Hlaut sex ára dóm fyrir smygl og forðast enn fangelsi fyrir að stinga frænda Sindri Sverrisson skrifar 14. febrúar 2024 16:30 Quincy Promes lék með Hollendingum á EM 2021, ári eftir að hafa skipulagt stórfellt kókaínsmygl. Getty/Dmitriy Golubovich Knattspyrnumaðurinn Quincy Promes, sem leikið hefur fimmtíu A-landsleiki fyrir Holland, var í dag dæmdur í sex ára fangelsi fyrir aðild sína að kókaínsmygli. Dómurinn bætist við eins og hálfs árs dóm sem Promes hlaut síðasta sumar fyrir að stinga frænda sinn í hnéð. Hann hefur hins vegar ekki setið í fangelsi, og mætti ekki til dómsuppkvaðningar í dag, því hann hefur haldið sig í Rússlandi og er raunar enn að spila fótbolta, með Spartak Moskvu. Promes, sem er 32 ára, hlaut eins og fyrr segir sex ára dóm vegna smygls á 1.350 kg af kókaíni, í lok janúar 2020. Um var að ræða tvær sendingar sem faldar voru í saltpokum, í gámaskipi sem kom til hafnar í Antwerpen í Belgíu frá Brasilíu. Spartak Moscow forward Quincy Promes has been sentenced in his absence to six years in prison by a Dutch court for his involvement in smuggling 1,350kgs of cocaine.https://t.co/AYjn49aRav— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) February 14, 2024 Promes var dæmdur fyrir sinn þátt í að stýra innflutningnum og fjármagna hann. Af skilaboðum hans til annarra sem smyglinu tengdust mátti sjá að Promes hefði varið til þess 75.000 evrum. Samkvæmt dómnum vildi Promes einfaldlega eignast meiri auðæfi en hann hafði þó gert sem atvinnumaður í fótbolta. Hann var á þessum tíma leikmaður Ajax í Hollandi en var áður hjá Sevilla á Spáni. Hann lék þar áður með Spartak Moskvu 2014-2018 og sneri svo aftur til Rússlands 2021, árið sem hann spilaði síðast fyrir Hollands hönd. Promes hefur skorað sex mörk í sautján deildarleikjum fyrir Spartak í vetur. Samningur hans við félagið rennur út í sumar. Fótbolti Hollenski boltinn Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Fótbolti Fleiri fréttir Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Sjá meira
Dómurinn bætist við eins og hálfs árs dóm sem Promes hlaut síðasta sumar fyrir að stinga frænda sinn í hnéð. Hann hefur hins vegar ekki setið í fangelsi, og mætti ekki til dómsuppkvaðningar í dag, því hann hefur haldið sig í Rússlandi og er raunar enn að spila fótbolta, með Spartak Moskvu. Promes, sem er 32 ára, hlaut eins og fyrr segir sex ára dóm vegna smygls á 1.350 kg af kókaíni, í lok janúar 2020. Um var að ræða tvær sendingar sem faldar voru í saltpokum, í gámaskipi sem kom til hafnar í Antwerpen í Belgíu frá Brasilíu. Spartak Moscow forward Quincy Promes has been sentenced in his absence to six years in prison by a Dutch court for his involvement in smuggling 1,350kgs of cocaine.https://t.co/AYjn49aRav— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) February 14, 2024 Promes var dæmdur fyrir sinn þátt í að stýra innflutningnum og fjármagna hann. Af skilaboðum hans til annarra sem smyglinu tengdust mátti sjá að Promes hefði varið til þess 75.000 evrum. Samkvæmt dómnum vildi Promes einfaldlega eignast meiri auðæfi en hann hafði þó gert sem atvinnumaður í fótbolta. Hann var á þessum tíma leikmaður Ajax í Hollandi en var áður hjá Sevilla á Spáni. Hann lék þar áður með Spartak Moskvu 2014-2018 og sneri svo aftur til Rússlands 2021, árið sem hann spilaði síðast fyrir Hollands hönd. Promes hefur skorað sex mörk í sautján deildarleikjum fyrir Spartak í vetur. Samningur hans við félagið rennur út í sumar.
Fótbolti Hollenski boltinn Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Fótbolti Fleiri fréttir Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Sjá meira