Fékk flogakast vegna streitu og álags Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. febrúar 2024 20:00 Eggert Sólberg Jónsson og Þuríður Gísladóttir stóðu í flutningum úr glæsilegu nýju húsi í Grindavík í dag. Þau hafa þurft að flytja fjórum sinnum vegna jarðhræringanna frá því í nóvember með þrjú ung börn. Álagið síðustu mánuði sé búið að vera gríðarlegt. Vísir/Vilhelm Ung hjón úr Grindavík segja erfitt að taka ákvörðun um að selja ríkinu glænýtt hús sitt í bænum. Það sé útilokað að finna sambærilega eign í nágrenni höfuðborgarsvæðisins fyrir verðið sem þau fá fyrir húsið. Þau segja að álagið undanfarna mánuði hafi tekið mikinn toll af þeim og vonast til að geta snúið einhvern tíma aftur heim. Íbúar Grindavíkur fengu að sækja búslóðir sínar í bæinn í dag. Fréttastofa hitti þau Eggert Sólberg Jónsson og Þuríði Gísladóttur sem stóðu í flutningum úr glæsilegu nýju húsi í bænum. Þau hafa þurft að flytja fjórum sinnum vegna jarðhræringanna frá því í nóvember með þrjú ung börn. „Við erum búin að taka flesta stóru hlutina og það sem við notum dags daglega en annars er húsið okkar núna meira notað sem geymsla. Við höfum fengið að koma tvisvar áður og þá var það mikið stress en það rólegra yfir þessu hjá okkur núna,“ sagði Eggert í dag. Eggert Sólberg Jónsson segir erfitt að kveðja hús sitt í Grindavík og framtíðina óráðna eins og er. Vísir/Vilhelm Þuríður segir erfitt að þurfa að kveðja en þau hafi að mestu innréttað húsið sjálf og lagt allt sitt í það. „Við innréttuðum þetta eins og við vildum og hentaði okkar fjölskyldustærð. Það er náttúrulega mjög sárt að þurfa að fara en það er ekkert annað í stöðunni nú,“ segir hún. Erfitt að ákveða að selja húsið Rúmlega þrjú hundruð manns hafa sent umsagnir um lagafrumvarp um kaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík en umsagnarfrestur rennur út í dag. Þau segja erfitt að taka tilboði ríkisstjórnarinnar. „Það er rosalega erfið ákvörðun að taka að selja húsið sitt. Við vitum ekkert hvert við eigum að fara eða hvað verður þannig að við verðum að bíða aðeins og sjá. Þetta gerist svo hratt. Ein erfiðasta spurningin sem Grindvíkingar standa núna frammi fyrir er spurningin um hvar eigi að búa næst. Við erum þó að reyna að máta okkur inn í hin ýmsu hverfi,“ segir Eggert. gjall frá eldgosinu í síðustu viku sem þau týndu úr garðinum.Vísir/Vilhelm „Við höfum mest verið að skoða húsnæði í nágrenni höfuðborgarsvæðisins og þú færð náttúrulega ekkert svona hús fyrir brunabótamatið hér. En ég veit ekki hvað gerist næst. Við flökkum fram og til baka,“ segir Þuríður. Veiktist vegna álags Þuríður segir að álagið undanfarið hafi tekið toll af heilsu hennar. Maður heldur að maður sé óstöðvandi og geti allt og ég ætlaði að vera svo dugleg. En svo fékk ég flogakast í fyrsta skipti sem er rakið til streitu og álags vegna atburðanna undanfarið og ég þurfti að taka mér tveggja vikna frí frá vinnu og síðasti dagurinn er í dag,“ segir Þuríður sem hefur starfað sem kennari í Grindavík. „Þetta hefur heldur betur tekið á. Það er eins manni sé hent inn í þvottavél og maður bara hringsnýst í þessu ástandi,“ segir Eggert. Þau eru þó ekki búin að gefa upp vonina um að þau geti snúið aftur. „Það síðasta sem er tekið frá okkur er vonin og við vonumst til að geta flutt heim einhvern tíma aftur. Þetta er draumastaðurinn okkar,“ segir Eggert að lokum. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Sjá meira
Íbúar Grindavíkur fengu að sækja búslóðir sínar í bæinn í dag. Fréttastofa hitti þau Eggert Sólberg Jónsson og Þuríði Gísladóttur sem stóðu í flutningum úr glæsilegu nýju húsi í bænum. Þau hafa þurft að flytja fjórum sinnum vegna jarðhræringanna frá því í nóvember með þrjú ung börn. „Við erum búin að taka flesta stóru hlutina og það sem við notum dags daglega en annars er húsið okkar núna meira notað sem geymsla. Við höfum fengið að koma tvisvar áður og þá var það mikið stress en það rólegra yfir þessu hjá okkur núna,“ sagði Eggert í dag. Eggert Sólberg Jónsson segir erfitt að kveðja hús sitt í Grindavík og framtíðina óráðna eins og er. Vísir/Vilhelm Þuríður segir erfitt að þurfa að kveðja en þau hafi að mestu innréttað húsið sjálf og lagt allt sitt í það. „Við innréttuðum þetta eins og við vildum og hentaði okkar fjölskyldustærð. Það er náttúrulega mjög sárt að þurfa að fara en það er ekkert annað í stöðunni nú,“ segir hún. Erfitt að ákveða að selja húsið Rúmlega þrjú hundruð manns hafa sent umsagnir um lagafrumvarp um kaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík en umsagnarfrestur rennur út í dag. Þau segja erfitt að taka tilboði ríkisstjórnarinnar. „Það er rosalega erfið ákvörðun að taka að selja húsið sitt. Við vitum ekkert hvert við eigum að fara eða hvað verður þannig að við verðum að bíða aðeins og sjá. Þetta gerist svo hratt. Ein erfiðasta spurningin sem Grindvíkingar standa núna frammi fyrir er spurningin um hvar eigi að búa næst. Við erum þó að reyna að máta okkur inn í hin ýmsu hverfi,“ segir Eggert. gjall frá eldgosinu í síðustu viku sem þau týndu úr garðinum.Vísir/Vilhelm „Við höfum mest verið að skoða húsnæði í nágrenni höfuðborgarsvæðisins og þú færð náttúrulega ekkert svona hús fyrir brunabótamatið hér. En ég veit ekki hvað gerist næst. Við flökkum fram og til baka,“ segir Þuríður. Veiktist vegna álags Þuríður segir að álagið undanfarið hafi tekið toll af heilsu hennar. Maður heldur að maður sé óstöðvandi og geti allt og ég ætlaði að vera svo dugleg. En svo fékk ég flogakast í fyrsta skipti sem er rakið til streitu og álags vegna atburðanna undanfarið og ég þurfti að taka mér tveggja vikna frí frá vinnu og síðasti dagurinn er í dag,“ segir Þuríður sem hefur starfað sem kennari í Grindavík. „Þetta hefur heldur betur tekið á. Það er eins manni sé hent inn í þvottavél og maður bara hringsnýst í þessu ástandi,“ segir Eggert. Þau eru þó ekki búin að gefa upp vonina um að þau geti snúið aftur. „Það síðasta sem er tekið frá okkur er vonin og við vonumst til að geta flutt heim einhvern tíma aftur. Þetta er draumastaðurinn okkar,“ segir Eggert að lokum.
„Það síðasta sem er tekið frá okkur er vonin og við vonumst til að geta flutt heim einhvern tíma aftur. Þetta er draumastaðurinn okkar,“ segir Eggert að lokum.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Sjá meira