Ekki skynsamlegt að gista í bænum enda styttist í eldgos Magnús Jochum Pálsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 22. febrúar 2024 21:07 Kristín Jónsdóttir, náttúruvásérfræðingur Veðurstofunnar, segir miklar líkur á að það gjósi í næstu viku. Vísir/Arnar Miklar líkur eru á að það verði eldgos í næstu viku að sögn eldfjallafræðings. Gos innan bæjarmarka Grindavíkur er mögulegt, fyrirvarinn gæti verið stuttur og því ekki skynsamlegt að gista í bænum. Starfsmaður Vegagerðarinnar segir að kanna hefði þurft sprungur betur áður en fólki var hleypt aftur inn í bæinn. Lillý Valgerður Pétursdóttir, fréttamaður Stöðvar 2, ræddi við Kristínu Jónsdóttur, eldfjalla- og jarðskjálftafræðing og hópstjóra náttúruvár hjá Veðurstofunni, um yfirvofandi eldgos á Grindavíkursvæðinu. Hvernig metið þið stöðuna? „Við metum hana svo að það er kvikusöfnun í Svartsengi og það eru mjög miklar líkur á því að það verði eldgos í næstu viku. Svæðið í kringum Grindavík, það er metin töluverð hætta þar. Meðan það er kvikusöfnun í gangi getur komið kvikuhlaup og langlíklegast að það verði í næstu viku,“ sagði „En það er auðvitað líka óvissa þannig það er óþægilegt að það séu svona margir á svæðinu og það setur mjög mikla pressu á okkur sem erum að vakta,“ bætti hún við. Fyrirvararnir styttist með hverju gosi Frá því fyrsta eldgosið gaus í yfirstandandi eldgosahrinu hafa fyrirvararnir orðið sífellt skemmri. Í þetta sinn gæti fyrirvarinn verið einungis hálftími. Þið getið ekkert sagt fyrirfram hvar gosið kemur upp? „Það er langlíklegast að það komi upp á kvikuganginum en hann er langur og hluti af honum fer í gegnum Grindavík. Við höfum séð það áður að það hefur komið gos innan við bæjarmörkin. Auðvitað er mjög alvarlegt að þetta getur gerst,“ sagði Kristín. „Það sem við sjáum líka í þessum endurteknu atburðum er að fyrirvararnir eru alltaf skemmri og skemmri. Núna síðast leið rétt rúmur hálftíma frá því fyrstu skjálftar mælast og gos hefst. Ef skjálftavirknin fer til suðurs í átt að Grindavík tekur það aðeins lengri tíma þannig það verður einhver fyrirvari á því. En við erum að tala um kannski hálftíma, klukkutíma sem er mjög stuttur fyrirvari,“ sagði hún. Ekki skynsamlegt að gista í bænum Veðurstofan metur töluverða hættu í Grindavík. Það sé því ekki skynsamlegt að gista eins og margir hafa gert undanfarna daga. Hversu öruggt er fólk í bænum? „Veðurstofan metur það svo að þarna sé töluverð hætta og ég myndi segja að það sé ekki mjög skynsamlegt að gista í Grindavík,“ sagði Kristín. En að vinna þarna? „Það er auðvitað annað að vera að vinna þarna þegar fólk er vakandi og þekkir flóttaleiðir og svoleiðis. En eins og ég segi, mér finnst ekki skynsamlegt að gista þarna,“ sagði hún að lokum. „Alveg út í hött“ að hleypa fólki inn í bæinn Starfsmenn Vegagerðarinnar hafa frá því í nóvember reynt að kortleggja sprungur í Grindavík og ýmis svæði eru algjörlega lokuð fyrir íbúum. „Það er búið að fara yfir göturnar með annarri jarðsjá og það er verið að túlka gögnin úr því og við erum núna að endurskoða nokkur svæði þannig þetta tekur tíma,“ sagði Friðrik Þór Halldórsson, rannsóknarmaður hjá Vegagerðinni. Friðrik er ekki nógu ánægður með að fólki hafi verið hleypt inn í Grindavík. Enn eigi eftir að kanna mörg svæði.Vísir/Einar Hvað hafið þið séð í athugunum ykkar? „Við höfum séð ýmislegt. Höfum séð einhver skil og vísbendingar sem við þyrftum að bora í og taka gryfju,“ sagði hann. Þá hafi nokkur holrými fundist undir bænum. Hvernig leggst það í ykkur að búið sé að opna bæinn meira en áður? „Að mínu mati er það alveg út í hött. Öryggið er ekki það mikið að hægt sé að hleypa inn í bæinn. Það er ekki búið að kíkja inn í garðana eða fara yfir gangstéttar, það er óvissa með grænu svæðin. Það þyrfti að skoða þetta betur áður en það er hleypt inn,“ sagði Friðrik. „Mér finnst þetta ekki alveg passa við það sem er í gangi og það eru atburðir að fara aftur í gang eftir einhverja daga eða vikur. Það er verið að bjóða hættunni heim að mínu mati,“ sagði hann að lokum. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fleiri fréttir Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Sjá meira
Lillý Valgerður Pétursdóttir, fréttamaður Stöðvar 2, ræddi við Kristínu Jónsdóttur, eldfjalla- og jarðskjálftafræðing og hópstjóra náttúruvár hjá Veðurstofunni, um yfirvofandi eldgos á Grindavíkursvæðinu. Hvernig metið þið stöðuna? „Við metum hana svo að það er kvikusöfnun í Svartsengi og það eru mjög miklar líkur á því að það verði eldgos í næstu viku. Svæðið í kringum Grindavík, það er metin töluverð hætta þar. Meðan það er kvikusöfnun í gangi getur komið kvikuhlaup og langlíklegast að það verði í næstu viku,“ sagði „En það er auðvitað líka óvissa þannig það er óþægilegt að það séu svona margir á svæðinu og það setur mjög mikla pressu á okkur sem erum að vakta,“ bætti hún við. Fyrirvararnir styttist með hverju gosi Frá því fyrsta eldgosið gaus í yfirstandandi eldgosahrinu hafa fyrirvararnir orðið sífellt skemmri. Í þetta sinn gæti fyrirvarinn verið einungis hálftími. Þið getið ekkert sagt fyrirfram hvar gosið kemur upp? „Það er langlíklegast að það komi upp á kvikuganginum en hann er langur og hluti af honum fer í gegnum Grindavík. Við höfum séð það áður að það hefur komið gos innan við bæjarmörkin. Auðvitað er mjög alvarlegt að þetta getur gerst,“ sagði Kristín. „Það sem við sjáum líka í þessum endurteknu atburðum er að fyrirvararnir eru alltaf skemmri og skemmri. Núna síðast leið rétt rúmur hálftíma frá því fyrstu skjálftar mælast og gos hefst. Ef skjálftavirknin fer til suðurs í átt að Grindavík tekur það aðeins lengri tíma þannig það verður einhver fyrirvari á því. En við erum að tala um kannski hálftíma, klukkutíma sem er mjög stuttur fyrirvari,“ sagði hún. Ekki skynsamlegt að gista í bænum Veðurstofan metur töluverða hættu í Grindavík. Það sé því ekki skynsamlegt að gista eins og margir hafa gert undanfarna daga. Hversu öruggt er fólk í bænum? „Veðurstofan metur það svo að þarna sé töluverð hætta og ég myndi segja að það sé ekki mjög skynsamlegt að gista í Grindavík,“ sagði Kristín. En að vinna þarna? „Það er auðvitað annað að vera að vinna þarna þegar fólk er vakandi og þekkir flóttaleiðir og svoleiðis. En eins og ég segi, mér finnst ekki skynsamlegt að gista þarna,“ sagði hún að lokum. „Alveg út í hött“ að hleypa fólki inn í bæinn Starfsmenn Vegagerðarinnar hafa frá því í nóvember reynt að kortleggja sprungur í Grindavík og ýmis svæði eru algjörlega lokuð fyrir íbúum. „Það er búið að fara yfir göturnar með annarri jarðsjá og það er verið að túlka gögnin úr því og við erum núna að endurskoða nokkur svæði þannig þetta tekur tíma,“ sagði Friðrik Þór Halldórsson, rannsóknarmaður hjá Vegagerðinni. Friðrik er ekki nógu ánægður með að fólki hafi verið hleypt inn í Grindavík. Enn eigi eftir að kanna mörg svæði.Vísir/Einar Hvað hafið þið séð í athugunum ykkar? „Við höfum séð ýmislegt. Höfum séð einhver skil og vísbendingar sem við þyrftum að bora í og taka gryfju,“ sagði hann. Þá hafi nokkur holrými fundist undir bænum. Hvernig leggst það í ykkur að búið sé að opna bæinn meira en áður? „Að mínu mati er það alveg út í hött. Öryggið er ekki það mikið að hægt sé að hleypa inn í bæinn. Það er ekki búið að kíkja inn í garðana eða fara yfir gangstéttar, það er óvissa með grænu svæðin. Það þyrfti að skoða þetta betur áður en það er hleypt inn,“ sagði Friðrik. „Mér finnst þetta ekki alveg passa við það sem er í gangi og það eru atburðir að fara aftur í gang eftir einhverja daga eða vikur. Það er verið að bjóða hættunni heim að mínu mati,“ sagði hann að lokum.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fleiri fréttir Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Sjá meira