Hart deilt um fyrirhugaða sumarlokun Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. febrúar 2024 07:02 Bókasöfn í Reykjavík verða lokuð til skiptis þrjár vikur í senn í sumar. Vísir/Vilhelm Hart var deilt um fyrirhugaða sumarlokun einstakra almenningsbókasafna borgarinnar á borgarstjórnarfundi í vikunni. Fulltrúar Sósíalistaflokksins segja borgaryfirvöld á hættulegri vegferð en meirihlutinn segir þjónustuna þá mestu á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í fundargerð borgarstjórnar. Þar var tillaga Sósíalistaflokksins um að hætt verði við fyrirhugaða sumarlokun bókasafna Reykjavíkur felld af fulltrúum meirihlutans. Vinstri græn og Flokkur fólksins studdu tillöguna en Sjálfstæðisflokkurinn sat hjá. Gert er ráð fyrir því að bókasöfnin verði lokuð til skiptis í þrjár vikur í sumar. Er það sett fram í kjölfar hagræðingarkröfu en áætlað er að sparnaðurinn verði 21 milljón króna. Á hverjum tíma fjögur söfn opin Í bókun sinni vegna málsins segja borgarfulltrúar meirihlutans að Borgarbókasafn Reykjavíkur sé lykilstofnun í menningarlífi borgarinnar. Það þjóni íbúum um alla borg með átta útibúum í öllum borgarhlutum. Í sumar muni hvert útibú loka í alls þrjár vikur. Á hverjum tíma verði hinsvegar að lágmarki fjögur söfn opin og gjarnan meirihluti þeirra, að því er segir í bókuninni. Borgarbókasafnið muni þannig áfram bjóða betri þjónustu en tíðkast annars staðar á höfuðborgarsvæðinu og lætur meirihlutinn þess getið að aðeins í Reykjavík séu bókasöfn opin á sunnudögum. Eins og olía á eld Borgarfulltrúar Sósíalistaflokksins lögðu fram bókun vegna málsins. Þar segja þau að borgaryfirvöld séu á hættulegri vegferð þar sem þrengt sé að starfsemi mikilvægra samfélagslegra stofnana. Segir í bókuninni að ekkert bendi til þess að niðurskurðarstefna borgarinnar verði endurskoðuð enda sé jafnan bætt við nýjum niðurskurði í hvert sinn sem illa árar, sem verði æ oftar. Borgarfulltrúar Flokks fólksins og Vinstri grænna taka í svipaðan streng. Vinstri græn segja að um skaðlegar sparnaðaraðgerðir sé að ræða sem skili tiltölulega litlu miðað við mikilvægi bókasafnanna sem menningarstofnanna. Fulltrúi Flokks fólksins segir það að skerða opnunartíma bókasafna eins og að hella olíu á eld í baráttunni við að viðhalda íslenskri tungu. Bent er á að skólabókasöfn séu lokuð á sumrin. „Það að loka bókasöfnunum rýrir möguleika barna á að nálgast bækur og sérstaklega á þetta við um börn frá efnaminni heimilum þar sem foreldrar hafa ekki hafa ráð á að kaupa bækur fyrir börn sín. Þetta er alvarlegt í ljósi neikvæðrar niðurstöðu í PISA. Lestrarfærni og málskilningur barna byggist á því að börn lesi allt árið um kring.“ Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Sjá meira
Þetta kemur fram í fundargerð borgarstjórnar. Þar var tillaga Sósíalistaflokksins um að hætt verði við fyrirhugaða sumarlokun bókasafna Reykjavíkur felld af fulltrúum meirihlutans. Vinstri græn og Flokkur fólksins studdu tillöguna en Sjálfstæðisflokkurinn sat hjá. Gert er ráð fyrir því að bókasöfnin verði lokuð til skiptis í þrjár vikur í sumar. Er það sett fram í kjölfar hagræðingarkröfu en áætlað er að sparnaðurinn verði 21 milljón króna. Á hverjum tíma fjögur söfn opin Í bókun sinni vegna málsins segja borgarfulltrúar meirihlutans að Borgarbókasafn Reykjavíkur sé lykilstofnun í menningarlífi borgarinnar. Það þjóni íbúum um alla borg með átta útibúum í öllum borgarhlutum. Í sumar muni hvert útibú loka í alls þrjár vikur. Á hverjum tíma verði hinsvegar að lágmarki fjögur söfn opin og gjarnan meirihluti þeirra, að því er segir í bókuninni. Borgarbókasafnið muni þannig áfram bjóða betri þjónustu en tíðkast annars staðar á höfuðborgarsvæðinu og lætur meirihlutinn þess getið að aðeins í Reykjavík séu bókasöfn opin á sunnudögum. Eins og olía á eld Borgarfulltrúar Sósíalistaflokksins lögðu fram bókun vegna málsins. Þar segja þau að borgaryfirvöld séu á hættulegri vegferð þar sem þrengt sé að starfsemi mikilvægra samfélagslegra stofnana. Segir í bókuninni að ekkert bendi til þess að niðurskurðarstefna borgarinnar verði endurskoðuð enda sé jafnan bætt við nýjum niðurskurði í hvert sinn sem illa árar, sem verði æ oftar. Borgarfulltrúar Flokks fólksins og Vinstri grænna taka í svipaðan streng. Vinstri græn segja að um skaðlegar sparnaðaraðgerðir sé að ræða sem skili tiltölulega litlu miðað við mikilvægi bókasafnanna sem menningarstofnanna. Fulltrúi Flokks fólksins segir það að skerða opnunartíma bókasafna eins og að hella olíu á eld í baráttunni við að viðhalda íslenskri tungu. Bent er á að skólabókasöfn séu lokuð á sumrin. „Það að loka bókasöfnunum rýrir möguleika barna á að nálgast bækur og sérstaklega á þetta við um börn frá efnaminni heimilum þar sem foreldrar hafa ekki hafa ráð á að kaupa bækur fyrir börn sín. Þetta er alvarlegt í ljósi neikvæðrar niðurstöðu í PISA. Lestrarfærni og málskilningur barna byggist á því að börn lesi allt árið um kring.“
Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Sjá meira