Play gefur ekkert upp um rannsókn FME á mögulegri markaðsmisnotkun
![Play hefur verið rekið með tapi allt frá því félagið hóf starfsemi árið 2021. Birgir Jónsson forstjóri félagsins er hins vegar bjartsýn á framtíðina.](https://www.visir.is/i/9C8D6588B04D0EC8DE1368E1C88C607DA180E9BA57C813EB404F9E820307EDC8_713x0.jpg)
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands rannsakar nú mögulegt brot Play á lögum um aðgerðir gegn markaðssvikum, sem getur meðal annars varðað frestun á birtingu innherjaupplýsinga eða upplýsingagjöf í tengslum markaðsþreifingar, en flugfélagið segir málið vera „í vinnslu“ og tjáir sig ekki um hvaða atvik sé að ræða. Hlutabréfaverð Play hefur fallið um 40 prósent á nokkrum dögum í litlum viðskiptum eftir að félagið birti uppgjör sem sýndi bágborna lausafjárstöðu og boðaði því hlutafjárútboð til að styrkja hana.