Tímabilið þegar allir fóru í tíu ljósatíma fyrir fermingu Rakel Sveinsdóttir skrifar 24. febrúar 2024 10:00 María Rún Hafliðadóttir forstjóri Gleðipinna fermdist á Duran Duran tímabilinu enda segir hún klippinguna hafa verið í þeim anda og auðvitað fór hún í tíu tíma í ljósum eins og allir unglingar gerðu fyrir fermingu þá. Vísir/Vilhelm María Rún Hafliðadóttir forstjóri Gleðipinna, sem rekur tíu veitingastaði á höfuðborgarsvæðinu, segist ein þeirra sem túperaði hárið í rot á Duran Duran tímabilinu og fór í tíu ljósatíma í beit fyrir fermingu. Eins og allir unglingar gerðu á þeim tíma. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég er A manneskja og hef alltaf verið. Ég vakna fyrir klukkan sjö.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Þrjá daga vikunnar byrja ég daginn á því að hreyfa mig, mér finnst best að fara út í náttúruna en á veturnar fer ég líka í salinn. Heiðmörkin er minn ævintrýraheimur og hver árstíð hefur sinn sjarma. Ég er endalaust að finna nýjar leiðir og skemmtilegast finnst mér að villast í Heiðmörk. Það fyrsta sem ég fæ mér á morgnanna er Lýsi og íslensk bláberjasaft. Ég hef mikla trú á þessu combó. Ég er ein af þeim sem tekur lýsið með í fríið.“ Áttu þér eitthvað minnistætt tískuslys frá unglingsárunum? Jú ætla það sé ekki á fermingaárinu sem ég fékk mér Duran Duran klippingu, túperaði hárið í rot og notaði mjög mikið hárlakk en ég læt ekki mynd fylgja með. Á þessum tíma voru allir unglingar í ljósum og það fermdist engin nema að taka tíu tíma í beit. Svo notuðum við vinkonurnar Zinkpasta á varirnar en það er skjanna hvítt efni sem fæst í apótekum. En mér fannst þetta skemmtilegur tími í lífinu og fræbær tónlist á þessum árum. Ég sakna Whitney og George Michael.“ María hefur prófað ótal kerfi til að halda utan um skipulagið í vinnunni en segir skrifblokkina, aðgerðarlista og excel það sem virkar best fyrir sig. María er með fasta fundardaga í viku og segir það hjálpa mikið.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Það er margri boltar á lofti og verkefnin afar fjölbreytt. Ég að vinna með mörg vörumerki og hvert vörumerki þarf sína athygli. Vöruþróun er sífellt í gangi en það er gaman að segja frá því að í síðustu viku vorum við að kynna nýjan borgara á Fabrikkunni. Við erum í samstarfi við Laufey Grammy stjörnu okkar Íslendinga. Hún er svo frábær listamaður og manneskja með góða nærveru. Starfsmannamálin eru á borðinu mínu alla daga en ég er svo heppin að vinna með frábæru fólki. Í rekstrinum okkar þarf maður stöðugt að vera á tánum. Það þarf að passa launakostnað og sífellt að finna leiðir til að bæta reksturinn en á sama tíma að bæta þjónustustígið.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Vá hef prófað margar aðferðir. 2011 þegar ég kynntist verkfærakistu Lean þá notaðist ég við töflu á vegg; lean visual management board og mér fannst það bylting. Öll verkefnin sem voru í gangi fóru á töfluna og ég missti enga bolta. En í dag skrái ég verkefni mikið í Outlook og ég er með nokkra aðgerðalista. Einn sem á að klárast innan dags og svo annnan sem er til nokkra vikna og ég tímaset verkefnin þar. Svo er ég með fasta fundardaga í viku það hjálpar mikið. Ég er að vinna í tölvupóstinum allan daginn og mætti koma því í betra ferli hjá mér. Ég hef prófað ýmiss kerfi til að halda utan um verkefnin en skrifblokkin og excel er það sem virkar best fyrir mig í dag.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég reyni að vera komin uppí fyrir klukkan ellefu. Ég er mjög kvöldsvæf. Ég elska það að leggjast á koddann í mjúka rúmið mitt.“ Kaffispjallið Veitingastaðir Tengdar fréttir „Fyrst langar mig til að rota mig, taka inn eitur eða bara eitthvað“ Ástin er pókerspil segir Freyr Eyjólfsson, verkefnastjóri hringrásarhagkerfis Sorpu, tónlistar- og fjölmiðlamaður, veislustjóri, skemmtikraftur og sitthvað fleira. Að koma sér á fætur á morgnana er stór áskorun í lífi Freys. 17. febrúar 2024 11:00 Gulur, rauður eða bangsadagur reynir á skipulagsmálin Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri segir eiginmanninn dekra við sig á morgnana með góðum kaffibolla. Halla endurnærir hugann fyrir svefn með útiveru eða með því að taka lag á harmónikkuna. 10. febrúar 2024 10:00 Gæti ekki einu sinni hlustað á sjálfan sig syngja Gunnar Egill Sigurðsson forstjóri Samkaupa er einn þeirra sem vaknar á undan klukkunni. Sem þó hringir klukkan sjö. Gunnar viðurkennir að hann er afburðar lélégur söngvari, en trommar á stýrið. 27. janúar 2024 10:00 Erfitt að standast kombó af súkkulaði og söltu með smá krönsi Bókaormurinn Elva Rakel Jónsdóttir, framkvæmdastýra Festu – miðstöðvar um sjálfbærni, á erfitt með að standast ákveðnar freistingar þegar kemur að namminu. Enda segir hún vísindin rökstyðja að sumt er varla hægt að standast. 3. febrúar 2024 10:00 Sprenghlægilegt að sjá pabba sinn á dansgólfinu Ólöf Kristrún Pétursdóttir, stjórnarkona í UAK, verkefnafulltrúi hjá KLAK-Icelandic Startups og nemi í hátækniverkfræði í HR, segist þeim megin í lífinu að hláturinn lengi lífið og á auðvelt með að skella uppúr yfir alls konar hlutum í daglegu lífi. 20. janúar 2024 10:00 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég er A manneskja og hef alltaf verið. Ég vakna fyrir klukkan sjö.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Þrjá daga vikunnar byrja ég daginn á því að hreyfa mig, mér finnst best að fara út í náttúruna en á veturnar fer ég líka í salinn. Heiðmörkin er minn ævintrýraheimur og hver árstíð hefur sinn sjarma. Ég er endalaust að finna nýjar leiðir og skemmtilegast finnst mér að villast í Heiðmörk. Það fyrsta sem ég fæ mér á morgnanna er Lýsi og íslensk bláberjasaft. Ég hef mikla trú á þessu combó. Ég er ein af þeim sem tekur lýsið með í fríið.“ Áttu þér eitthvað minnistætt tískuslys frá unglingsárunum? Jú ætla það sé ekki á fermingaárinu sem ég fékk mér Duran Duran klippingu, túperaði hárið í rot og notaði mjög mikið hárlakk en ég læt ekki mynd fylgja með. Á þessum tíma voru allir unglingar í ljósum og það fermdist engin nema að taka tíu tíma í beit. Svo notuðum við vinkonurnar Zinkpasta á varirnar en það er skjanna hvítt efni sem fæst í apótekum. En mér fannst þetta skemmtilegur tími í lífinu og fræbær tónlist á þessum árum. Ég sakna Whitney og George Michael.“ María hefur prófað ótal kerfi til að halda utan um skipulagið í vinnunni en segir skrifblokkina, aðgerðarlista og excel það sem virkar best fyrir sig. María er með fasta fundardaga í viku og segir það hjálpa mikið.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Það er margri boltar á lofti og verkefnin afar fjölbreytt. Ég að vinna með mörg vörumerki og hvert vörumerki þarf sína athygli. Vöruþróun er sífellt í gangi en það er gaman að segja frá því að í síðustu viku vorum við að kynna nýjan borgara á Fabrikkunni. Við erum í samstarfi við Laufey Grammy stjörnu okkar Íslendinga. Hún er svo frábær listamaður og manneskja með góða nærveru. Starfsmannamálin eru á borðinu mínu alla daga en ég er svo heppin að vinna með frábæru fólki. Í rekstrinum okkar þarf maður stöðugt að vera á tánum. Það þarf að passa launakostnað og sífellt að finna leiðir til að bæta reksturinn en á sama tíma að bæta þjónustustígið.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Vá hef prófað margar aðferðir. 2011 þegar ég kynntist verkfærakistu Lean þá notaðist ég við töflu á vegg; lean visual management board og mér fannst það bylting. Öll verkefnin sem voru í gangi fóru á töfluna og ég missti enga bolta. En í dag skrái ég verkefni mikið í Outlook og ég er með nokkra aðgerðalista. Einn sem á að klárast innan dags og svo annnan sem er til nokkra vikna og ég tímaset verkefnin þar. Svo er ég með fasta fundardaga í viku það hjálpar mikið. Ég er að vinna í tölvupóstinum allan daginn og mætti koma því í betra ferli hjá mér. Ég hef prófað ýmiss kerfi til að halda utan um verkefnin en skrifblokkin og excel er það sem virkar best fyrir mig í dag.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég reyni að vera komin uppí fyrir klukkan ellefu. Ég er mjög kvöldsvæf. Ég elska það að leggjast á koddann í mjúka rúmið mitt.“
Kaffispjallið Veitingastaðir Tengdar fréttir „Fyrst langar mig til að rota mig, taka inn eitur eða bara eitthvað“ Ástin er pókerspil segir Freyr Eyjólfsson, verkefnastjóri hringrásarhagkerfis Sorpu, tónlistar- og fjölmiðlamaður, veislustjóri, skemmtikraftur og sitthvað fleira. Að koma sér á fætur á morgnana er stór áskorun í lífi Freys. 17. febrúar 2024 11:00 Gulur, rauður eða bangsadagur reynir á skipulagsmálin Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri segir eiginmanninn dekra við sig á morgnana með góðum kaffibolla. Halla endurnærir hugann fyrir svefn með útiveru eða með því að taka lag á harmónikkuna. 10. febrúar 2024 10:00 Gæti ekki einu sinni hlustað á sjálfan sig syngja Gunnar Egill Sigurðsson forstjóri Samkaupa er einn þeirra sem vaknar á undan klukkunni. Sem þó hringir klukkan sjö. Gunnar viðurkennir að hann er afburðar lélégur söngvari, en trommar á stýrið. 27. janúar 2024 10:00 Erfitt að standast kombó af súkkulaði og söltu með smá krönsi Bókaormurinn Elva Rakel Jónsdóttir, framkvæmdastýra Festu – miðstöðvar um sjálfbærni, á erfitt með að standast ákveðnar freistingar þegar kemur að namminu. Enda segir hún vísindin rökstyðja að sumt er varla hægt að standast. 3. febrúar 2024 10:00 Sprenghlægilegt að sjá pabba sinn á dansgólfinu Ólöf Kristrún Pétursdóttir, stjórnarkona í UAK, verkefnafulltrúi hjá KLAK-Icelandic Startups og nemi í hátækniverkfræði í HR, segist þeim megin í lífinu að hláturinn lengi lífið og á auðvelt með að skella uppúr yfir alls konar hlutum í daglegu lífi. 20. janúar 2024 10:00 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Fyrst langar mig til að rota mig, taka inn eitur eða bara eitthvað“ Ástin er pókerspil segir Freyr Eyjólfsson, verkefnastjóri hringrásarhagkerfis Sorpu, tónlistar- og fjölmiðlamaður, veislustjóri, skemmtikraftur og sitthvað fleira. Að koma sér á fætur á morgnana er stór áskorun í lífi Freys. 17. febrúar 2024 11:00
Gulur, rauður eða bangsadagur reynir á skipulagsmálin Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri segir eiginmanninn dekra við sig á morgnana með góðum kaffibolla. Halla endurnærir hugann fyrir svefn með útiveru eða með því að taka lag á harmónikkuna. 10. febrúar 2024 10:00
Gæti ekki einu sinni hlustað á sjálfan sig syngja Gunnar Egill Sigurðsson forstjóri Samkaupa er einn þeirra sem vaknar á undan klukkunni. Sem þó hringir klukkan sjö. Gunnar viðurkennir að hann er afburðar lélégur söngvari, en trommar á stýrið. 27. janúar 2024 10:00
Erfitt að standast kombó af súkkulaði og söltu með smá krönsi Bókaormurinn Elva Rakel Jónsdóttir, framkvæmdastýra Festu – miðstöðvar um sjálfbærni, á erfitt með að standast ákveðnar freistingar þegar kemur að namminu. Enda segir hún vísindin rökstyðja að sumt er varla hægt að standast. 3. febrúar 2024 10:00
Sprenghlægilegt að sjá pabba sinn á dansgólfinu Ólöf Kristrún Pétursdóttir, stjórnarkona í UAK, verkefnafulltrúi hjá KLAK-Icelandic Startups og nemi í hátækniverkfræði í HR, segist þeim megin í lífinu að hláturinn lengi lífið og á auðvelt með að skella uppúr yfir alls konar hlutum í daglegu lífi. 20. janúar 2024 10:00