Íslenska óperan heyrir sögunni til: „Við höfum kallað þetta menningarslys“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 19. febrúar 2024 18:44 Pétur J. Eiríksson er ósáttur með það hvernig staðið er að stofnun Þjóðaróperu. aðsend/vísir/vilhelm Íslenska óperan heyrir sögunni til í kjölfar ákvörðunar menningarmálaráðherra um að stofna Þjóðaróperu. Þær sýningar sem áformað var að sýna á þessu ári falla niður. „Menningarslys,“ segir stjórnarformaður sem furðar sig á framkvæmdinni. Ákvörðun um nýja Þjóðaróperu innan Þjóðleikhússins hefur legið í loftinu um nokkurt skeið en í dag birtist í samráðsgátt stjórnvalda frumvarpsdrög Lilju Daggar Alfreðsdóttur menningarráðherra um stofnun Þjóðaróperu. „Það er ákvörðun menningarmálaráðuneytisins að hætta fjárveitingum til Íslensku óperunnar og þá er í raun sjálfhætt,“ segir Pétur J. Eiríksson stjórnarformaður Íslensku óperunnar í samtali við Vísi, en mbl.is greindi fyrst frá örlögum óperunnar íslensku. Skiptar skoðanir á Þjóðaróperu Áformað er að Þjóðarópera taki til starfa innan Þjóðleikhússins og óskað eftir því að varanlegt fjármagn til óperustarfsemi aukist um 600 m.kr. í áföngum og verði samtals 800 m.kr. árlega að núvirði frá og með árinu 2028. Að sögn Péturs voru framlög til Íslensku óperunnar 240 milljónir árið 2023. Þá er gert ráð fyrir 12 fullum stöðugildum fyrir einsöngvara og 16 hálfum stöðugildum fyrir kór, auk fasts starfsfólks, áform sem Félag klassískra söngvara á Íslandi, Klassís, hefur tekið vel í. Tekist var á um þessi mál í Pallborðinu á Vísi í október. Þar sagði Steinunn Birna Ragnarsdóttir óperustjóri að verulega hafa skort á samráði við óperuna og að menningarslys væri í uppsliglingu ef ekki væri passað upp á að brúa bilið milli gömlu og nýju óperunnar. Pétur tekur undir þessi sjónarmið Steinunnar Birnu. „Það getur vel verið að það sé skynsamlegt að stofna Þjóðaróperu, en fram að þeim tíma er eðlilegt að íslenska óperan starfi af fullum krafti þar til Þjóðaróperan er tilbúin.“ Pétur J. eiríksson Lagt er til að Þjóðaróperan hefji starfsemi sína í áföngum og verði byggð upp í markvissum skrefum frá ársbyrjun 2025. „Við höfum lagt áherslu á það að halda óperustarfsemi áfram órofið en ríkisstjórnin hefur ekki viljað veita okkur fé til áframhaldandi starfsemi. Þetta er auðvitað hörmulegt, við höfum starfað í 44 ár við góðan orðstír og komin góð reynsla í þessari stofnun. Hún hefur virkað vel og við erum slegin yfir þessari ákvörðun.“ Ekki víst hvenær næsta ópera verður sýnd Engin ópera verður sýnd í mars en til stóð að setja upp La Boheme. Sömu sögu er að segja um verkið Agnesi eftir Daníel Bjarnason sem átti að koma á fjalirnar í september. „Við fengum peninga eyrnamerkta því verkefni en það verður bara ekki tilbúið í tæka tíð, og því verður ekkert af því. Það er því ekki vitað hvenær ópera verður sýnd hér næst. Þetta er í lausu lofti,“ segir Pétur. Árið 2023 fékk Íslenska óperan um 240 milljónir í framlög frá ríkinu og í ár 138 milljónir til að sýna verkið Agnesi. „Það verður hins vegar ekki af því,“ segir Pétur. Varðandi gagnrýni Klassís á stjórnarhætti Íslensku óperunnar segir Pétur: „Hún er furðuleg. Staðan í óperumálum er ekki búin til af Íslensku óperunni heldur annars staðar. Við höfum sýnt margar óperur í gegnum árin og alltaf fengið góða dóma, þannig ég skil ekki alveg hvert Klassís er að fara. En auðvitað fagna þau þessu enda er þeim lofað að ríkisóperan muni hafa sextán söngvara fastráðna, sem Íslenska óperan hefði getað gert líka ef þau hefðu fengið fjárveitingar til.“ 800 milljónir árlega Í frumvarpi Þjóðaróperunnar er gert ráð fyrir að aðalsetur Þjóðaróperu verði í Hörpu, sem mun aðlaga rými sín fyrir aukna óperustarfsemi í húsinu, en sýningar verði bæði í Hörpu, Þjóðleikhúsi, Hofi á Akureyri og víðar. Í gildandi fjármálaáætlun er ekki gert ráð fyrir aukningu til málaflokksins, en við undirbúning fjármálaáætlunar 2025-2029 verður óskað eftir að varanlegt fjármagn til óperustarfsemi aukist um 600 m.kr. í áföngum og verði samtals 800 m.kr. árlega að núvirði frá og með árinu 2028. Þá er lagt til að fjölgað um tvo aðila í þjóðleikhúsráði sem hafi staðgóða reynslu af vettvangi