Hart deilt um fyrirhugaða sumarlokun Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. febrúar 2024 07:02 Bókasöfn í Reykjavík verða lokuð til skiptis þrjár vikur í senn í sumar. Vísir/Vilhelm Hart var deilt um fyrirhugaða sumarlokun einstakra almenningsbókasafna borgarinnar á borgarstjórnarfundi í vikunni. Fulltrúar Sósíalistaflokksins segja borgaryfirvöld á hættulegri vegferð en meirihlutinn segir þjónustuna þá mestu á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í fundargerð borgarstjórnar. Þar var tillaga Sósíalistaflokksins um að hætt verði við fyrirhugaða sumarlokun bókasafna Reykjavíkur felld af fulltrúum meirihlutans. Vinstri græn og Flokkur fólksins studdu tillöguna en Sjálfstæðisflokkurinn sat hjá. Gert er ráð fyrir því að bókasöfnin verði lokuð til skiptis í þrjár vikur í sumar. Er það sett fram í kjölfar hagræðingarkröfu en áætlað er að sparnaðurinn verði 21 milljón króna. Á hverjum tíma fjögur söfn opin Í bókun sinni vegna málsins segja borgarfulltrúar meirihlutans að Borgarbókasafn Reykjavíkur sé lykilstofnun í menningarlífi borgarinnar. Það þjóni íbúum um alla borg með átta útibúum í öllum borgarhlutum. Í sumar muni hvert útibú loka í alls þrjár vikur. Á hverjum tíma verði hinsvegar að lágmarki fjögur söfn opin og gjarnan meirihluti þeirra, að því er segir í bókuninni. Borgarbókasafnið muni þannig áfram bjóða betri þjónustu en tíðkast annars staðar á höfuðborgarsvæðinu og lætur meirihlutinn þess getið að aðeins í Reykjavík séu bókasöfn opin á sunnudögum. Eins og olía á eld Borgarfulltrúar Sósíalistaflokksins lögðu fram bókun vegna málsins. Þar segja þau að borgaryfirvöld séu á hættulegri vegferð þar sem þrengt sé að starfsemi mikilvægra samfélagslegra stofnana. Segir í bókuninni að ekkert bendi til þess að niðurskurðarstefna borgarinnar verði endurskoðuð enda sé jafnan bætt við nýjum niðurskurði í hvert sinn sem illa árar, sem verði æ oftar. Borgarfulltrúar Flokks fólksins og Vinstri grænna taka í svipaðan streng. Vinstri græn segja að um skaðlegar sparnaðaraðgerðir sé að ræða sem skili tiltölulega litlu miðað við mikilvægi bókasafnanna sem menningarstofnanna. Fulltrúi Flokks fólksins segir það að skerða opnunartíma bókasafna eins og að hella olíu á eld í baráttunni við að viðhalda íslenskri tungu. Bent er á að skólabókasöfn séu lokuð á sumrin. „Það að loka bókasöfnunum rýrir möguleika barna á að nálgast bækur og sérstaklega á þetta við um börn frá efnaminni heimilum þar sem foreldrar hafa ekki hafa ráð á að kaupa bækur fyrir börn sín. Þetta er alvarlegt í ljósi neikvæðrar niðurstöðu í PISA. Lestrarfærni og málskilningur barna byggist á því að börn lesi allt árið um kring.“ Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Þetta kemur fram í fundargerð borgarstjórnar. Þar var tillaga Sósíalistaflokksins um að hætt verði við fyrirhugaða sumarlokun bókasafna Reykjavíkur felld af fulltrúum meirihlutans. Vinstri græn og Flokkur fólksins studdu tillöguna en Sjálfstæðisflokkurinn sat hjá. Gert er ráð fyrir því að bókasöfnin verði lokuð til skiptis í þrjár vikur í sumar. Er það sett fram í kjölfar hagræðingarkröfu en áætlað er að sparnaðurinn verði 21 milljón króna. Á hverjum tíma fjögur söfn opin Í bókun sinni vegna málsins segja borgarfulltrúar meirihlutans að Borgarbókasafn Reykjavíkur sé lykilstofnun í menningarlífi borgarinnar. Það þjóni íbúum um alla borg með átta útibúum í öllum borgarhlutum. Í sumar muni hvert útibú loka í alls þrjár vikur. Á hverjum tíma verði hinsvegar að lágmarki fjögur söfn opin og gjarnan meirihluti þeirra, að því er segir í bókuninni. Borgarbókasafnið muni þannig áfram bjóða betri þjónustu en tíðkast annars staðar á höfuðborgarsvæðinu og lætur meirihlutinn þess getið að aðeins í Reykjavík séu bókasöfn opin á sunnudögum. Eins og olía á eld Borgarfulltrúar Sósíalistaflokksins lögðu fram bókun vegna málsins. Þar segja þau að borgaryfirvöld séu á hættulegri vegferð þar sem þrengt sé að starfsemi mikilvægra samfélagslegra stofnana. Segir í bókuninni að ekkert bendi til þess að niðurskurðarstefna borgarinnar verði endurskoðuð enda sé jafnan bætt við nýjum niðurskurði í hvert sinn sem illa árar, sem verði æ oftar. Borgarfulltrúar Flokks fólksins og Vinstri grænna taka í svipaðan streng. Vinstri græn segja að um skaðlegar sparnaðaraðgerðir sé að ræða sem skili tiltölulega litlu miðað við mikilvægi bókasafnanna sem menningarstofnanna. Fulltrúi Flokks fólksins segir það að skerða opnunartíma bókasafna eins og að hella olíu á eld í baráttunni við að viðhalda íslenskri tungu. Bent er á að skólabókasöfn séu lokuð á sumrin. „Það að loka bókasöfnunum rýrir möguleika barna á að nálgast bækur og sérstaklega á þetta við um börn frá efnaminni heimilum þar sem foreldrar hafa ekki hafa ráð á að kaupa bækur fyrir börn sín. Þetta er alvarlegt í ljósi neikvæðrar niðurstöðu í PISA. Lestrarfærni og málskilningur barna byggist á því að börn lesi allt árið um kring.“
Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira