Átök í kókaínpartýi í Þorlákshöfn enduðu fyrir dómi Jón Þór Stefánsson skrifar 24. febrúar 2024 23:29 Atvik málsins áttu sér stað í Þorlákshöfn. Vísir/Egill Maður, sem var ákærður fyrir að slá konu með bréfpoka fullum af bjórflöskum, var sýknaður í Héraðsdómi Suðurlands í gær. Atvikið sem málið varðar átti sér stað um nótt í ágúst 2021, utandyra fyrir framan hús í Þorlákshöfn þar sem að partý hafði verið haldið um kvöldið. Manninum var gefið að sök að slá konu með bréfpoka, sem innihélt fjórar fullar bjórflöskur úr gleri í höfuðið. Fyrir vikið átti konan að hafa hlotið heilahristing og tvær kúlur á höfuðið. Í dómnum kemur fram að partý hefði verið haldið í húsinu umrætt kvöld. Framburður mannsins, konunnar og annarra vitna í skýrslutökum og fyrir dómi var mjög á reyki um atvik málsins. Man ekki lengur eftir því sem gerðist Í skýrslutöku hjá lögreglu sagði konan að maðurinn hefði komið í íbúðina og verið með leiðindi við sig og ýtt sér. Hann hafi gefið viðstöddum kókaín og þau þegið það, en síðan hafi hann sakað þau um að stela kókaíninu af sér. Þá hafi hún vísað honum á dyr. Eftir það hafi húsráðandi fengið símtal frá öðrum einstaklingi sem sagðist ætla að koma og berja þau vegna kókaínþjófnaðarins. Síðan hafi maðurinn komið aftur og viljað komast aftur í partýið en konan meinað honum það. Hún sagði manninn hafa verið ölvaðan og árásargjarnan. Hún hafi slegið hann laust með opnum lófa í andlitið eftir að hann egnaði hana til að kýla sig. Síðan hafi hann slegið hana í höfuðið með bréfpoka fullum af bjórflöskum og farið af vettvangi í kjölfarið. Fyrir dómi sagði konan hins vegar að hún myndi ekki eftir þessum atburðum lengur. Hún hefði verið í mikilli neyslu og glímdi nú við minnisleysi. Segist hafa slengt pokanum í jörðina Í framburði sínum fyrir dómi sagði maðurinn að konan hefði veitt honum tvö hnefahögg og hann reiðst við það og kastað umræddum bréfoka í jörðina og bjórflöskurnar brotnað. Hann sagðist ekki hafa veist að konunni og neitaði jafnframt að hafa verið að dreifa fíkniefnum í partýinu. Líkt og áður segir sýknaði héraðsdómur manninn af háttseminni sem honum var gefið að sök. Dómurinn vísar til þess að konan segist ekki muna eftir atburðum næturinnar, og að tvö vitni sem höfðu lýst árásinni sögðu fyrir dómi að það hefði byggt á lýsingum konunnar. Þá hafi maðurinn og annað vitni sagt að hann hefði ekki slegið konuna og þótti dómnum lýsingar þeirra vera samhljóma. Læknisvottorð þótti styðja framburð konunnar hjá lögreglu, en dugði að mati dómsins ekki sem sönnun eitt og sér. Dómsmál Ölfus Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Sjá meira
Atvikið sem málið varðar átti sér stað um nótt í ágúst 2021, utandyra fyrir framan hús í Þorlákshöfn þar sem að partý hafði verið haldið um kvöldið. Manninum var gefið að sök að slá konu með bréfpoka, sem innihélt fjórar fullar bjórflöskur úr gleri í höfuðið. Fyrir vikið átti konan að hafa hlotið heilahristing og tvær kúlur á höfuðið. Í dómnum kemur fram að partý hefði verið haldið í húsinu umrætt kvöld. Framburður mannsins, konunnar og annarra vitna í skýrslutökum og fyrir dómi var mjög á reyki um atvik málsins. Man ekki lengur eftir því sem gerðist Í skýrslutöku hjá lögreglu sagði konan að maðurinn hefði komið í íbúðina og verið með leiðindi við sig og ýtt sér. Hann hafi gefið viðstöddum kókaín og þau þegið það, en síðan hafi hann sakað þau um að stela kókaíninu af sér. Þá hafi hún vísað honum á dyr. Eftir það hafi húsráðandi fengið símtal frá öðrum einstaklingi sem sagðist ætla að koma og berja þau vegna kókaínþjófnaðarins. Síðan hafi maðurinn komið aftur og viljað komast aftur í partýið en konan meinað honum það. Hún sagði manninn hafa verið ölvaðan og árásargjarnan. Hún hafi slegið hann laust með opnum lófa í andlitið eftir að hann egnaði hana til að kýla sig. Síðan hafi hann slegið hana í höfuðið með bréfpoka fullum af bjórflöskum og farið af vettvangi í kjölfarið. Fyrir dómi sagði konan hins vegar að hún myndi ekki eftir þessum atburðum lengur. Hún hefði verið í mikilli neyslu og glímdi nú við minnisleysi. Segist hafa slengt pokanum í jörðina Í framburði sínum fyrir dómi sagði maðurinn að konan hefði veitt honum tvö hnefahögg og hann reiðst við það og kastað umræddum bréfoka í jörðina og bjórflöskurnar brotnað. Hann sagðist ekki hafa veist að konunni og neitaði jafnframt að hafa verið að dreifa fíkniefnum í partýinu. Líkt og áður segir sýknaði héraðsdómur manninn af háttseminni sem honum var gefið að sök. Dómurinn vísar til þess að konan segist ekki muna eftir atburðum næturinnar, og að tvö vitni sem höfðu lýst árásinni sögðu fyrir dómi að það hefði byggt á lýsingum konunnar. Þá hafi maðurinn og annað vitni sagt að hann hefði ekki slegið konuna og þótti dómnum lýsingar þeirra vera samhljóma. Læknisvottorð þótti styðja framburð konunnar hjá lögreglu, en dugði að mati dómsins ekki sem sönnun eitt og sér.
Dómsmál Ölfus Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Sjá meira