Breiðablik og Breiðablik með örugga sigra í kvöld Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. febrúar 2024 22:30 Rakel Hönnudóttir setti óvænt á sig markmannshanska í kvöld og stóð vaktina með prýði. VÍSIR/VILHELM Karla- og kvennalið unnu leiki kvöldsins í Lengjubikarnum í fótbolta örugglega. Karlarnir unnu einstaklega þægilegan 5-0 sigur á Gróttu sem leikur í Lengjudeildinni á næstu leiktíð á meðan Blikar vonast til að berjast á toppi Bestu deildarinnar. Gamla brýnið Kristinn Steindórsson fór hreinlega á kostum í kvöld og skoraði þrennu á aðeins 13 mínútna kafla. Blikar leiddu með þremur mörkum í hálfleik og bættu við tveimur mörkum á fimm mínútna kafla í síðari hálfleik. Dagur Örn Fjeldsted með fyrra og Damir Muminovic það seinna. Lokatölur 5-0 Blikum í vil. Leikur hafinn gegn Gróttu. pic.twitter.com/D7T6wU8Uz1— Blikar.is (@blikar_is) February 23, 2024 Breiðablik hefur nú unnið tvo af þremur leikjum sínum í riðli 1 í A-deild. Á sama tíma er Grótta á botninum eftir að fá á sig 10 mörk í þremur leikjum. Kvennalið Breiðabliks átti ekki í vandræðum með Selfoss. Það vakti athygli að Rakel Hönnudóttir, fyrrverandi landsliðskona, stóð vaktina í marki Breiðabliks en hún spilar vanalega á miðjunni. Breiðablik, sem reikna má að verði í toppbaráttu Bestu deildarinnar í sumar, fór nokkuð létt með Selfyssinga sem leika í Lengjudeildinni eftir fall úr þeirri Bestu síðasta haust. Barbára Sól Gísladóttir kom Blikum yfir snemma leiks en það reyndist eina mark fyrri hálfleiks. Í þeim síðari bættu Margrét Lea Gísladóttir, Vigdís Lilja Kristjánsdóttir og Birta Georgsdóttir við einu marki hver og lokatölur 4-0. Breiðablik hefur unnið báða leiki sína í riðli 1 í A-deild. Selfoss hefur hins vegar tapað báðum sínum leikjum og fengið á sig átta mörk. Þá gerðu Afturelding og Leiknir Reykjavík 3-3 jafntefli í riðli 4 í A-deild.. Elmar Kári Enesson Cogic skoraði öll mörk Aftureldingar og er greinilega enn í sömu markaskóm á síðustu leiktíð þar sem hann skoraði 17 mörk í 24 leikjum. Andi Hoti skoraði tvö fyrir Leikni R. og Omar Sowe eitt. Leiknir er með 5 stig í 2. sæti riðils 4 að loknum þremur leikjum á meðan Afturelding er í 4. sæti með fjögur stig. Fótbolti Íslenski boltinn Breiðablik Lengjubikar karla Lengjubikar kvenna Grótta UMF Selfoss Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Sjá meira
Karlarnir unnu einstaklega þægilegan 5-0 sigur á Gróttu sem leikur í Lengjudeildinni á næstu leiktíð á meðan Blikar vonast til að berjast á toppi Bestu deildarinnar. Gamla brýnið Kristinn Steindórsson fór hreinlega á kostum í kvöld og skoraði þrennu á aðeins 13 mínútna kafla. Blikar leiddu með þremur mörkum í hálfleik og bættu við tveimur mörkum á fimm mínútna kafla í síðari hálfleik. Dagur Örn Fjeldsted með fyrra og Damir Muminovic það seinna. Lokatölur 5-0 Blikum í vil. Leikur hafinn gegn Gróttu. pic.twitter.com/D7T6wU8Uz1— Blikar.is (@blikar_is) February 23, 2024 Breiðablik hefur nú unnið tvo af þremur leikjum sínum í riðli 1 í A-deild. Á sama tíma er Grótta á botninum eftir að fá á sig 10 mörk í þremur leikjum. Kvennalið Breiðabliks átti ekki í vandræðum með Selfoss. Það vakti athygli að Rakel Hönnudóttir, fyrrverandi landsliðskona, stóð vaktina í marki Breiðabliks en hún spilar vanalega á miðjunni. Breiðablik, sem reikna má að verði í toppbaráttu Bestu deildarinnar í sumar, fór nokkuð létt með Selfyssinga sem leika í Lengjudeildinni eftir fall úr þeirri Bestu síðasta haust. Barbára Sól Gísladóttir kom Blikum yfir snemma leiks en það reyndist eina mark fyrri hálfleiks. Í þeim síðari bættu Margrét Lea Gísladóttir, Vigdís Lilja Kristjánsdóttir og Birta Georgsdóttir við einu marki hver og lokatölur 4-0. Breiðablik hefur unnið báða leiki sína í riðli 1 í A-deild. Selfoss hefur hins vegar tapað báðum sínum leikjum og fengið á sig átta mörk. Þá gerðu Afturelding og Leiknir Reykjavík 3-3 jafntefli í riðli 4 í A-deild.. Elmar Kári Enesson Cogic skoraði öll mörk Aftureldingar og er greinilega enn í sömu markaskóm á síðustu leiktíð þar sem hann skoraði 17 mörk í 24 leikjum. Andi Hoti skoraði tvö fyrir Leikni R. og Omar Sowe eitt. Leiknir er með 5 stig í 2. sæti riðils 4 að loknum þremur leikjum á meðan Afturelding er í 4. sæti með fjögur stig.
Fótbolti Íslenski boltinn Breiðablik Lengjubikar karla Lengjubikar kvenna Grótta UMF Selfoss Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Sjá meira