Náttúruhamfaratrygging vill hlutdeild í tekjum af fasteignunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. febrúar 2024 11:09 Því er enn ósvarað hversu lengi ríkið ætlar að halda utan um fasteignirnar og hvað verður gert til að halda þeim við. Vísir/Arnar Náttúruhamfaratrygging Íslands gerir athugasemd við að á sama tíma og gert sé ráðfyrir að fjármálaráðherra sé heimilt að ráðstafa eignum NTÍ til að fjármagna kaup á heimilum Grindvíkinga, sé ekki gert ráð fyrir að stofnunin fái neitt í staðinn. Þannig sé ekki gert ráð fyrir að NTÍ fái eignarhlutdeild í fasteignunum, veðrétt né hlut í eignaumsýslufélaginu sem til stendur að stofna um kaupinn. Þetta kemur fram í umsögn NTÍ um frumvarp um kaup ríkisins á íbúðarhúsnæði í Grindavík en undir hana rita Hulda Ragnheiður Árnadóttir, forstjóri NTÍ, og Sigurður Kári Kristjánsson stjórnarformaður. Benda þau á að um framlag NTÍ gæti numið á bilinu 10 til 15 milljörðum króna en eigið fé stofnunarinnar er 60 milljarðar króna. Gjaldþol stofnunarinnar muni dragast saman og nauðsynlegt að endurskoða fjármögnun hennar til framtíðar. Í umsögninni segir einnig að á sama tíma og gert sé ráð fyrir að fjármunum NTÍ verði varið í uppkaup án endurgjalds, sé jafnframt horft til þess að í ókominni framtíð verði fasteignunum mögulega ráðstafað aftur til fyrri eigenda eða þær fénýttar, til útleigu eða sölu. NTÍ telji rétt að ef til þessa komi sé rétt að endursöluverð fasteignanna eða leigutekjur af þim verði ráðstafað aftur til NTÍ, að minnsta kosti í hlutfalli við hlutdeild stofnunarinnar við fjármögnun aðgerðanna. Þá er einnig fjallað um tjónakostnað sem NTÍ kemur mögulega til með að greiða út vegna umræddra fasteigna: „NTÍ hefur lagt áherslu á mikilvægi þess í aðdraganda þessarar lagasetningar að í lagatextanum sé tekið fram að komi til þess að eignaumsýslufélagið geri bótakröfur á NTÍ vegna þeirra eigna sem keyptar verða af eigendum íbúðarhúsnæðis í Grindavík, verði litið svo á að þeir fjármunir sem teknir verða úr sjóðum NTÍ og lagðir til eignaumsýslufélagsins gangi upp í tjónakostnað NTÍ áður en til þess kemur að NTÍ greiði tjónabæturtil eignaumsýslufélagsins,“ segir í umsögninni. „Bótaskylt tjón sem kann að greinast á eignum eftir að eignarhald færist yfir til eignaumsýslufélagsins þurfi því að nema hærri fjárhæð en sú fjárhæð sem tekin verður úr sjóði NTÍ áður en til bótagreiðslu kæmi til handa eignaumsýslufélaginu frá NTÍ. Að öðrum kosti verður að líta svo á að sjóðir NTÍ verði bæði nýttir til uppkaupa á fasteignum í Grindavík og síðan til greiðslu bóta vegna sömu fasteigna.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Þannig sé ekki gert ráð fyrir að NTÍ fái eignarhlutdeild í fasteignunum, veðrétt né hlut í eignaumsýslufélaginu sem til stendur að stofna um kaupinn. Þetta kemur fram í umsögn NTÍ um frumvarp um kaup ríkisins á íbúðarhúsnæði í Grindavík en undir hana rita Hulda Ragnheiður Árnadóttir, forstjóri NTÍ, og Sigurður Kári Kristjánsson stjórnarformaður. Benda þau á að um framlag NTÍ gæti numið á bilinu 10 til 15 milljörðum króna en eigið fé stofnunarinnar er 60 milljarðar króna. Gjaldþol stofnunarinnar muni dragast saman og nauðsynlegt að endurskoða fjármögnun hennar til framtíðar. Í umsögninni segir einnig að á sama tíma og gert sé ráð fyrir að fjármunum NTÍ verði varið í uppkaup án endurgjalds, sé jafnframt horft til þess að í ókominni framtíð verði fasteignunum mögulega ráðstafað aftur til fyrri eigenda eða þær fénýttar, til útleigu eða sölu. NTÍ telji rétt að ef til þessa komi sé rétt að endursöluverð fasteignanna eða leigutekjur af þim verði ráðstafað aftur til NTÍ, að minnsta kosti í hlutfalli við hlutdeild stofnunarinnar við fjármögnun aðgerðanna. Þá er einnig fjallað um tjónakostnað sem NTÍ kemur mögulega til með að greiða út vegna umræddra fasteigna: „NTÍ hefur lagt áherslu á mikilvægi þess í aðdraganda þessarar lagasetningar að í lagatextanum sé tekið fram að komi til þess að eignaumsýslufélagið geri bótakröfur á NTÍ vegna þeirra eigna sem keyptar verða af eigendum íbúðarhúsnæðis í Grindavík, verði litið svo á að þeir fjármunir sem teknir verða úr sjóðum NTÍ og lagðir til eignaumsýslufélagsins gangi upp í tjónakostnað NTÍ áður en til þess kemur að NTÍ greiði tjónabæturtil eignaumsýslufélagsins,“ segir í umsögninni. „Bótaskylt tjón sem kann að greinast á eignum eftir að eignarhald færist yfir til eignaumsýslufélagsins þurfi því að nema hærri fjárhæð en sú fjárhæð sem tekin verður úr sjóði NTÍ áður en til bótagreiðslu kæmi til handa eignaumsýslufélaginu frá NTÍ. Að öðrum kosti verður að líta svo á að sjóðir NTÍ verði bæði nýttir til uppkaupa á fasteignum í Grindavík og síðan til greiðslu bóta vegna sömu fasteigna.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira