„Galið“ að opna bæinn upp á gátt Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. febrúar 2024 11:49 Hörður Guðbrandsson, formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur. Vísir/Vilhelm Formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur furðar sig á því að bærinn hafi verið opnaður fyrir búsetu og atvinnustarfsemi. Hann segir ekkert samráð hafa verið haft við verkalýðsfélögin fyrr en í morgun, þegar þau voru boðuð á fund með fulltrúum ráðuneyta. Ekki nema um tíu manns gistu í Grindavík í nótt, fyrstu nóttina eftir að bærinn var opnaður að fullu. Frá og með deginum í gær var Grindvíkingum leyft að dvelja og starfa í bænum. Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum reiknar með að nokkrir tugir verði við störf í bænum í dag. „Það var tíðindalaust í nótt og við áætlum að það hafi verið dvalið í um tíu húsum kannski,“ segir Úlfar. Enn er unnið að því að koma vatni á bæinn eftir að lagnir urðu fyrir tjóni í síðasta gosi; stefnt er á að kalt vatn byrji að streyma inn í Grindavík á morgun. Hörður Guðbrandsson formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur furðar sig á því að bærinn hafi verið opnaður til búsetu og atvinnu, einkum í ljósi stöðunnar á vatni og öðrum innviðum. „Til búsetu, hann er alls ekki tilbúinn til þess. Við vitum að hann er mjög illa sprunginn víða og innviðir bara illa farnir, þannig að mér finnst það bara galið. Síðan er fólki sagt að það megi vera þarna á eigin ábyrgð en það sé alls ekki mælt með því. Ég líkti þessu við að við myndum afnema umferðarreglurnar og segja fólki bara að fara varlega, þetta sé hættulegt,“ segir Hörður. „Starfsfólk er alveg tilbúið að hefja vinnu en það er ákveðinn hópur sem er hræddur við að vinna á þessu svæði og við þurfum að fanga þann hóp, það er ekki hægt að neyða fólk til að fara inn á hættusvæði að vinna ef það treystir sér ekki til þess.“ Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum.Vísir/Arnar Hörður segir ekkert samráð hafa verið haft við verkalýðsfélögin fyrr í morgun, þegar fulltrúar fjögurra ráðuneyta funduðu með félögum. „Við fórum yfir okkar sjónarmið, að það þyrfti að gera þetta á grundvelli vísinda og öryggis, við myndum alveg treysta okkur að vinna með fyrirtækjunum að því að gera þetta skynsamlega.“ Úlfar lögreglustjóri setur ekki út á afstöðu Harðar. „Það er í sjálfu sér hans skoðun og ég geri í sjálfu sér enga athugasemd við það sem hann segir en staðan er þessi í augnablikinu.“ Hefði verið hægt að hafa meira samráð? „Ef svo er ætti hann bara að setja sig í samband við mig.“ Við þetta má bæta að vísbendingar komu fram í morgun sem mögulega bentu til þess að hægt hefði á landrisi á svæðinu, sem gerst hefur í aðdraganda síðustu eldgosa. Við nánari úrvinnslu gagna kom í ljós að svo virðist ekki vera - landris haldi áfram með sama hætti og verið hefur, að sögn Salóme Jórunnar Bernharðsdóttur, náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Vinnumarkaður Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Náttúruhamfaratrygging vill hlutdeild í tekjum af fasteignunum Náttúruhamfaratrygging Íslands gerir athugasemd við að á sama tíma og gert sé ráðfyrir að fjármálaráðherra sé heimilt að ráðstafa eignum NTÍ til að fjármagna kaup á heimilum Grindvíkinga, sé ekki gert ráð fyrir að stofnunin fái neitt í staðinn. 21. febrúar 2024 11:09 Gistir í Grindavík í nótt: „Við erum nokkrir Grindjánar sem sjáum ekkert annað en Grindavík“ Heimakærir Grindvíkingar nýttu sér í dag breytt fyrirkomulag aðgengismála í bænum og sóttu ýmist vinnu eða huguðu að eigum sínum. 20. febrúar 2024 21:17 Kalt vatn til hafnarsvæðisins í Grindavík á fimmtudag Vinnu við stofnlögn vatnsveitu Grindavíkurbæjar, sem varð fyrir tjóni í eldgosinu 14. janúar, er að ljúka. Stefnt er að því að hleypa vatni um lögnina á fimmtudaginn næstkomandi. 20. febrúar 2024 18:12 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Frá og með deginum í gær var Grindvíkingum leyft að dvelja og starfa í bænum. Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum reiknar með að nokkrir tugir verði við störf í bænum í dag. „Það var tíðindalaust í nótt og við áætlum að það hafi verið dvalið í um tíu húsum kannski,“ segir Úlfar. Enn er unnið að því að koma vatni á bæinn eftir að lagnir urðu fyrir tjóni í síðasta gosi; stefnt er á að kalt vatn byrji að streyma inn í Grindavík á morgun. Hörður Guðbrandsson formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur furðar sig á því að bærinn hafi verið opnaður til búsetu og atvinnu, einkum í ljósi stöðunnar á vatni og öðrum innviðum. „Til búsetu, hann er alls ekki tilbúinn til þess. Við vitum að hann er mjög illa sprunginn víða og innviðir bara illa farnir, þannig að mér finnst það bara galið. Síðan er fólki sagt að það megi vera þarna á eigin ábyrgð en það sé alls ekki mælt með því. Ég líkti þessu við að við myndum afnema umferðarreglurnar og segja fólki bara að fara varlega, þetta sé hættulegt,“ segir Hörður. „Starfsfólk er alveg tilbúið að hefja vinnu en það er ákveðinn hópur sem er hræddur við að vinna á þessu svæði og við þurfum að fanga þann hóp, það er ekki hægt að neyða fólk til að fara inn á hættusvæði að vinna ef það treystir sér ekki til þess.“ Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum.Vísir/Arnar Hörður segir ekkert samráð hafa verið haft við verkalýðsfélögin fyrr í morgun, þegar fulltrúar fjögurra ráðuneyta funduðu með félögum. „Við fórum yfir okkar sjónarmið, að það þyrfti að gera þetta á grundvelli vísinda og öryggis, við myndum alveg treysta okkur að vinna með fyrirtækjunum að því að gera þetta skynsamlega.“ Úlfar lögreglustjóri setur ekki út á afstöðu Harðar. „Það er í sjálfu sér hans skoðun og ég geri í sjálfu sér enga athugasemd við það sem hann segir en staðan er þessi í augnablikinu.“ Hefði verið hægt að hafa meira samráð? „Ef svo er ætti hann bara að setja sig í samband við mig.“ Við þetta má bæta að vísbendingar komu fram í morgun sem mögulega bentu til þess að hægt hefði á landrisi á svæðinu, sem gerst hefur í aðdraganda síðustu eldgosa. Við nánari úrvinnslu gagna kom í ljós að svo virðist ekki vera - landris haldi áfram með sama hætti og verið hefur, að sögn Salóme Jórunnar Bernharðsdóttur, náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Vinnumarkaður Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Náttúruhamfaratrygging vill hlutdeild í tekjum af fasteignunum Náttúruhamfaratrygging Íslands gerir athugasemd við að á sama tíma og gert sé ráðfyrir að fjármálaráðherra sé heimilt að ráðstafa eignum NTÍ til að fjármagna kaup á heimilum Grindvíkinga, sé ekki gert ráð fyrir að stofnunin fái neitt í staðinn. 21. febrúar 2024 11:09 Gistir í Grindavík í nótt: „Við erum nokkrir Grindjánar sem sjáum ekkert annað en Grindavík“ Heimakærir Grindvíkingar nýttu sér í dag breytt fyrirkomulag aðgengismála í bænum og sóttu ýmist vinnu eða huguðu að eigum sínum. 20. febrúar 2024 21:17 Kalt vatn til hafnarsvæðisins í Grindavík á fimmtudag Vinnu við stofnlögn vatnsveitu Grindavíkurbæjar, sem varð fyrir tjóni í eldgosinu 14. janúar, er að ljúka. Stefnt er að því að hleypa vatni um lögnina á fimmtudaginn næstkomandi. 20. febrúar 2024 18:12 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Náttúruhamfaratrygging vill hlutdeild í tekjum af fasteignunum Náttúruhamfaratrygging Íslands gerir athugasemd við að á sama tíma og gert sé ráðfyrir að fjármálaráðherra sé heimilt að ráðstafa eignum NTÍ til að fjármagna kaup á heimilum Grindvíkinga, sé ekki gert ráð fyrir að stofnunin fái neitt í staðinn. 21. febrúar 2024 11:09
Gistir í Grindavík í nótt: „Við erum nokkrir Grindjánar sem sjáum ekkert annað en Grindavík“ Heimakærir Grindvíkingar nýttu sér í dag breytt fyrirkomulag aðgengismála í bænum og sóttu ýmist vinnu eða huguðu að eigum sínum. 20. febrúar 2024 21:17
Kalt vatn til hafnarsvæðisins í Grindavík á fimmtudag Vinnu við stofnlögn vatnsveitu Grindavíkurbæjar, sem varð fyrir tjóni í eldgosinu 14. janúar, er að ljúka. Stefnt er að því að hleypa vatni um lögnina á fimmtudaginn næstkomandi. 20. febrúar 2024 18:12