Opið bréf til Kastljóss vegna umfjöllunar um hugbirtandi efni í fyrrakvöld Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar 7. febrúar 2024 07:00 Lilja heiti ég og er sálfræðingur. Ég hef síðustu ár einbeitt mér að skaðaminnkun og skaðaminnkandi hugmyndafræði, bæði í samfélaginu og í meðferð. Ég er ein af þeim heilbrigðisstarfsmönnum sem fékk mikinn áhuga á efnunum þegar þau byrjuðu að koma fram á sjónarsviðið. Ég hef fylgst náið með rannsóknum á efnunum ásamt því að sækja mér eins djúpa og víða þekkingu og ég hef getað og frá mörgum sjónarhornum en innan lagalegs ramma. Ég hef reynt að opna umræðuna hjá mínum kollegum, held úti facebook hópi fyrir heilbrigðisstarfsmenn sem vilja fylgjast með rannsóknum á efnunum, og hef verið dugleg að kalla á aukna fræðslu, bæði til kollega og til almennings. Ég deili að mörgu leyti áhyggjum Engilberts geðlæknis sem komu fram í Kastljósþætti fyrradagsins. Í þeim samfélögum sem varðveitt hafa efnin hafa þau verið notuð í jafnvel þúsundir ára innan strangs regluverks. Við höfum svo sótt þessi efni og flutt þau inn í okkar menningu, en án þess að taka regluverkið með okkur. Hér höfum við engar hefðir um notkun efnanna. Engan lagaramma. Engar klínískar leiðbeiningar. Enga gæðastaðla fyrir það fólk sem handleikur efnin. Og fullt, fullt af góðhjörtuðu fólki sem fékk sjálft mikið út úr notkun sinni, áttar sig ekki á því hvað það er að handleika og ákveður að aðstoða aðra við notkun efnanna. Þetta býður upp á vandræði. Og það er það sem við erum byrjuð að sjá. Mikla aukningu innlagna og alvarlegra atvika, sem ég fer ekki varhluta af á minni stofu. Svo hver er lausnin? Er lausnin að taka fjölmiðlaumfjöllunina í hina áttina og byrja hræðsluáróður? Hverju mun það skila? Sumar af staðhæfingum Engilberts í Kastljósi fyrradagsins falla hættulega nálægt hræðsluáróðri og ýkjum. Hann nefnir rannsókn þar sem fjórir af hverjum tíu sögðu reynsluna vera erfiðustu reynslu lífs síns, en sleppir því að nefna að 84% þessarra einstaklinga mæltu með reynslunni fyrir aðra þrátt fyrir það. Hann nefnir að einn af hverjum tíu segist hafa verið hættulegur sér eða öðrum, en nefnir ekki að 66-86% sagði reynsluna vera eina af fimm þýðingarmestu upplifun lífs síns, oft ofar en fæðingu fyrsta barns. Ástæðan fyrir því að ég nefni þetta er ekki til þess að verja efnin, heldur til þess að vekja athygli á að það er ástæða fyrir því að fólk sækir í þetta. Aðrar ástæður koma líka til; einhliða umfjöllun í blöðum undanfarin ár, mölbrotið heilbrigðiskerfi og faraldur vanlíðunar. En tilfinning mín er sú að stærsta ástæðan er orðið sem berst á milli manna. Fólk sér líðan vina og vandamanna breytast eftir notkun efnanna og hugsar „ég vil þetta“. Hræðsluáróður mun ekki breyta því. Það eina sem hann gerir er að koma fólki sem notar efnin lengra út á jaðarinn, þar sem hætturnar verða meiri og hjálpin lengra í burtu. Hræðsluáróður skilar eingöngu því að fólk sem áður var á móti efnunum eru nú enn meira á móti þeim, og það fólk sem áður var hrifið af efnunum treystir ekki sínum fagaðilum fyrir notkun sinni, þorir ekki að leita sér hjálpar ef eitthvað bregður út af, og veit ekki hvert það á að leita sér réttra upplýsinga til að tryggja öryggi sitt. Ég held úti skaðaminnkandi fræðslunámskeiðum um efnin, ætlað fólki sem hefur að eigin frumkvæði ákveðið að fara þessa leið. Á námskeiðunum fer ég yfir hvað efnin eru og hvernig þau virka, hverjar áhættur og mögulegur ávinningur sé, hvað þurfi að hafa í huga áður en farið er út í þetta, hvað þurfi að passa þegar valin er yfirsetumanneskja og sálfélagsleg fræðsla um undirbúning og eftirvinnslu. Þessi fræðsla er í boði svo fólk hendi sér ekki út í eitthvað að algjörlega óathuguðu máli. Það sem við þurfum er FRÆÐSLA, ekki hræðsla. Okkur miðar aldrei neitt áfram ef við stýrum skipinu ekki frá þessari svarthvítu umræðu. Á þessum tímapunkti hefur það aldrei verið jafn nauðsynlegt. Höfundur er sálfræðingur, hefur lokið námi í hugbirtandi fræðum og heldur úti skaðaminnkandi fræðslu- og stuðningsnámskeiðum fyrir fólk sem hyggur á notkun þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Sif