óperulista. Þá er lagt til að nýjum kafla um Þjóðaróperu verði bætt inn í gildandi sviðslistalög. Íslenska óperan Menning Tónlist Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Þjóðaróperan Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Ákvörðun um nýja Þjóðaróperu innan Þjóðleikhússins hefur legið í loftinu um nokkurt skeið en í dag birtist í samráðsgátt stjórnvalda frumvarpsdrög Lilju Daggar Alfreðsdóttur menningarráðherra um stofnun Þjóðaróperu. „Það er ákvörðun menningarmálaráðuneytisins að hætta fjárveitingum til Íslensku óperunnar og þá er í raun sjálfhætt,“ segir Pétur J. Eiríksson stjórnarformaður Íslensku óperunnar í samtali við Vísi, en mbl.is greindi fyrst frá örlögum óperunnar íslensku. Skiptar skoðanir á Þjóðaróperu Áformað er að Þjóðarópera taki til starfa innan Þjóðleikhússins og óskað eftir því að varanlegt fjármagn til óperustarfsemi aukist um 600 m.kr. í áföngum og verði samtals 800 m.kr. árlega að núvirði frá og með árinu 2028. Að sögn Péturs voru framlög til Íslensku óperunnar 240 milljónir árið 2023. Þá er gert ráð fyrir 12 fullum stöðugildum fyrir einsöngvara og 16 hálfum stöðugildum fyrir kór, auk fasts starfsfólks, áform sem Félag klassískra söngvara á Íslandi, Klassís, hefur tekið vel í. Tekist var á um þessi mál í Pallborðinu á Vísi í október. Þar sagði Steinunn Birna Ragnarsdóttir óperustjóri að verulega hafa skort á samráði við óperuna og að menningarslys væri í uppsliglingu ef ekki væri passað upp á að brúa bilið milli gömlu og nýju óperunnar. Pétur tekur undir þessi sjónarmið Steinunnar Birnu. „Það getur vel verið að það sé skynsamlegt að stofna Þjóðaróperu, en fram að þeim tíma er eðlilegt að íslenska óperan starfi af fullum krafti þar til Þjóðaróperan er tilbúin.“ Pétur J. eiríksson Lagt er til að Þjóðaróperan hefji starfsemi sína í áföngum og verði byggð upp í markvissum skrefum frá ársbyrjun 2025. „Við höfum lagt áherslu á það að halda óperustarfsemi áfram órofið en ríkisstjórnin hefur ekki viljað veita okkur fé til áframhaldandi starfsemi. Þetta er auðvitað hörmulegt, við höfum starfað í 44 ár við góðan orðstír og komin góð reynsla í þessari stofnun. Hún hefur virkað vel og við erum slegin yfir þessari ákvörðun.“ Ekki víst hvenær næsta ópera verður sýnd Engin ópera verður sýnd í mars en til stóð að setja upp La Boheme. Sömu sögu er að segja um verkið Agnesi eftir Daníel Bjarnason sem átti að koma á fjalirnar í september. „Við fengum peninga eyrnamerkta því verkefni en það verður bara ekki tilbúið í tæka tíð, og því verður ekkert af því. Það er því ekki vitað hvenær ópera verður sýnd hér næst. Þetta er í lausu lofti,“ segir Pétur. Árið 2023 fékk Íslenska óperan um 240 milljónir í framlög frá ríkinu og í ár 138 milljónir til að sýna verkið Agnesi. „Það verður hins vegar ekki af því,“ segir Pétur. Varðandi gagnrýni Klassís á stjórnarhætti Íslensku óperunnar segir Pétur: „Hún er furðuleg. Staðan í óperumálum er ekki búin til af Íslensku óperunni heldur annars staðar. Við höfum sýnt margar óperur í gegnum árin og alltaf fengið góða dóma, þannig ég skil ekki alveg hvert Klassís er að fara. En auðvitað fagna þau þessu enda er þeim lofað að ríkisóperan muni hafa sextán söngvara fastráðna, sem Íslenska óperan hefði getað gert líka ef þau hefðu fengið fjárveitingar til.“ 800 milljónir árlega Í frumvarpi Þjóðaróperunnar er gert ráð fyrir að aðalsetur Þjóðaróperu verði í Hörpu, sem mun aðlaga rými sín fyrir aukna óperustarfsemi í húsinu, en sýningar verði bæði í Hörpu, Þjóðleikhúsi, Hofi á Akureyri og víðar. Í gildandi fjármálaáætlun er ekki gert ráð fyrir aukningu til málaflokksins, en við undirbúning fjármálaáætlunar 2025-2029 verður óskað eftir að varanlegt fjármagn til óperustarfsemi aukist um 600 m.kr. í áföngum og verði samtals 800 m.kr. árlega að núvirði frá og með árinu 2028. Þá er lagt til að fjölgað um tvo aðila í þjóðleikhúsráði sem hafi staðgóða reynslu af vettvangi óperulista. Þá er lagt til að nýjum kafla um Þjóðaróperu verði bætt inn í gildandi sviðslistalög.
Íslenska óperan Menning Tónlist Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Þjóðaróperan Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira