sótt um alþjóðlega vernd í nokkrum löndum. Hann hefði ætlað að sækja um vernd í einu landi en ekki getað orðið sér út um áritun til þess lands. Hann hefði verið hrakinn burt og menn væru að elta hann og vildu drepa hvert sem hann færi. Hann sagðist ekki þekkja neinn á Íslandi og hefði enga tengingu við landið. Hann hefði borgað flugmiðann sjálfur, væri andlega veikur og á lyfjum. Aðspurður um herþjálfun sagðist hann hafa verið í samtökum frá því hann var undir lögaldri. Hefur áður sótt um alþjóðlega vernd Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru að finna í gæsluvarðhaldsúrskurðinum. Þar kemur fram að við skoðun á skjölum í farangri mannsins hafi fundist dagbækur um hvernig eigi að sækja um alþjóðlega vernd í ýmsum löndum. Sömuleiðis um það hvernig beita eigi konur kynbundnu misrétti. Í lögreglukerfinu fannst aðili með sama nafn og fæðingardag. Samkvæmt kerfinu sótti maðurinn um alþjóðlega vernd hér á landi árið 2021. Hann framvísaði vegabréfi ánöfnuðu öðrum karlmanni og sömuleiðis dvalarleyfiskorti. Honum var fylgt úr landi af stoðdeild Ríkislögreglustjóra árið 2021. Lögregla segir samanburð á myndum og fingraförum sýna að allar líkur sé um að ræða sama mann. Hann var handtekinn aðfaranótt 31. janúar og krafist gæsluvarðhalds yfir honum. Vægari úrræði vandfundin Lögreglan á Suðurnesjum segir í gæsluvarðhaldskröfunni að ný umsókn mannsins um alþjóðlega vernd eigi að hljóta forgangsmeðferð hjá yfirvöldum. Unnið sé að rannsókn málsins og gæti það leitt til brottvísunar hans. Fyrirséð er að einhverja daga geti tekið að ljúka málinu. Héraðsdómur Reykjaness féllst á kröfu um tveggja vikna gæsluvarðhald enda væri ekki unnt að beita vægari úrræðum í málinu. Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu. Úrskurðinn má lesa hér. Hælisleitendur Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Sjá meira
Það var þriðjudagskvöldið 30. janúar sem maðurinn kom til landsins. Lögreglumenn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar ræddu við manninn sem gat ekki framvísað skilríkjum. Við tollskoðun fundust ýmis skjöl, bækur, farsímar, USB lyklar, harður diskur en engin skilríki. Sagðist óttast um líf sitt Maðurinn upplýsti um fæðingardag sinn en breytti svo svarinu sínu. Hann væri að sækja um alþjóðlega vernd hér á landi þar sem hann óttaðist um líf sitt vegna hótana um að honum yrði ráðinn bani. Hann sagðist hafa sótt um alþjóðlega vernd í nokkrum löndum. Hann hefði ætlað að sækja um vernd í einu landi en ekki getað orðið sér út um áritun til þess lands. Hann hefði verið hrakinn burt og menn væru að elta hann og vildu drepa hvert sem hann færi. Hann sagðist ekki þekkja neinn á Íslandi og hefði enga tengingu við landið. Hann hefði borgað flugmiðann sjálfur, væri andlega veikur og á lyfjum. Aðspurður um herþjálfun sagðist hann hafa verið í samtökum frá því hann var undir lögaldri. Hefur áður sótt um alþjóðlega vernd Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru að finna í gæsluvarðhaldsúrskurðinum. Þar kemur fram að við skoðun á skjölum í farangri mannsins hafi fundist dagbækur um hvernig eigi að sækja um alþjóðlega vernd í ýmsum löndum. Sömuleiðis um það hvernig beita eigi konur kynbundnu misrétti. Í lögreglukerfinu fannst aðili með sama nafn og fæðingardag. Samkvæmt kerfinu sótti maðurinn um alþjóðlega vernd hér á landi árið 2021. Hann framvísaði vegabréfi ánöfnuðu öðrum karlmanni og sömuleiðis dvalarleyfiskorti. Honum var fylgt úr landi af stoðdeild Ríkislögreglustjóra árið 2021. Lögregla segir samanburð á myndum og fingraförum sýna að allar líkur sé um að ræða sama mann. Hann var handtekinn aðfaranótt 31. janúar og krafist gæsluvarðhalds yfir honum. Vægari úrræði vandfundin Lögreglan á Suðurnesjum segir í gæsluvarðhaldskröfunni að ný umsókn mannsins um alþjóðlega vernd eigi að hljóta forgangsmeðferð hjá yfirvöldum. Unnið sé að rannsókn málsins og gæti það leitt til brottvísunar hans. Fyrirséð er að einhverja daga geti tekið að ljúka málinu. Héraðsdómur Reykjaness féllst á kröfu um tveggja vikna gæsluvarðhald enda væri ekki unnt að beita vægari úrræðum í málinu. Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu. Úrskurðinn má lesa hér.
Hælisleitendur Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Sjá meira