Þetta segir í tilkynningu frá Bláa lóninu.
Rýming gekk vel og eru gestir ýmist á leið á önnur hótel eða komnir þangað og starfsmenn til síns heima.
„Við viljum þakka gestum góðan skilning, starfsmönnum fagleg vinnubrögð og viðbragðsaðilum gott samstarf,“ segir í tilkynningunni frá framkvæmdastjóra Bláa lónsins.
Allar starfsstöðvarnar í Svartsengi verða lokaðar í dag, eins og gefur að skilja.