Fyrsti Íslendingurinn til að skora í frönsku deildinni í átta ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2024 10:30 Hákon Arnar Haraldsson er kominn á blað með Lille í Frakklandi. Getty/ANP Hákon Arnar Haraldsson varð í gær aðeins sjöundi Íslendingurinn sem nær að skora í efstu deild í Frakklandi. Hákon var búinn að spila fjórtán leiki með Lille án þess að skora og fyrir leikinn í gær var hann búinn að vera inn á vellinum í 420 mínútur. Hákon var í fyrsta sinn í byrjunarliðinu síðan í lok september og þakkaði traustið með því að koma Lille yfir á lokamínútu fyrri hálfleiksins. Það dugði þó ekki því Toulouse skoraði þrjú mörk í seinni hálfleiknum og vann 3-1 sigur. Hákon Arnar Haraldsson #TFCLOSC 0-1 | 45' pic.twitter.com/nVqqqFmnUo— LOSC (@LOSC_EN) February 25, 2024 Sex leikmenn hafa nú bæst í hópinn síðan að Albert Guðmundsson varð sá fyrsti til að skora í frönsku deildinni á nýársdag 1950. Aðrir sem hafa skorað í deildinni eru Þórólfur Beck, Teitur Þórðarson, Karl Þórðarson, Arnór Guðjohnsen og sá síðasti til að skora á undan Hákoni var Kolbeinn Sigþórsson. Eiður Smári Guðjohnsen og Veigar Páll Gunnarsson spiluðu báðir í frönsku deildinni án þess að ná að skora. Markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson spilaði einnig í deildinni. Síðasta mark Kolbeins Sigþórssonar fyrir Nancy kom í leik á móti Bordeaux 23. janúar 2016. Albert Guðmundsson er markahæsti Íslendingurinn í sögu frönsku deildarinnar með 22 mörk, Teitur Þórðarson skoraði 20 mörk og Karl Þórðarson náði að skora tólf mörk. View this post on Instagram A post shared by CAA Stellar Nordic (@caastellarnordic) Franski boltinn Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira
Hákon var búinn að spila fjórtán leiki með Lille án þess að skora og fyrir leikinn í gær var hann búinn að vera inn á vellinum í 420 mínútur. Hákon var í fyrsta sinn í byrjunarliðinu síðan í lok september og þakkaði traustið með því að koma Lille yfir á lokamínútu fyrri hálfleiksins. Það dugði þó ekki því Toulouse skoraði þrjú mörk í seinni hálfleiknum og vann 3-1 sigur. Hákon Arnar Haraldsson #TFCLOSC 0-1 | 45' pic.twitter.com/nVqqqFmnUo— LOSC (@LOSC_EN) February 25, 2024 Sex leikmenn hafa nú bæst í hópinn síðan að Albert Guðmundsson varð sá fyrsti til að skora í frönsku deildinni á nýársdag 1950. Aðrir sem hafa skorað í deildinni eru Þórólfur Beck, Teitur Þórðarson, Karl Þórðarson, Arnór Guðjohnsen og sá síðasti til að skora á undan Hákoni var Kolbeinn Sigþórsson. Eiður Smári Guðjohnsen og Veigar Páll Gunnarsson spiluðu báðir í frönsku deildinni án þess að ná að skora. Markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson spilaði einnig í deildinni. Síðasta mark Kolbeins Sigþórssonar fyrir Nancy kom í leik á móti Bordeaux 23. janúar 2016. Albert Guðmundsson er markahæsti Íslendingurinn í sögu frönsku deildarinnar með 22 mörk, Teitur Þórðarson skoraði 20 mörk og Karl Þórðarson náði að skora tólf mörk. View this post on Instagram A post shared by CAA Stellar Nordic (@caastellarnordic)
Franski boltinn Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira