Gengur sorgmæddur og dapur frá borði Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 9. febrúar 2024 18:30 Vilhjálmur Birgisson segist ganga dapur frá borði. Vísir/Vilhelm Breiðfylking ASÍ sleit kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins í dag og lýsir Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness miklum vonbrigðum með niðurstöðuna. Vilhjálmur Birgisson segist hafa gengið sorgmæddur og dapur frá borði. Launaliðir og önnur meginatriði hafi verið frágengin en ekki sé hægt að ætlast til þess að launafólk sé bundið hófstilltum kjarasamningi til margra ára án forsenduákvæða um verðbólgu og vexti. Fordæmalausar kröfur Hann segir forsenduákvæðin tryggja að ábyrgðin og áhættan liggi ekki öll á herðum launafólks og að aldrei hafi langtímasamningur verið gerður án slíkra ákvæða. Ekki sé hægt að samþykkja hóflegar hækkanir ef aðrir axli síðan ekki ábyrgð sína. „Samtök atvinnulífsins þurfa að svara íslensku þjóðinni, íslenskum fyrirtækjum og samfélagið í heild sinni hvað þeim gengur til,“ segir Vilhjálmur í samtali við fréttastofu. Forsenduákvæðin eru grundvölluð á því að tryggja það að hægt sé að ganga aftur að borði ef markmið um verðbólgu og vexti nást ekki eins og samningurinn útlistar þau. „Á fólk að vera bundið í kjarasamningi til þriggja, fjögurra ára? Án þess að hafa nokkra útgönguleið ef aðrir í samfélaginu taka síðan ekki þátt? Nei, aldrei hefur slíkt verið gert í langtímasamningi. Aldrei.“ Funda á mánudag Í tilkynningu frá breiðfylkingunni segir að henni finnist furðulegt að Samtök atvinnulífsins séu ekki reiðubúin að festa ákvæði um verðbólgu- og vaxtalækkun í samninginn. „Krafan myndi þýða að launafólk eitt ber ábyrgðina og áhættuna af afleiðingum þess ef markmið samnings nást ekki,“ segir í tilkynningunni. „Breiðfylkinging stendur sameinuð í kröfum sínum og í ákvörðun sinni um að lýsa viðræður árangurslausar. Formenn þeirra sambanda og félaga sem standa að Breiðfylkingunni munu funda saman strax á mánudag og nýta tímann í millitíðinni til upplýsingagjafar og samráðs við sitt bakland.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Breiðfylkingin slítur kjaraviðræðum Breiðfylkingin hefur slitið kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins um nýjan kjarasamning. Breiðfylkingin segir viðræður árangurslausar 9. febrúar 2024 17:47 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Vilhjálmur Birgisson segist hafa gengið sorgmæddur og dapur frá borði. Launaliðir og önnur meginatriði hafi verið frágengin en ekki sé hægt að ætlast til þess að launafólk sé bundið hófstilltum kjarasamningi til margra ára án forsenduákvæða um verðbólgu og vexti. Fordæmalausar kröfur Hann segir forsenduákvæðin tryggja að ábyrgðin og áhættan liggi ekki öll á herðum launafólks og að aldrei hafi langtímasamningur verið gerður án slíkra ákvæða. Ekki sé hægt að samþykkja hóflegar hækkanir ef aðrir axli síðan ekki ábyrgð sína. „Samtök atvinnulífsins þurfa að svara íslensku þjóðinni, íslenskum fyrirtækjum og samfélagið í heild sinni hvað þeim gengur til,“ segir Vilhjálmur í samtali við fréttastofu. Forsenduákvæðin eru grundvölluð á því að tryggja það að hægt sé að ganga aftur að borði ef markmið um verðbólgu og vexti nást ekki eins og samningurinn útlistar þau. „Á fólk að vera bundið í kjarasamningi til þriggja, fjögurra ára? Án þess að hafa nokkra útgönguleið ef aðrir í samfélaginu taka síðan ekki þátt? Nei, aldrei hefur slíkt verið gert í langtímasamningi. Aldrei.“ Funda á mánudag Í tilkynningu frá breiðfylkingunni segir að henni finnist furðulegt að Samtök atvinnulífsins séu ekki reiðubúin að festa ákvæði um verðbólgu- og vaxtalækkun í samninginn. „Krafan myndi þýða að launafólk eitt ber ábyrgðina og áhættuna af afleiðingum þess ef markmið samnings nást ekki,“ segir í tilkynningunni. „Breiðfylkinging stendur sameinuð í kröfum sínum og í ákvörðun sinni um að lýsa viðræður árangurslausar. Formenn þeirra sambanda og félaga sem standa að Breiðfylkingunni munu funda saman strax á mánudag og nýta tímann í millitíðinni til upplýsingagjafar og samráðs við sitt bakland.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Breiðfylkingin slítur kjaraviðræðum Breiðfylkingin hefur slitið kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins um nýjan kjarasamning. Breiðfylkingin segir viðræður árangurslausar 9. febrúar 2024 17:47 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Breiðfylkingin slítur kjaraviðræðum Breiðfylkingin hefur slitið kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins um nýjan kjarasamning. Breiðfylkingin segir viðræður árangurslausar 9. febrúar 2024 17:47
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent