Gengur hægt að koma fólki til landsins á meðan sprengjum rignir yfir Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. febrúar 2024 12:28 Palestínumenn virða fyrir sér eyðilegginguna í kjölfar árásar Ísraelsmanna á Rafah-borg í dag. Abed Rahim Khatib/Anadolu via Getty Vonir standa nú til að viðræður um vopnahlé og gíslaskipti milli Ísraelsmanna og Hamas skili árangri, en ísraelsk stjórnvöld hafa samþykkt að senda fulltrúa til Katar til slíkra viðræðna. Íslenskur sjálfboðaliði í Egyptalandi segir ganga hægt að koma fólki af Gasa á meðan stjórnvöld taki ekki þátt. Áður höfðu Ísraelsmenn fundað á laun með samninganefndum frá Katar, Bandaríkjunum og Egyptalandi í París en viðræðunum verður nú fram haldið í Katar. Ísraelsmenn hafa þó ítrekað að lausn gíslanna muni ekki þýða að stríðinu ljúki. Sprengjum hefur rignt yfir Khan Younis-borg, á suðvestur-Gasa, en minnst 86 manns hafa týnt lífi í árásum Ísraels á Gasa frá því í gær. Heildartala látinna frá 7. október er rúmlega 29 þúsund, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Hamas. Sjálfboðaliðar á fullu Hanna Símonardóttir hefur verið í Kaíró, höfuðborg Egyptalands, síðan á mánudag. Stöðugt flæði sjálfboðaliða sem vilji koma fólki til Íslands er til og frá Kaíró. Markmið sjálfboðaliðanna er að komast að á sérhæfðri ferðaskrifstofu, sem getur komið því í kring að fólk fái að fara yfir landamærin. Hanna Símonardóttir er stödd úti í Kaíró. Hún hefur tekið tvo drengi í fóstur sem eiga fjölskyldu á Gasa. Þeir eru með dvalarleyfi og bíða þess að fá samþykkta fjölskyldusameiningu. „Þær eru að fara þrjár heim í dag og fylgja hluta þess hóps sem komst yfir landamærin yfir helgina. Fylgja þeim heim seint í kvöld. Þá verðum við orðin fjögur eftir, og von á fleirum á morgun,“ segir Hanna Símonardóttir. Hún hefur ekki tekið ákvörðun um hversu lengi hún verði úti, en hún hefur fóstrað tvo palestínska drengi á Íslandi sem eiga fjölskyldur á Gasa. Sótt hefur verið um fjölskyldusameiningu fyrir þá. „Og vitum að það á að vera í forgangi hjá Útlendingastofnun, fjölskyldusameining palestínsks fólks, og vonum að það sé. Okkur skilst að það sé bara herslumunurinn sem vantar upp á að þeirra umsóknir séu samþykktar.“ Drengirnir eru með dvalarleyfi hér á landi, en fjallað var um mál þeirra í síðasta mánuði: Þakka fyrir hvert mannslíf Umsóknin verði vonandi afgreidd eftir helgi. Þá verði fjölskyldur þeirra komnar með leyfi til dvalar á Íslandi, og bætist aftast í röðina á lista sjálfboðaliðanna, sem styttist hægt. „Við erum að ná að skrá svona fjóra til fimmtán í hverri ferð á skrifstofuna.“ Á meðan ekki sé hreyfing í málum fulltrúa sem utanríkisráðuneytið sendi til Egyptalands, sem geti ekki keypt þjónustu af skrifstofunni, haldi sjálfboðaliðarnir áfram þó hægt gangi. „Við þökkum auðvitað fyrir hvert einasta mannslíf sem við getum náð, en þetta er í svo litlum skömmtum hjá okkur. En það yrði svo stór sigur að ná fjöldanum,“ segir Hanna Símonardóttir. Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Sjá meira
Áður höfðu Ísraelsmenn fundað á laun með samninganefndum frá Katar, Bandaríkjunum og Egyptalandi í París en viðræðunum verður nú fram haldið í Katar. Ísraelsmenn hafa þó ítrekað að lausn gíslanna muni ekki þýða að stríðinu ljúki. Sprengjum hefur rignt yfir Khan Younis-borg, á suðvestur-Gasa, en minnst 86 manns hafa týnt lífi í árásum Ísraels á Gasa frá því í gær. Heildartala látinna frá 7. október er rúmlega 29 þúsund, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Hamas. Sjálfboðaliðar á fullu Hanna Símonardóttir hefur verið í Kaíró, höfuðborg Egyptalands, síðan á mánudag. Stöðugt flæði sjálfboðaliða sem vilji koma fólki til Íslands er til og frá Kaíró. Markmið sjálfboðaliðanna er að komast að á sérhæfðri ferðaskrifstofu, sem getur komið því í kring að fólk fái að fara yfir landamærin. Hanna Símonardóttir er stödd úti í Kaíró. Hún hefur tekið tvo drengi í fóstur sem eiga fjölskyldu á Gasa. Þeir eru með dvalarleyfi og bíða þess að fá samþykkta fjölskyldusameiningu. „Þær eru að fara þrjár heim í dag og fylgja hluta þess hóps sem komst yfir landamærin yfir helgina. Fylgja þeim heim seint í kvöld. Þá verðum við orðin fjögur eftir, og von á fleirum á morgun,“ segir Hanna Símonardóttir. Hún hefur ekki tekið ákvörðun um hversu lengi hún verði úti, en hún hefur fóstrað tvo palestínska drengi á Íslandi sem eiga fjölskyldur á Gasa. Sótt hefur verið um fjölskyldusameiningu fyrir þá. „Og vitum að það á að vera í forgangi hjá Útlendingastofnun, fjölskyldusameining palestínsks fólks, og vonum að það sé. Okkur skilst að það sé bara herslumunurinn sem vantar upp á að þeirra umsóknir séu samþykktar.“ Drengirnir eru með dvalarleyfi hér á landi, en fjallað var um mál þeirra í síðasta mánuði: Þakka fyrir hvert mannslíf Umsóknin verði vonandi afgreidd eftir helgi. Þá verði fjölskyldur þeirra komnar með leyfi til dvalar á Íslandi, og bætist aftast í röðina á lista sjálfboðaliðanna, sem styttist hægt. „Við erum að ná að skrá svona fjóra til fimmtán í hverri ferð á skrifstofuna.“ Á meðan ekki sé hreyfing í málum fulltrúa sem utanríkisráðuneytið sendi til Egyptalands, sem geti ekki keypt þjónustu af skrifstofunni, haldi sjálfboðaliðarnir áfram þó hægt gangi. „Við þökkum auðvitað fyrir hvert einasta mannslíf sem við getum náð, en þetta er í svo litlum skömmtum hjá okkur. En það yrði svo stór sigur að ná fjöldanum,“ segir Hanna Símonardóttir.
Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“