Fótboltafólk vill fjögurra vikna sumarfrí: „Lítið að frétta í júlí hvort eð er“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2024 07:31 Arnar Sveinn Geirsson, forseti Leikmannasamtaka Íslands, vill fá umræðu í gang og að raddir leikmanna fái að heyrast við ákvörðunartöku. Vísir/Einar Forseti Leikmannasamtaka Íslands segir að meirihluti leikmanna í efstu deildum karla og kvenna vilji sumarfrí yfir hásumarið. 78. ársþing KSÍ fer fram þann 24. febrúar næstkomandi. Leikmannasamtök Íslands leggja fram tillögu um sumarhlé, sem varir í að minnsta kosti fjórar vikur, og að deildunum verði þá skipt upp í vor- og haust tímabil. „Samkvæmt tillögunni þá er þetta bara um mitt tímabil. Við værum að horfa til júlí og það er lítið að frétta í júlí hvort eð er. Evrópukeppnirnar eru í gangi og það hefur verið mikið af frestuðum leikum í júlí. Þar er gluggi sem við sjáum,“ sagði Arnar Sveinn Geirsson, forseti Leikmannasamtaka Íslands, við Stefán Árni Pálsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. Vilja opna á samtalið „Þetta er líka eitthvað sem við viljum bara ræða. Þetta á bara að vera samtal. Þessi tillaga er sett fram og við stöndum alveg á bak við hana. Að mörgu leyti er þetta að við viljum opna á ákveðið samtal,“ sagði Arnar. „Við viljum opna á umræðuna um þetta, því þetta er það sem leikmennirnir eru að kalla eftir. Þetta er það sem leikmenn vilja. Mér finnst að það hafi vantað upp á í allt of langan tíma. Að rödd leikmanna, sem eru ansi stór hluti af fótboltanum, að hún komi betur og skýrar fram,“ sagði Arnar. Áttatíu prósent vilja sumarfrí „Við gerðum könnum fyrir tveimur árum bæði hjá körlum og konum. Þar vildi meirihluti beggja kynja sumarfrí. Við settum nýlega af stað nýja könnun um sumarfrí. Stelpurnar eru búnar að skila mikið af svörum og þar eru yfir áttatíu prósent sem segja mikilvægt eða mjög mikilvægt að fá sumarfrí,“ sagði Arnar. „Við erum að bíða eftir því að fá stærra þýði frá strákunum en það voru komin einhver þrjátíu til fjörutíu svör frá strákunum þegar ég kíkti áðan og þá var það í svipuðum dúr. Í kringum áttatíu prósent,“ sagði Arnar. Samtökin vilja einnig að launamál leikmanna deildanna verði skýrari og leikmenn verði ekki á verktakasamningum, heldur fái frekar borgað sem launþegar. Rímar ekki við það að vera í verktakaumhverfi „Það er mikið talað um það að við ætlum að vera með einhvern standard í deildinni almennt. Það eru einhverjir hagsmunaaðilar að tala um að þetta sé orðin atvinnumannadeild, alla vega efstu deildirnar. Það rímar ekki alveg við það að við séum enn þá í verktakaumhverfi,“ sagði Arnar. „Það er bara partur af því sem okkur finnst þurfa að gera betur eða að lyfta því upp á hærra plan líka. Það er betra fyrir alla aðila að vera í launþegasambandi við einhvern sem er að vinna vinnu. Það skapar öryggi fyrir leikmennina en fyrir klúbbana gerir það líka,“ sagði Arnar. „Ef þú ert lið í efstu deild á Íslandi og helst bara í efstu tveimur, karla og kvenna, þá viljum við bara að þetta sé standard. Það er bara launþegasamningur og það lyftir þessu upp á hærra plan,“ sagði Arnar. Besta deild karla Besta deild kvenna Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Óðinn Þór markahæstur að venju Handbolti Sjáðu dóminn sára á Víkinga: VAR hafi reddað málum með vafasömum hætti Fótbolti Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira
78. ársþing KSÍ fer fram þann 24. febrúar næstkomandi. Leikmannasamtök Íslands leggja fram tillögu um sumarhlé, sem varir í að minnsta kosti fjórar vikur, og að deildunum verði þá skipt upp í vor- og haust tímabil. „Samkvæmt tillögunni þá er þetta bara um mitt tímabil. Við værum að horfa til júlí og það er lítið að frétta í júlí hvort eð er. Evrópukeppnirnar eru í gangi og það hefur verið mikið af frestuðum leikum í júlí. Þar er gluggi sem við sjáum,“ sagði Arnar Sveinn Geirsson, forseti Leikmannasamtaka Íslands, við Stefán Árni Pálsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. Vilja opna á samtalið „Þetta er líka eitthvað sem við viljum bara ræða. Þetta á bara að vera samtal. Þessi tillaga er sett fram og við stöndum alveg á bak við hana. Að mörgu leyti er þetta að við viljum opna á ákveðið samtal,“ sagði Arnar. „Við viljum opna á umræðuna um þetta, því þetta er það sem leikmennirnir eru að kalla eftir. Þetta er það sem leikmenn vilja. Mér finnst að það hafi vantað upp á í allt of langan tíma. Að rödd leikmanna, sem eru ansi stór hluti af fótboltanum, að hún komi betur og skýrar fram,“ sagði Arnar. Áttatíu prósent vilja sumarfrí „Við gerðum könnum fyrir tveimur árum bæði hjá körlum og konum. Þar vildi meirihluti beggja kynja sumarfrí. Við settum nýlega af stað nýja könnun um sumarfrí. Stelpurnar eru búnar að skila mikið af svörum og þar eru yfir áttatíu prósent sem segja mikilvægt eða mjög mikilvægt að fá sumarfrí,“ sagði Arnar. „Við erum að bíða eftir því að fá stærra þýði frá strákunum en það voru komin einhver þrjátíu til fjörutíu svör frá strákunum þegar ég kíkti áðan og þá var það í svipuðum dúr. Í kringum áttatíu prósent,“ sagði Arnar. Samtökin vilja einnig að launamál leikmanna deildanna verði skýrari og leikmenn verði ekki á verktakasamningum, heldur fái frekar borgað sem launþegar. Rímar ekki við það að vera í verktakaumhverfi „Það er mikið talað um það að við ætlum að vera með einhvern standard í deildinni almennt. Það eru einhverjir hagsmunaaðilar að tala um að þetta sé orðin atvinnumannadeild, alla vega efstu deildirnar. Það rímar ekki alveg við það að við séum enn þá í verktakaumhverfi,“ sagði Arnar. „Það er bara partur af því sem okkur finnst þurfa að gera betur eða að lyfta því upp á hærra plan líka. Það er betra fyrir alla aðila að vera í launþegasambandi við einhvern sem er að vinna vinnu. Það skapar öryggi fyrir leikmennina en fyrir klúbbana gerir það líka,“ sagði Arnar. „Ef þú ert lið í efstu deild á Íslandi og helst bara í efstu tveimur, karla og kvenna, þá viljum við bara að þetta sé standard. Það er bara launþegasamningur og það lyftir þessu upp á hærra plan,“ sagði Arnar.
Besta deild karla Besta deild kvenna Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Óðinn Þór markahæstur að venju Handbolti Sjáðu dóminn sára á Víkinga: VAR hafi reddað málum með vafasömum hætti Fótbolti Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira