Wendy Williams með málstol og framheilabilun Magnús Jochum Pálsson skrifar 23. febrúar 2024 18:24 Williams var lengi með sinn eigin spjallþátt þar sem hún vakti gjarnan athygli fyrir orkumikla og galsakennda framkomu. AP Wendy Williams, þáttastjórnandi, hefur greinst með málstol og framheilabilun. Greiningin er nákvæmlega sú sama og leikarin Bruce Willis hlaut árið 2022. Hin 59 ára Williams hlaut greininguna í fyrra en aðstoðarmenn hennar greindu frá fréttunum til að bregðast við orðrómum um hrakandi heilsu hennar. Williams er þekktust fyrir að hafa stýrt sínum eigin spjallþætti, The Wendy Williams Show en hún vakti þar mikla athygli fyrir hispursleysi og vélbyssukjaft sinn. Þættirnir voru á skjánum frá 2008 til 2022 en nú hefur komið í ljós að þeir hættu göngu sinni vegna heilsuerfiðleika hennar. Teymi Williams greindi frá fréttunum í tilkynningu á fimmtudag til að „leiðrétta ónákvæma og særandi orðróma um heilsu hennar“. Daginn áður höfðu fjölskyldumeðlimir Williams greint frá því í viðtali við People að Williams væri stödd í vistunarúrræði og að heilsu hennar hrakaði hratt. Hefur verið opin um heilsu sína Í tilkynningunni sagði að Wendy hefði í gegnum tíðina verið opin um heilsu sína og baráttu sína við bæði Graves sjúkdóm og vessabjúg. Því hefði verið ákveðið að greina einnig frá yfirstandandi baráttu hennar við heilabilunina. „Undanfarin ár hafa á köflum vaknað spurningar um hæfni Wendyar til að vinna úr upplýsingum og hafa margir velt vöngum yfir ásigkomulagi hennar, sérstaklega þegar hún byrjaði að gleyma orðum, láta óreglulega og eiga í erfiðleikum með að skilja fjármálaviðskipti,“ sagði í tilkynningunni. Málstol er taugakerfisheilkenni sem hefur áhrif á færni fólks til að tjá hugsanir sínar og geta sjúklingar glatað færni til að bæði tala og skrifa. Framheilabilun (e. FTD) er sjaldgæf tegund af heilabilun sem veldur skaða á vinstra heilahveli og hefur áhrif á tungumála- og samskiptafærni. Einkenni sjúkdómsins versna eftir því sem á líður, hægt er að meðhöndla einkennin en það er engin leið að stöðva framgöngu hans. Bandaríkin Heilsa Tengdar fréttir Eiginkona Bruce Willis skrifar bók um reynslu sína af heilabilun Emma Heming Willis, eiginkona stórleikarans Bruce Willis, situr að skrifum og hyggst gefa út bók um reynslu sína eftir að eiginmaðurinn greindist með heilabilun. 6. febrúar 2024 09:28 Biður papparassa að láta Willis í friði Eiginkona stórleikarans Bruce Willis hefur beðið papparassa og fréttamenn um að láta eiginmann hennar í friði. Hann var nýverið greindur með framheilabilun. 6. mars 2023 22:54 Mest lesið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Sjá meira
Hin 59 ára Williams hlaut greininguna í fyrra en aðstoðarmenn hennar greindu frá fréttunum til að bregðast við orðrómum um hrakandi heilsu hennar. Williams er þekktust fyrir að hafa stýrt sínum eigin spjallþætti, The Wendy Williams Show en hún vakti þar mikla athygli fyrir hispursleysi og vélbyssukjaft sinn. Þættirnir voru á skjánum frá 2008 til 2022 en nú hefur komið í ljós að þeir hættu göngu sinni vegna heilsuerfiðleika hennar. Teymi Williams greindi frá fréttunum í tilkynningu á fimmtudag til að „leiðrétta ónákvæma og særandi orðróma um heilsu hennar“. Daginn áður höfðu fjölskyldumeðlimir Williams greint frá því í viðtali við People að Williams væri stödd í vistunarúrræði og að heilsu hennar hrakaði hratt. Hefur verið opin um heilsu sína Í tilkynningunni sagði að Wendy hefði í gegnum tíðina verið opin um heilsu sína og baráttu sína við bæði Graves sjúkdóm og vessabjúg. Því hefði verið ákveðið að greina einnig frá yfirstandandi baráttu hennar við heilabilunina. „Undanfarin ár hafa á köflum vaknað spurningar um hæfni Wendyar til að vinna úr upplýsingum og hafa margir velt vöngum yfir ásigkomulagi hennar, sérstaklega þegar hún byrjaði að gleyma orðum, láta óreglulega og eiga í erfiðleikum með að skilja fjármálaviðskipti,“ sagði í tilkynningunni. Málstol er taugakerfisheilkenni sem hefur áhrif á færni fólks til að tjá hugsanir sínar og geta sjúklingar glatað færni til að bæði tala og skrifa. Framheilabilun (e. FTD) er sjaldgæf tegund af heilabilun sem veldur skaða á vinstra heilahveli og hefur áhrif á tungumála- og samskiptafærni. Einkenni sjúkdómsins versna eftir því sem á líður, hægt er að meðhöndla einkennin en það er engin leið að stöðva framgöngu hans.
Bandaríkin Heilsa Tengdar fréttir Eiginkona Bruce Willis skrifar bók um reynslu sína af heilabilun Emma Heming Willis, eiginkona stórleikarans Bruce Willis, situr að skrifum og hyggst gefa út bók um reynslu sína eftir að eiginmaðurinn greindist með heilabilun. 6. febrúar 2024 09:28 Biður papparassa að láta Willis í friði Eiginkona stórleikarans Bruce Willis hefur beðið papparassa og fréttamenn um að láta eiginmann hennar í friði. Hann var nýverið greindur með framheilabilun. 6. mars 2023 22:54 Mest lesið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Sjá meira
Eiginkona Bruce Willis skrifar bók um reynslu sína af heilabilun Emma Heming Willis, eiginkona stórleikarans Bruce Willis, situr að skrifum og hyggst gefa út bók um reynslu sína eftir að eiginmaðurinn greindist með heilabilun. 6. febrúar 2024 09:28
Biður papparassa að láta Willis í friði Eiginkona stórleikarans Bruce Willis hefur beðið papparassa og fréttamenn um að láta eiginmann hennar í friði. Hann var nýverið greindur með framheilabilun. 6. mars 2023 22:54