Þorsteinsdóttir Hugvíkkandi efni Heilbrigðismál Ríkisútvarpið Lyf Mest lesið Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Lilja heiti ég og er sálfræðingur. Ég hef síðustu ár einbeitt mér að skaðaminnkun og skaðaminnkandi hugmyndafræði, bæði í samfélaginu og í meðferð. Ég er ein af þeim heilbrigðisstarfsmönnum sem fékk mikinn áhuga á efnunum þegar þau byrjuðu að koma fram á sjónarsviðið. Ég hef fylgst náið með rannsóknum á efnunum ásamt því að sækja mér eins djúpa og víða þekkingu og ég hef getað og frá mörgum sjónarhornum en innan lagalegs ramma. Ég hef reynt að opna umræðuna hjá mínum kollegum, held úti facebook hópi fyrir heilbrigðisstarfsmenn sem vilja fylgjast með rannsóknum á efnunum, og hef verið dugleg að kalla á aukna fræðslu, bæði til kollega og til almennings. Ég deili að mörgu leyti áhyggjum Engilberts geðlæknis sem komu fram í Kastljósþætti fyrradagsins. Í þeim samfélögum sem varðveitt hafa efnin hafa þau verið notuð í jafnvel þúsundir ára innan strangs regluverks. Við höfum svo sótt þessi efni og flutt þau inn í okkar menningu, en án þess að taka regluverkið með okkur. Hér höfum við engar hefðir um notkun efnanna. Engan lagaramma. Engar klínískar leiðbeiningar. Enga gæðastaðla fyrir það fólk sem handleikur efnin. Og fullt, fullt af góðhjörtuðu fólki sem fékk sjálft mikið út úr notkun sinni, áttar sig ekki á því hvað það er að handleika og ákveður að aðstoða aðra við notkun efnanna. Þetta býður upp á vandræði. Og það er það sem við erum byrjuð að sjá. Mikla aukningu innlagna og alvarlegra atvika, sem ég fer ekki varhluta af á minni stofu. Svo hver er lausnin? Er lausnin að taka fjölmiðlaumfjöllunina í hina áttina og byrja hræðsluáróður? Hverju mun það skila? Sumar af staðhæfingum Engilberts í Kastljósi fyrradagsins falla hættulega nálægt hræðsluáróðri og ýkjum. Hann nefnir rannsókn þar sem fjórir af hverjum tíu sögðu reynsluna vera erfiðustu reynslu lífs síns, en sleppir því að nefna að 84% þessarra einstaklinga mæltu með reynslunni fyrir aðra þrátt fyrir það. Hann nefnir að einn af hverjum tíu segist hafa verið hættulegur sér eða öðrum, en nefnir ekki að 66-86% sagði reynsluna vera eina af fimm þýðingarmestu upplifun lífs síns, oft ofar en fæðingu fyrsta barns. Ástæðan fyrir því að ég nefni þetta er ekki til þess að verja efnin, heldur til þess að vekja athygli á að það er ástæða fyrir því að fólk sækir í þetta. Aðrar ástæður koma líka til; einhliða umfjöllun í blöðum undanfarin ár, mölbrotið heilbrigðiskerfi og faraldur vanlíðunar. En tilfinning mín er sú að stærsta ástæðan er orðið sem berst á milli manna. Fólk sér líðan vina og vandamanna breytast eftir notkun efnanna og hugsar „ég vil þetta“. Hræðsluáróður mun ekki breyta því. Það eina sem hann gerir er að koma fólki sem notar efnin lengra út á jaðarinn, þar sem hætturnar verða meiri og hjálpin lengra í burtu. Hræðsluáróður skilar eingöngu því að fólk sem áður var á móti efnunum eru nú enn meira á móti þeim, og það fólk sem áður var hrifið af efnunum treystir ekki sínum fagaðilum fyrir notkun sinni, þorir ekki að leita sér hjálpar ef eitthvað bregður út af, og veit ekki hvert það á að leita sér réttra upplýsinga til að tryggja öryggi sitt. Ég held úti skaðaminnkandi fræðslunámskeiðum um efnin, ætlað fólki sem hefur að eigin frumkvæði ákveðið að fara þessa leið. Á námskeiðunum fer ég yfir hvað efnin eru og hvernig þau virka, hverjar áhættur og mögulegur ávinningur sé, hvað þurfi að hafa í huga áður en farið er út í þetta, hvað þurfi að passa þegar valin er yfirsetumanneskja og sálfélagsleg fræðsla um undirbúning og eftirvinnslu. Þessi fræðsla er í boði svo fólk hendi sér ekki út í eitthvað að algjörlega óathuguðu máli. Það sem við þurfum er FRÆÐSLA, ekki hræðsla. Okkur miðar aldrei neitt áfram ef við stýrum skipinu ekki frá þessari svarthvítu umræðu. Á þessum tímapunkti hefur það aldrei verið jafn nauðsynlegt. Höfundur er sálfræðingur, hefur lokið námi í hugbirtandi fræðum og heldur úti skaðaminnkandi fræðslu- og stuðningsnámskeiðum fyrir fólk sem hyggur á notkun þeirra.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun