Vita ekki hvar í heiminum Pétur gæti verið staddur Bjarki Sigurðsson skrifar 17. febrúar 2024 12:30 Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu, og Pétur Jökull Jónasson. Vísir/Arnar/Interpol Íslendingur sem Interpol lýsir eftir er ekki talinn hættulegur en tengist einu stærsta fíkniefnamáli Íslandssögunnar. Lögreglan veit ekki hvar í heiminum hann er staddur. Í gær tilkynnti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að lýst væri eftir 45 ára Íslendingi, Pétri Jökli Jónassyni, á vef Interpol. Eftirlýsingin var birt að beiðni lögreglunnar hér á landi og tengist Stóra-kókaínmálinu svokallaða. Ekki algengasta úrræði lögreglunnar Fjórir menn hafa fengið dóm vegna málsins en Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu, vill ekki gefa upp hvernig Pétur tengist málinu nákvæmlega. „Raunverulega er þetta úrræði sem við höfum þegar við náum ekki sambandi við fólk sem við þurfum að ná sambandi við, þá er þetta eitt úrræði, þetta er kannski frekar aftarlega að nota þetta. Við reynum að ná sambandi við einhvern, til dæmis fyrrverandi verjendur. Til að ná sambandi við viðkomandi og hvetja viðkomandi til að koma heim til þess að koma í skýrslutöku. Þegar það tekst ekki, þá er þetta úrræði sem við höfum úr að spila og erum að nota núna,“ segir Grímur. Vita ekkert hvar hann gæti verið Pétur hefur áður verið dæmdur fyrir kókaíninnflutning en lögreglan veit ekki hvar í heiminum hann er staddur. „Ég vil ekki fara neitt út í hans aðild að málinu og hver hún er. Við viljum bara ná tali af honum í tengslum við þetta mál og förum þessa leið sem er bara eitt af þeim úrræðum sem við höfum úr að spila,“ segir Grímur. Pétur er ekki talinn hættulegur og er eftirlýsingin bundin við þetta eina mál. „Hvað varðar þessa eftirlýsingu þá er hún bara varðandi þetta mál og ekkert annað,“ segir Grímur. Stóra kókaínmálið 2022 Lögreglumál Fíkniefnabrot Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Í gær tilkynnti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að lýst væri eftir 45 ára Íslendingi, Pétri Jökli Jónassyni, á vef Interpol. Eftirlýsingin var birt að beiðni lögreglunnar hér á landi og tengist Stóra-kókaínmálinu svokallaða. Ekki algengasta úrræði lögreglunnar Fjórir menn hafa fengið dóm vegna málsins en Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu, vill ekki gefa upp hvernig Pétur tengist málinu nákvæmlega. „Raunverulega er þetta úrræði sem við höfum þegar við náum ekki sambandi við fólk sem við þurfum að ná sambandi við, þá er þetta eitt úrræði, þetta er kannski frekar aftarlega að nota þetta. Við reynum að ná sambandi við einhvern, til dæmis fyrrverandi verjendur. Til að ná sambandi við viðkomandi og hvetja viðkomandi til að koma heim til þess að koma í skýrslutöku. Þegar það tekst ekki, þá er þetta úrræði sem við höfum úr að spila og erum að nota núna,“ segir Grímur. Vita ekkert hvar hann gæti verið Pétur hefur áður verið dæmdur fyrir kókaíninnflutning en lögreglan veit ekki hvar í heiminum hann er staddur. „Ég vil ekki fara neitt út í hans aðild að málinu og hver hún er. Við viljum bara ná tali af honum í tengslum við þetta mál og förum þessa leið sem er bara eitt af þeim úrræðum sem við höfum úr að spila,“ segir Grímur. Pétur er ekki talinn hættulegur og er eftirlýsingin bundin við þetta eina mál. „Hvað varðar þessa eftirlýsingu þá er hún bara varðandi þetta mál og ekkert annað,“ segir Grímur.
Stóra kókaínmálið 2022 Lögreglumál Fíkniefnabrot Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira