Varamennirnir tryggðu Leeds sigur í toppslagnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. febrúar 2024 22:05 Archie Gray og Daniel James komu við sögu í kvöld. George Wood/Getty Images Leeds United gerði sér lítið fyrir og lagði Leicester City í uppgjöri toppliða ensku B-deildarinnar. Bæði lið ætla sér beint aftur upp í ensku úrvalsdeildina. Eftir tap gegn Middlesbrough í síðustu leik ætluðu gestirnir frá Leicester að snúa bökum saman og auka forystu sína á toppi deildarinnar. Það virtist ætla að ganga upp þegar belgíski miðvörðurinn Wout Faes kom Refunum yfir eftir stundarfjórðung. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks en í þeim síðari sýndu heimamenn gestunum hvar Davíð keypti ölið. Staðan var enn 0-1 þegar ellefu mínútur lifðu leiks en Daniel Farke, þjálfari Leeds, hafði sett þá Daniel James, Patrick Bamford og Connor Roberts inn á. Það átti heldur betur eftir að skila sér. @ConnorRobs pic.twitter.com/RR0CtOMyDZ— Leeds United (@LUFC) February 23, 2024 Roberts jafnaði metin þegar tíu mínútur voru til loka venjulegs leiktíma. Ungstirnið Archie Gray, fæddur árið 2006, kom Leeds yfir þremur mínútum síðar og Daniel James gulltryggði sigurinn þegar hann lagði upp mark Patrick Bamford þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Lokatölur 3-1 og Leeds nú með 72 stig í 2. sæti, sex stigum minna en topplið Leicester þegar bæði lið eiga 12 leiki eftir. Just look at what that win means to Daniel Farke and the Leeds fans pic.twitter.com/0DO8V4E18u— Sky Sports Football (@SkyFootball) February 23, 2024 Ipswich er með 69 stig og á leik til góða á toppliðin tvö. Sömu sögu er að segja af Southampton sem er með 67 stig. Efstu tvö liðin fara beint upp í ensku úrvalsdeildina á meðan liðin í 3. til 6. sæti fara í umspil. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Fleiri fréttir Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Martínez hetja Rauðu djöflanna Sjá meira
Eftir tap gegn Middlesbrough í síðustu leik ætluðu gestirnir frá Leicester að snúa bökum saman og auka forystu sína á toppi deildarinnar. Það virtist ætla að ganga upp þegar belgíski miðvörðurinn Wout Faes kom Refunum yfir eftir stundarfjórðung. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks en í þeim síðari sýndu heimamenn gestunum hvar Davíð keypti ölið. Staðan var enn 0-1 þegar ellefu mínútur lifðu leiks en Daniel Farke, þjálfari Leeds, hafði sett þá Daniel James, Patrick Bamford og Connor Roberts inn á. Það átti heldur betur eftir að skila sér. @ConnorRobs pic.twitter.com/RR0CtOMyDZ— Leeds United (@LUFC) February 23, 2024 Roberts jafnaði metin þegar tíu mínútur voru til loka venjulegs leiktíma. Ungstirnið Archie Gray, fæddur árið 2006, kom Leeds yfir þremur mínútum síðar og Daniel James gulltryggði sigurinn þegar hann lagði upp mark Patrick Bamford þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Lokatölur 3-1 og Leeds nú með 72 stig í 2. sæti, sex stigum minna en topplið Leicester þegar bæði lið eiga 12 leiki eftir. Just look at what that win means to Daniel Farke and the Leeds fans pic.twitter.com/0DO8V4E18u— Sky Sports Football (@SkyFootball) February 23, 2024 Ipswich er með 69 stig og á leik til góða á toppliðin tvö. Sömu sögu er að segja af Southampton sem er með 67 stig. Efstu tvö liðin fara beint upp í ensku úrvalsdeildina á meðan liðin í 3. til 6. sæti fara í umspil.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Fleiri fréttir Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Martínez hetja Rauðu djöflanna Sjá meira